Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Ólafur Stephensen skrifar 18. júní 2025 14:30 Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Með þeirri lagasetningu var afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum, meðal annars til að sameinast hver annarri eins og þeim sýnist án nokkurs atbeina samkeppnisyfirvalda. Vond vinnubrögð við lagasetningu Full ástæða er til að rifja upp vinnubrögðin við lagasetninguna í marz 2024. Þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upprunalegu frumvarpi matvælaráðherra, sem gekk út frá að félögum í eigu og undir stjórn bænda yrðu veittar ákveðnar undanþágur. Hið nýja frumvarp gekk miklu lengra og veitti öllum afurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögunum, alveg óháð stjórn og eignarhaldi. Þeim ósannindum hefur ítrekað verið haldið fram af hálfu stuðningsmanna löggjafarinnar að með þessu hafi íslenzk lög eingöngu verið færð til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Það er alrangt; gengið er miklu lengra og t.d. samrunaeftirlit samkeppnisyfirvalda tekið úr sambandi, sem nágrannaríkjunum hefur skiljanlega ekki dottið í hug. Fjöldi dæma - sumra nýlegra - er um að samkeppnisyfirvöld í ESB-ríkjunum og Noregi stöðvi eða setji skilyrði fyrir samrunum fyrirtækja í landbúnaði, m.a. til að vernda hagsmuni neytenda og bænda. Þáverandi stjórnarmeirihluti tók ekkert mál á andmælum Samkeppniseftirlitsins, samtaka fyrirtækja í verzlun, Neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingannar, sem vöruðu við samþykkt frumvarpsins og töldu að afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaði og hagsmuni neytenda yrðu alvarlegar. Meirihlutinn hlustaði ekki heldur á starfsmenn Alþingis, sem lögðu til að lagt yrði fram nýtt frumvarp, sem færi í nýtt samráðsferli enda væri málið gjörbreytt. Eini hagsmunaaðilinn sem haft var samráð við voru Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) en þáverandi formaður atvinnuveganefndar staðfesti opinberlega að lögmenn þeirra hefðu aðstoðað nefndarmeirihlutann við að semja nýja frumvarpstextann, sem síðan var keyrður í gegnum Alþingi á nokkrum dögum án þess að hlustað væri eftir öðrum sjónarmiðum. Hræsnisfullur og hlægilegur málflutningur stjórnarandstöðuflokka Ekkert mat var unnið á áhrifum hins nýja frumvarps. Hversu óvönduð vinnubrögðin voru má ráða af því að talsmenn þriggja af fjórum flokkum, sem studdu lagasetninguna, hafa síðan viðurkennt að möguleg áhrif hennar hafi komið þeim á óvart og mögulega hafi verið gengið of langt. Það breytir ekki því að þeir þrír af þessum flokkum sem enn eru innan þings, vilja nú endilega að löggjöfin fái að standa óbreytt og það sé „óeðlilegt“ að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra fyrir þinglok. Talsmönnum stjórnarandstöðunnar verður tíðrætt um það þessa dagana að tafaleikir þeirra í þingstörfunum séu nú bara til að tryggja að mál séu almennilega unnin, áhrif þeirra greind o.s.frv. Í samhengi þessa máls er sá málflutningur alveg sérstaklega hræsnisfullur og hlægilegur, eins og af ofangreindu má ráða. Kapphlaup um að klára sameiningar Ef löggjöfin fær að standa óbreytt um sinn mun það án nokkurs vafa þýða að afurðastöðvarnar munu leggja ofurkapp á að klára alls konar sameiningar og samstarfssamninga áður en þing getur komið saman að nýju til að loka þeim glugga. Afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaðnum og buddu neytenda geta orðið alvarlegar og óafturkræfar. Hvar yrði það til dæmis látið gerast - eins og er fyllilega mögulegt að óbreyttum lögum - að fyrirtæki í eigu tveggja sterkefnaðra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu, sem í sameiningu eru með meirihluta bæði innlendrar svínakjötsframleiðslu og innflutnings svínakjöts, fengju að renna saman án atbeina samkeppnisyfirvalda? Ábyrgð þingmanna Erinda slíkra þröngra sérhagsmuna ganga stjórnarandstöðuflokkarnir þrír nú alveg grímulaust og neita að hlusta á sameiginleg tilmæli samtaka verzlunarfyrirtækja, verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna um að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra hið fyrsta. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans í þessu máli er líka mikil. Það má ekki gerast að samþykkt þessa máls verði gefin eftir í samningum við stjórnarandstöðuna um þinglok. Með því væri almannahagsmunum unninn mikill skaði, en sérhagsmunum hampað. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Með þeirri lagasetningu var afurðastöðvum í kjötiðnaði veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum, meðal annars til að sameinast hver annarri eins og þeim sýnist án nokkurs atbeina samkeppnisyfirvalda. Vond vinnubrögð við lagasetningu Full ástæða er til að rifja upp vinnubrögðin við lagasetninguna í marz 2024. Þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upprunalegu frumvarpi matvælaráðherra, sem gekk út frá að félögum í eigu og undir stjórn bænda yrðu veittar ákveðnar undanþágur. Hið nýja frumvarp gekk miklu lengra og veitti öllum afurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögunum, alveg óháð stjórn og eignarhaldi. Þeim ósannindum hefur ítrekað verið haldið fram af hálfu stuðningsmanna löggjafarinnar að með þessu hafi íslenzk lög eingöngu verið færð til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Það er alrangt; gengið er miklu lengra og t.d. samrunaeftirlit samkeppnisyfirvalda tekið úr sambandi, sem nágrannaríkjunum hefur skiljanlega ekki dottið í hug. Fjöldi dæma - sumra nýlegra - er um að samkeppnisyfirvöld í ESB-ríkjunum og Noregi stöðvi eða setji skilyrði fyrir samrunum fyrirtækja í landbúnaði, m.a. til að vernda hagsmuni neytenda og bænda. Þáverandi stjórnarmeirihluti tók ekkert mál á andmælum Samkeppniseftirlitsins, samtaka fyrirtækja í verzlun, Neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingannar, sem vöruðu við samþykkt frumvarpsins og töldu að afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaði og hagsmuni neytenda yrðu alvarlegar. Meirihlutinn hlustaði ekki heldur á starfsmenn Alþingis, sem lögðu til að lagt yrði fram nýtt frumvarp, sem færi í nýtt samráðsferli enda væri málið gjörbreytt. Eini hagsmunaaðilinn sem haft var samráð við voru Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) en þáverandi formaður atvinnuveganefndar staðfesti opinberlega að lögmenn þeirra hefðu aðstoðað nefndarmeirihlutann við að semja nýja frumvarpstextann, sem síðan var keyrður í gegnum Alþingi á nokkrum dögum án þess að hlustað væri eftir öðrum sjónarmiðum. Hræsnisfullur og hlægilegur málflutningur stjórnarandstöðuflokka Ekkert mat var unnið á áhrifum hins nýja frumvarps. Hversu óvönduð vinnubrögðin voru má ráða af því að talsmenn þriggja af fjórum flokkum, sem studdu lagasetninguna, hafa síðan viðurkennt að möguleg áhrif hennar hafi komið þeim á óvart og mögulega hafi verið gengið of langt. Það breytir ekki því að þeir þrír af þessum flokkum sem enn eru innan þings, vilja nú endilega að löggjöfin fái að standa óbreytt og það sé „óeðlilegt“ að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra fyrir þinglok. Talsmönnum stjórnarandstöðunnar verður tíðrætt um það þessa dagana að tafaleikir þeirra í þingstörfunum séu nú bara til að tryggja að mál séu almennilega unnin, áhrif þeirra greind o.s.frv. Í samhengi þessa máls er sá málflutningur alveg sérstaklega hræsnisfullur og hlægilegur, eins og af ofangreindu má ráða. Kapphlaup um að klára sameiningar Ef löggjöfin fær að standa óbreytt um sinn mun það án nokkurs vafa þýða að afurðastöðvarnar munu leggja ofurkapp á að klára alls konar sameiningar og samstarfssamninga áður en þing getur komið saman að nýju til að loka þeim glugga. Afleiðingarnar fyrir samkeppni á matvörumarkaðnum og buddu neytenda geta orðið alvarlegar og óafturkræfar. Hvar yrði það til dæmis látið gerast - eins og er fyllilega mögulegt að óbreyttum lögum - að fyrirtæki í eigu tveggja sterkefnaðra fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu, sem í sameiningu eru með meirihluta bæði innlendrar svínakjötsframleiðslu og innflutnings svínakjöts, fengju að renna saman án atbeina samkeppnisyfirvalda? Ábyrgð þingmanna Erinda slíkra þröngra sérhagsmuna ganga stjórnarandstöðuflokkarnir þrír nú alveg grímulaust og neita að hlusta á sameiginleg tilmæli samtaka verzlunarfyrirtækja, verkalýðshreyfingarinnar og Neytendasamtakanna um að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra hið fyrsta. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans í þessu máli er líka mikil. Það má ekki gerast að samþykkt þessa máls verði gefin eftir í samningum við stjórnarandstöðuna um þinglok. Með því væri almannahagsmunum unninn mikill skaði, en sérhagsmunum hampað. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun