Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 08:01 Danielle Rodriguez er mætt aftur heim í íslenska boltann Vísir/Bjarni Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður. Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira
Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Sjá meira