Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 19. júní 2025 09:02 Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Umhverfismál Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun