„Elska skaltu náunga þinn“ – gegn rasisma, hatri og sögufölsunum öfga hægrisins Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar 6. júní 2025 13:32 Mótmælin á Austurvelli, undir forystu Brynjars Barkarsonar, voru ekki bara röng heldur hættuleg. Þar var íslenski fáninn dreginn að húni við hlið rasískra slagorða og Íslam sett upp sem meinvaldur heimsins. En þessi heimsmynd er bæði sögulega röng og siðferðislega varasöm. Við skulum byrja á nokkrum staðreyndum: Ísland hefur aldrei verið „hreint þjóðerni“. Landið byggðist upp af fólki frá Noregi og Bretlandseyjum, frjálsum og þrælum, kristnum og heiðnum. DNA rannsóknir sýna að um 62% kvenna á landnámsöld voru af keltneskum uppruna. Þjóðerni er menningarleg blanda, ekki bein lína. Að tala um "Ísland fyrir Íslendinga" byggir á sögulegri vanþekkingu. Múslimar eru ekki vandamálið. Kristnir eru ekki vandamálið. Kaþólikkar, gyðingar, hindúar og aðrir trúarhópar eru ekki vandamálið. Vandamálið er þegar fólk — eins og þú, kæri Brynjar — kýs að rangtúlka trúarbrögð í þágu haturs. Vissir þú að margar múslímskar konur, þar á meðal femínistar, berjast fyrir valfrelsi og túlka slæðu ekki sem tákn kúgunar heldur valds? Kóraninn segir sjálfur: „Enginn skal neyða annan til trúar“ (2:256). Því vaknar spurningin: Er það frelsi að neyða konur til að fara úr hijab? Eða er raunverulegt frelsi að leyfa þeim að velja sjálfar? Slæður og hógvær fatnaður eru ekki sérkenni íslams. Þau finnast í mörgum trúarbrögðum og menningarheimum: Kristni (kaþólska og rétttrúnaðarkirkjan) – Nunnur hylja hár sitt. Í mörgum kristnum samfélögum tíðkast slæður og hógvær klæðnaður. Gyðingdómur (ortodox) – Giftar konur klæðast slæðum eða sheitel (húfum) af trúarlegum ástæðum. Sikhismi – Turbanar eru tákn hógværðar og hollustu við trú. Amish og Mennónítar – Höfuðklæði og langar flíkur tilheyra samfélagslegum og trúarlegum hefðum. Hindúismi – Slæður eða sari eru oft notaðar sem menningarleg hefð, þó ekki trúarleg skylda. Er þetta ekki frekar líkt? Af hverju er þá aðeins íslam sett undir smásjá? Þá vel ég benda á að flestir innflytjendur á Íslandi eru ekki múslimar. Þeir koma fyrst og fremst frá löndum eins og Póllandi, Litháen, Rúmeníu, Filippseyjum og Úkraínu. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 69.691 innflytjendur á landinu árið 2024 — eða um 18,2% þjóðarinnar. Trúarbrögðin sem flest þessara einstaklinga aðhyllast eru kaþólsk trú og aðrar greinar kristni. Múslimar eru aðeins lítill minnihluti. Það er því rangt og villandi að mála þá mynd að fjölgun innflytjenda þýði aukin útbreiðsla íslamstrúar eða öfgahugmynda tengdum henni. Og talandi um trúarofbeldi: ef við ætlum að ræða skipulagt ofbeldi innan trúarhópa, þá hafa fjölmargar rannsóknir leitt í ljós kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi og yfirhylmingu innan kaþólsku kirkjunnar, þar sem þúsundir drengja hafa orðið fyrir misnotkun af hálfu presta og starfsmanna. Áþekk brot hafa verið skráð innan öfgahópa meðal mormóna, sem einnig teljast til kristinna trúarbragða. Það er ekki trúin sjálf sem veldur slíkri kúgun — heldur sú spilling, valdbeiting og þöggunarmenning sem getur sprottið upp innan hvers kyns stofnana, ef hún er ekki stöðugt gagnrýnd og dregin fram í dagsljósið. Þjóðerni okkar Íslendinga er ekki hreint né einsleitt. Forfeður okkar komu frá Noregi og Bretlandseyjum, og þjóðin hefur alltaf verið blanda úr mörgum áttum. Sjálf tók ég DNA-próf sem staðfesti að ættir mínar liggja víða – sem stoltur Íslendingur gerði það mig bara ríkari, ekki minna íslenska. Kannski ættu þeir sem ala á hreinleika- og upprunadýrkun að gera slíkt hið sama og horfast í augu við þá staðreynd. Rasísk orðræða Brynjars, þar sem múslimar eru sagðir kúga og nauðga, er ekki aðeins fordómafull heldur skaðleg. Öll trúarbrögð, þar á meðal kristni, gyðingdómur og búddismi, hafa verið misnotuð í nafni ofbeldis. En flestir fylgjendur þessara trúarbragða, líkt og íslams, hafna slíkri túlkun. Rannsóknir sýna að meirihluti múslima hafnar öllu ofbeldi gegn saklausu fólki — í Bandaríkjunum hafna múslimar slíku í hærra hlutfalli en aðrir trúarhópar. Ef við ætlum að ræða hryðjuverk og ofbeldi verðum við líka að horfast í augu við hryðjuverk og skotárásir framin af öfgahægrimönnum, eins og Anders Breivik í Noregi. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að 61% hryðjuverka þar á síðustu árum voru framin af öfgahægrimönnum, ekki múslimum. Sama gildir um kristna öfgahópa eins og Ku Klux Klan (KKK), sem réttlættu kynþáttahatur með rangtúlkunum úr Biblíunni. Margir guðfræðingar og kristnir leiðtogar hafa kallað KKK trúarlega afskræmingu og haturs söfnuð. Þeir voru ekki fulltrúar kristni, heldur öfgahópur sem notaði trú sem yfirvarp fyrir kynþáttahyggju og kúgun. Hér eru dæmi sem sýna hvernig KKK og sambærilegir hópar hafa rangtúlkað Biblíuna: 📖 „Þegar Drottinn dreifði fólki um jörðina…" (1. Mós 11:8) Túlkun KKK: Guð vildi að kynþættir væru aðskildir. Rétt túlkun: Sagan fjallar um hvernig menn reyndu að upphefja sjálfa sig yfir Guð með því að byggja turn „sem næði til himins“. Guð rýfur þessa sjálfdýrkun með því að dreifa fólki og rugla tungumál þeirra – ekki vegna kynþátta heldur sem viðbragð við ofmetnaði og valdahroka. Hún hefur ekkert með rök fyrir kynþáttaskiptingu að gera. 📖 „Bölvaður sé Kanaan… hann verði þjónn þjónanna." (1. Mós 9:25) Túlkun KKK: Svart fólk væri afkomendur Kanaan. Rétt túlkun: Kanaan var forfaðir Kanverja í Mið-Austurlöndum. Túlkunin er rasísk og röng. 📖 „Þú skalt ekki láta son þinn giftast dóttur heiðingjans…" (5. Mós 7:3–4) Túlkun KKK: Bannað að blanda kynþáttum. Rétt túlkun: Versið varðar trúarlega hollustu – það var áhyggja af því að hjónabönd við fólk af annarri trú gætu leitt til þess að snúið yrði baki við eigin trú og siðferði. Það fjallar ekki um kynþætti eða erfðir. Kristin túlkun í anda Nýja testamentisins hafnar slíkum múrum milli manna: „Enginn er Gyðingur né Grikki, þræll né frjáls, karl né kona – allir eruð þið eitt í Kristi Jesú.” (Galatabréfið 3:28) 📖 "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn…" (2. Mós 21:24) Túlkun öfgahópa: Réttlæting blóðhefndar. Kristin túlkun: Jesús hafnar þessari hugmynd í fjallræðunni og kennir að bregðast skuli við ofbeldi með æðruleysi og kærleika (Matt 5:38–39). Flestir kristnir fræðimenn, kirkjuleiðtogar og trúaðir hafna: Bókstafstrú sem réttlætir ofbeldi Rasískum túlkunum á trúartextum Hugmyndum um að einn hópur sé öðrum æðri Öfgamenn velja vers sem henta markmiðum sínum, og hunsa annað samhengi eða andlegan boðskap heildarinnar. KKK beitti Biblíunni sem vopni — ekki sem leiðarljósi. Ofbeldi er ekki bundið við trú. Nasistar, fasistar, íslamskir öfga hægri hópar, kristnir þjóðernissinnar og hryðjuverkahópar á borð við Atomwaffen Division - ofbeldisfullur nýnasistahópur sem hefur skipulagt hryðjuverk og morð í Bandaríkjunum sem líta á sig sem einhvers konar „guðlega“ herdeild. nota trú, heimsendaspár og kynþáttahyggju til að réttlæta hatur sitt, valdnýðslu og ofbeldi. Tölfræði sýnir að innflytjendur og hælisleitendur fremja ekki fleiri glæpi en aðrir. Í mörgum Evrópulöndum er glæpatíðni meðal innflytjenda sambærileg eða lægri en meðal innfæddra þegar tekið er tillit til félagslegra aðstæðna. Það sama gildir hér á Íslandi, þar sem aðeins hluti fanga eru erlendir ríkisborgarar þrátt fyrir mikla fjölgun innflytjenda. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir: „Það er ekki þannig að þau lönd í heiminum þar sem eru hlutfallslega flestir innflytjendur eða hlutfallslega flestir hælisleitendur – að þar séu flestir glæpir. Það er bara ekkert samband þarna á milli.“ Hér eru nokkrar tölur sem varpa skýru ljósi á málið: 📊 Árið 2024 voru 69.691 innflytjendur á Íslandi — um 18,2% af íbúum landsins. 👥 Af þeim voru aðeins 29 erlendir ríkisborgarar í fangelsi — 33% fanga. ➡️ Þrátt fyrir aukningu á innflytjendum hefur glæpatíðni ekki hækkað í samræmi við það. Í Evrópu má sjá svipaða mynd: Þýskaland: 39,5% fanga eru erlendir ríkisborgarar. Frakkland: 32,1% fanga eru útlendingar. Spánn: 28,9%. Bandaríkin: Aðeins 2,85% fanga eru útlendingar — þrátt fyrir and-múslimskar mýtur í umræðunni. Það sem þessar tölur sýna er einfalt: Múslimar og innflytjendur eru ekki „vandi“ samfélaga okkar. Hatursfull pólitík sem gerir þá að blórabögglum er bæði röng og skaðleg. Þegar við rýnum í trúartexta sjáum við að öll trúarbrögð hafa vers sem hægt er að misnota. En flest trúarsamfélög túlka þessi vers í anda kærleika og samkenndar: Kóraninn segir: "Enginn skal neyða annan til trúar" (2:256). Jesús sagði: "Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig." Við megum aldrei gleyma því: Hatursorðræða byrjar með alhæfingum og fordómum — en getur endað með ofbeldi, útilokun og þjóðfélagslegum hörmungum. Við höfum séð það áður í sögunni. Vandamál samtímans liggja ekki hjá hælisleitendum eða innflytjendum, heldur í vaxandi misskiptingu auðs, hnignandi velferð og stjórnmálastétt sem neitar að fjármagna innviði landsins, þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir, ódýra orku og aukinn hagnað fyrirtækja og fjármagnseigenda. 📉 Fjölmargar rannsóknir, bæði á Íslandi og erlendis, sýna að það eru fyrst og fremst félagslegir þættir – á borð við fátækt, jaðarsetningu og félagslega útilokun – sem tengjast aukinni glæpatíðni, en ekki uppruni eða trúarbrögð. Í íslenskri rannsókn á innflytjendum og brotahegðun kom fram að þegar tekið er tillit til félagslegra aðstæðna hverfur munurinn á milli innflytjenda og innfæddra í glæpatíðni nánast alveg (Jónas Orri Jónasson, 2019, MA ritgerð í afbrotafræði, Háskóli Íslands). Svipaðar niðurstöður má sjá víða erlendis – t.d. sýna rannsóknir Evrópuráðsins og OECD það að félagslegt misrétti og mismunun eru meginorsakir afbrota meðal jaðarsettra hópa, ekki menningarlegur bakgrunnur þeirra. Ef við viljum byggja öruggara og samheldnara samfélag verðum við að berjast gegn rótum glæpa og óöryggis: með því að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði, auka félagslega samstöðu og bæta kjör þeirra verst stöddu – sem eru oft innflytjendur og flóttafólk. Ef við viljum betra samfélag verðum við að hafna alhæfingum, standa gegn hatursorðræðu og byggja umræðuna á staðreyndum, samkennd og réttlæti. Ef Brynjar og aðrir sem segjast vera annt um þjóðfélagið okkar vilja raunverulega verja það sem skiptir máli, þá væri rétt að beina sjónum sínum að þeim þáttum sem í alvöru grafa undan samfélaginu. Það sem veikir samfélag okkar er ekki fjölmenning né tilkoma nýrra íbúa — heldur vaxandi stéttaskipting, fjársvelti almannaþjónustunnar og pólitískt sinnuleysi gagnvart fólki í sárri þörf. Þeir sem í alvöru vilja standa vörð um velferð landsins ættu að beina reiði sinni ekki að flóttafólki eða trúarlegum minnihlutahópum, heldur að valdastétt sem græðir á kostnað almennings og stjórnmálamönnum sem forgangsraða gróða yfir mannslíf og hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands, móðir og laganemi við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Mótmælin á Austurvelli, undir forystu Brynjars Barkarsonar, voru ekki bara röng heldur hættuleg. Þar var íslenski fáninn dreginn að húni við hlið rasískra slagorða og Íslam sett upp sem meinvaldur heimsins. En þessi heimsmynd er bæði sögulega röng og siðferðislega varasöm. Við skulum byrja á nokkrum staðreyndum: Ísland hefur aldrei verið „hreint þjóðerni“. Landið byggðist upp af fólki frá Noregi og Bretlandseyjum, frjálsum og þrælum, kristnum og heiðnum. DNA rannsóknir sýna að um 62% kvenna á landnámsöld voru af keltneskum uppruna. Þjóðerni er menningarleg blanda, ekki bein lína. Að tala um "Ísland fyrir Íslendinga" byggir á sögulegri vanþekkingu. Múslimar eru ekki vandamálið. Kristnir eru ekki vandamálið. Kaþólikkar, gyðingar, hindúar og aðrir trúarhópar eru ekki vandamálið. Vandamálið er þegar fólk — eins og þú, kæri Brynjar — kýs að rangtúlka trúarbrögð í þágu haturs. Vissir þú að margar múslímskar konur, þar á meðal femínistar, berjast fyrir valfrelsi og túlka slæðu ekki sem tákn kúgunar heldur valds? Kóraninn segir sjálfur: „Enginn skal neyða annan til trúar“ (2:256). Því vaknar spurningin: Er það frelsi að neyða konur til að fara úr hijab? Eða er raunverulegt frelsi að leyfa þeim að velja sjálfar? Slæður og hógvær fatnaður eru ekki sérkenni íslams. Þau finnast í mörgum trúarbrögðum og menningarheimum: Kristni (kaþólska og rétttrúnaðarkirkjan) – Nunnur hylja hár sitt. Í mörgum kristnum samfélögum tíðkast slæður og hógvær klæðnaður. Gyðingdómur (ortodox) – Giftar konur klæðast slæðum eða sheitel (húfum) af trúarlegum ástæðum. Sikhismi – Turbanar eru tákn hógværðar og hollustu við trú. Amish og Mennónítar – Höfuðklæði og langar flíkur tilheyra samfélagslegum og trúarlegum hefðum. Hindúismi – Slæður eða sari eru oft notaðar sem menningarleg hefð, þó ekki trúarleg skylda. Er þetta ekki frekar líkt? Af hverju er þá aðeins íslam sett undir smásjá? Þá vel ég benda á að flestir innflytjendur á Íslandi eru ekki múslimar. Þeir koma fyrst og fremst frá löndum eins og Póllandi, Litháen, Rúmeníu, Filippseyjum og Úkraínu. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 69.691 innflytjendur á landinu árið 2024 — eða um 18,2% þjóðarinnar. Trúarbrögðin sem flest þessara einstaklinga aðhyllast eru kaþólsk trú og aðrar greinar kristni. Múslimar eru aðeins lítill minnihluti. Það er því rangt og villandi að mála þá mynd að fjölgun innflytjenda þýði aukin útbreiðsla íslamstrúar eða öfgahugmynda tengdum henni. Og talandi um trúarofbeldi: ef við ætlum að ræða skipulagt ofbeldi innan trúarhópa, þá hafa fjölmargar rannsóknir leitt í ljós kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi og yfirhylmingu innan kaþólsku kirkjunnar, þar sem þúsundir drengja hafa orðið fyrir misnotkun af hálfu presta og starfsmanna. Áþekk brot hafa verið skráð innan öfgahópa meðal mormóna, sem einnig teljast til kristinna trúarbragða. Það er ekki trúin sjálf sem veldur slíkri kúgun — heldur sú spilling, valdbeiting og þöggunarmenning sem getur sprottið upp innan hvers kyns stofnana, ef hún er ekki stöðugt gagnrýnd og dregin fram í dagsljósið. Þjóðerni okkar Íslendinga er ekki hreint né einsleitt. Forfeður okkar komu frá Noregi og Bretlandseyjum, og þjóðin hefur alltaf verið blanda úr mörgum áttum. Sjálf tók ég DNA-próf sem staðfesti að ættir mínar liggja víða – sem stoltur Íslendingur gerði það mig bara ríkari, ekki minna íslenska. Kannski ættu þeir sem ala á hreinleika- og upprunadýrkun að gera slíkt hið sama og horfast í augu við þá staðreynd. Rasísk orðræða Brynjars, þar sem múslimar eru sagðir kúga og nauðga, er ekki aðeins fordómafull heldur skaðleg. Öll trúarbrögð, þar á meðal kristni, gyðingdómur og búddismi, hafa verið misnotuð í nafni ofbeldis. En flestir fylgjendur þessara trúarbragða, líkt og íslams, hafna slíkri túlkun. Rannsóknir sýna að meirihluti múslima hafnar öllu ofbeldi gegn saklausu fólki — í Bandaríkjunum hafna múslimar slíku í hærra hlutfalli en aðrir trúarhópar. Ef við ætlum að ræða hryðjuverk og ofbeldi verðum við líka að horfast í augu við hryðjuverk og skotárásir framin af öfgahægrimönnum, eins og Anders Breivik í Noregi. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að 61% hryðjuverka þar á síðustu árum voru framin af öfgahægrimönnum, ekki múslimum. Sama gildir um kristna öfgahópa eins og Ku Klux Klan (KKK), sem réttlættu kynþáttahatur með rangtúlkunum úr Biblíunni. Margir guðfræðingar og kristnir leiðtogar hafa kallað KKK trúarlega afskræmingu og haturs söfnuð. Þeir voru ekki fulltrúar kristni, heldur öfgahópur sem notaði trú sem yfirvarp fyrir kynþáttahyggju og kúgun. Hér eru dæmi sem sýna hvernig KKK og sambærilegir hópar hafa rangtúlkað Biblíuna: 📖 „Þegar Drottinn dreifði fólki um jörðina…" (1. Mós 11:8) Túlkun KKK: Guð vildi að kynþættir væru aðskildir. Rétt túlkun: Sagan fjallar um hvernig menn reyndu að upphefja sjálfa sig yfir Guð með því að byggja turn „sem næði til himins“. Guð rýfur þessa sjálfdýrkun með því að dreifa fólki og rugla tungumál þeirra – ekki vegna kynþátta heldur sem viðbragð við ofmetnaði og valdahroka. Hún hefur ekkert með rök fyrir kynþáttaskiptingu að gera. 📖 „Bölvaður sé Kanaan… hann verði þjónn þjónanna." (1. Mós 9:25) Túlkun KKK: Svart fólk væri afkomendur Kanaan. Rétt túlkun: Kanaan var forfaðir Kanverja í Mið-Austurlöndum. Túlkunin er rasísk og röng. 📖 „Þú skalt ekki láta son þinn giftast dóttur heiðingjans…" (5. Mós 7:3–4) Túlkun KKK: Bannað að blanda kynþáttum. Rétt túlkun: Versið varðar trúarlega hollustu – það var áhyggja af því að hjónabönd við fólk af annarri trú gætu leitt til þess að snúið yrði baki við eigin trú og siðferði. Það fjallar ekki um kynþætti eða erfðir. Kristin túlkun í anda Nýja testamentisins hafnar slíkum múrum milli manna: „Enginn er Gyðingur né Grikki, þræll né frjáls, karl né kona – allir eruð þið eitt í Kristi Jesú.” (Galatabréfið 3:28) 📖 "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn…" (2. Mós 21:24) Túlkun öfgahópa: Réttlæting blóðhefndar. Kristin túlkun: Jesús hafnar þessari hugmynd í fjallræðunni og kennir að bregðast skuli við ofbeldi með æðruleysi og kærleika (Matt 5:38–39). Flestir kristnir fræðimenn, kirkjuleiðtogar og trúaðir hafna: Bókstafstrú sem réttlætir ofbeldi Rasískum túlkunum á trúartextum Hugmyndum um að einn hópur sé öðrum æðri Öfgamenn velja vers sem henta markmiðum sínum, og hunsa annað samhengi eða andlegan boðskap heildarinnar. KKK beitti Biblíunni sem vopni — ekki sem leiðarljósi. Ofbeldi er ekki bundið við trú. Nasistar, fasistar, íslamskir öfga hægri hópar, kristnir þjóðernissinnar og hryðjuverkahópar á borð við Atomwaffen Division - ofbeldisfullur nýnasistahópur sem hefur skipulagt hryðjuverk og morð í Bandaríkjunum sem líta á sig sem einhvers konar „guðlega“ herdeild. nota trú, heimsendaspár og kynþáttahyggju til að réttlæta hatur sitt, valdnýðslu og ofbeldi. Tölfræði sýnir að innflytjendur og hælisleitendur fremja ekki fleiri glæpi en aðrir. Í mörgum Evrópulöndum er glæpatíðni meðal innflytjenda sambærileg eða lægri en meðal innfæddra þegar tekið er tillit til félagslegra aðstæðna. Það sama gildir hér á Íslandi, þar sem aðeins hluti fanga eru erlendir ríkisborgarar þrátt fyrir mikla fjölgun innflytjenda. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir: „Það er ekki þannig að þau lönd í heiminum þar sem eru hlutfallslega flestir innflytjendur eða hlutfallslega flestir hælisleitendur – að þar séu flestir glæpir. Það er bara ekkert samband þarna á milli.“ Hér eru nokkrar tölur sem varpa skýru ljósi á málið: 📊 Árið 2024 voru 69.691 innflytjendur á Íslandi — um 18,2% af íbúum landsins. 👥 Af þeim voru aðeins 29 erlendir ríkisborgarar í fangelsi — 33% fanga. ➡️ Þrátt fyrir aukningu á innflytjendum hefur glæpatíðni ekki hækkað í samræmi við það. Í Evrópu má sjá svipaða mynd: Þýskaland: 39,5% fanga eru erlendir ríkisborgarar. Frakkland: 32,1% fanga eru útlendingar. Spánn: 28,9%. Bandaríkin: Aðeins 2,85% fanga eru útlendingar — þrátt fyrir and-múslimskar mýtur í umræðunni. Það sem þessar tölur sýna er einfalt: Múslimar og innflytjendur eru ekki „vandi“ samfélaga okkar. Hatursfull pólitík sem gerir þá að blórabögglum er bæði röng og skaðleg. Þegar við rýnum í trúartexta sjáum við að öll trúarbrögð hafa vers sem hægt er að misnota. En flest trúarsamfélög túlka þessi vers í anda kærleika og samkenndar: Kóraninn segir: "Enginn skal neyða annan til trúar" (2:256). Jesús sagði: "Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig." Við megum aldrei gleyma því: Hatursorðræða byrjar með alhæfingum og fordómum — en getur endað með ofbeldi, útilokun og þjóðfélagslegum hörmungum. Við höfum séð það áður í sögunni. Vandamál samtímans liggja ekki hjá hælisleitendum eða innflytjendum, heldur í vaxandi misskiptingu auðs, hnignandi velferð og stjórnmálastétt sem neitar að fjármagna innviði landsins, þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir, ódýra orku og aukinn hagnað fyrirtækja og fjármagnseigenda. 📉 Fjölmargar rannsóknir, bæði á Íslandi og erlendis, sýna að það eru fyrst og fremst félagslegir þættir – á borð við fátækt, jaðarsetningu og félagslega útilokun – sem tengjast aukinni glæpatíðni, en ekki uppruni eða trúarbrögð. Í íslenskri rannsókn á innflytjendum og brotahegðun kom fram að þegar tekið er tillit til félagslegra aðstæðna hverfur munurinn á milli innflytjenda og innfæddra í glæpatíðni nánast alveg (Jónas Orri Jónasson, 2019, MA ritgerð í afbrotafræði, Háskóli Íslands). Svipaðar niðurstöður má sjá víða erlendis – t.d. sýna rannsóknir Evrópuráðsins og OECD það að félagslegt misrétti og mismunun eru meginorsakir afbrota meðal jaðarsettra hópa, ekki menningarlegur bakgrunnur þeirra. Ef við viljum byggja öruggara og samheldnara samfélag verðum við að berjast gegn rótum glæpa og óöryggis: með því að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði, auka félagslega samstöðu og bæta kjör þeirra verst stöddu – sem eru oft innflytjendur og flóttafólk. Ef við viljum betra samfélag verðum við að hafna alhæfingum, standa gegn hatursorðræðu og byggja umræðuna á staðreyndum, samkennd og réttlæti. Ef Brynjar og aðrir sem segjast vera annt um þjóðfélagið okkar vilja raunverulega verja það sem skiptir máli, þá væri rétt að beina sjónum sínum að þeim þáttum sem í alvöru grafa undan samfélaginu. Það sem veikir samfélag okkar er ekki fjölmenning né tilkoma nýrra íbúa — heldur vaxandi stéttaskipting, fjársvelti almannaþjónustunnar og pólitískt sinnuleysi gagnvart fólki í sárri þörf. Þeir sem í alvöru vilja standa vörð um velferð landsins ættu að beina reiði sinni ekki að flóttafólki eða trúarlegum minnihlutahópum, heldur að valdastétt sem græðir á kostnað almennings og stjórnmálamönnum sem forgangsraða gróða yfir mannslíf og hagsmuni þjóðarinnar. Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands, móðir og laganemi við Háskólann á Akureyri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun