RÚV - ljósritunarstofa ríkisins? Birgir Finnsson skrifar 5. júní 2025 10:45 Það er orðið neyðarlega augljóst að þegar kemur að erlendum fréttum þá lætur fréttastofa RÚV sér yfirleitt duga að endursegja gagnrýnis- og athugasemdalaust fréttir frá öðrum fréttamiðlum. Ágætt nýlegt dæmi er t.d. frétt sem BBC birti þann 3 júní með fyrirsögninni "Gaza worse than hell on Earth". Daginn eftir hófst síðan önnur frétt í kvöldfréttatíma RÚV á orðunum "Gaza orðið verra en helvíti á jörðu" og var efni fréttarinnar nánast orðrétt endursögn á umfjöllun BBC. Er það tilviljun að tveir fréttamiðlar nota nákvæmlega sama orðalagið þótt verið sé að fjalla um sama hlutinn? Auðvitað ekki - það sjá það allir sem vilja að metnaðarleysið hjá fréttastofu RÚV er slíkt að þar á bæ eru handvaldar fréttir úr erlendum miðlum, þeim snarað yfir á Íslensku og síðan endursagðar athugasemdalaust. Þessi "copy-paste" fréttamennska er síðan fjármögnuð af skattfé almennings, eins og allir vita, líkt og ríkið sé farið að reka ljósritunarstofu. Endrum og eins gerist það þó að erlendir fréttamiðlar - sem sumir hverjir virðast enn vera vandir að virðingu sinni og vilja láta taka sig alvarlega - draga fréttir til baka eða leiðrétta þær ef fréttin reyndist röng. Dæmi um það eru t.d. fréttir sem BBC hefur verið að birta um það sem virðist vera viðurstyggileg fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza sem höfðu þyrpst að þar sem verið var að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum. Þann 1 júní birti BBC frétt um að Ísraelsher hefði skotið á fólk sem hafði safnast saman við dreifingarmiðstöð ("Israeli troops kill over 30 near US aid site near Rafah, health officials say"). Sama kvöld endursagði RÚV þessa frétt samviskusamlega ("Yfir þrjátíu drepnir við dreifingarstöð matvæla"). Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu, og grunsemdir fóru að vakna þegar í ljós kom að „heilbrigðisstarfsmennirnir“ sem voru hafðir fyrir fréttinni reyndust vera meðlimir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Fór því svo að BBC Verify var falið að kanna sannleiksgildi fréttarinnar (BBC Verify er teymi blaðamanna innan BBC sem sérhæfir sig í að staðfesta og sannprófa fréttaefni, með sérstakri áherslu á myndbönd og ljósmyndir til að tryggja nákvæmni. Teymið byggir t.d. á opnum og aðgengilegum heimildum ("open-source intelligence") til að rannsaka hugsanlegar rangfærslur). Til að gera langa sögu stutta þá komst BBC Verify að því að ekki væri fótur fyrir fréttinni. Niðurstöðurnar voru birtar á vef BBC en vissulega ekki á mjög áberandi stað, og þarf að hafa svolítið fyrir því að finna þær. Beinn hlekkur er https://www.bbc.com/news/live/ceqgvwyjjg8t en samantekt á niðurstöðunum (snarað yfir á Íslensku) hljómar svo: „Sem hluti af rannsókn okkar á meintum skotárásum sem áttu sér stað í gærmorgun nærri hjálpardreifingarstöð í Rafah, suðurhluta Gaza, höfum við skoðað myndband - sem hefur verið skoðað 134.000 sinnum á X - sem sumir halda fram að sýni atvikið. Í myndefninu, sem virðist sýna beinar afleiðingarnar árásarinnar, má sjá rykmekki og lík liggja á jörðinni - sum hreyfingarlaus og blóðug. Myndbandið var birt með texta frá blaðamanni hjá Al Jazeera þar sem stóð: "Nýtt myndefni sýnir skelfilegt fjöldamorð framið af Ísraelskum hersveitum nærri Bandarískum hjálpardreifingarstað í suðurhluta Gaza." Við höfum staðsett myndefnið (geolocated) á svæði í Khan Younis, sem er um 4,5 km frá næsta hjálpardreifingarstað. Staðsetning skugga bendir til þess að myndbandið hafi verið tekið síðdegis, ekki um morguninn, sem passar ekki við frásagnir af skotárásunum í Rafah. Við staðfestingu myndbandsins sagði blaðamaður frá Palestínu, sem tók annað myndband af sama vettvangi, okkur að atburðirnir sem sýndir eru tengdust ekki neinum hjálpardreifingarstað og hafi átt sér stað í gærkvöldi eftir kl. 19:00 að staðartíma (16:00 GMT)“ Með öðrum orðum: það reyndist enginn fótur fyrir fréttinni um fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza. Fréttin var einfaldlega uppspuni frá rótum og byggð á myndbandi sem þvert á móti virðist sýna fjöldamorð Hamas á eigin þegnum. "Fréttin" var því hluti af áróðursstríði Hamas gegn Ísrael: áróðri sem vestrænir fjölmiðlar á borð við BBC tóku sem heilögum sannleik og RÚV endursagði - að venju - orðrétt og athugasemdalaust. Í kjölfarið hafa flestir fjölmiðlar sem sögðu frá dregið fréttina til baka eða birt yfirlýsingar um að hún hafi verið röng. En ekki RÚV. Þar hefur ekki verið minnst einu orði á að búið sé að afsanna þessa falsfrétt sem var þó svo rækilega fyrirferðarmikil í fréttatíma RÚV kvöld eftir kvöld. Þetta er því miður langt í frá eina dæmið um að RÚV leiðrétti ekki "fréttir" sem búið er að afsanna og/eða leiðrétta. Þetta er einungis nýjasta dæmið. Hvað veldur því að RÚV kýs að endursegja ákveðnar fréttir úr erlendum fréttamiðlum, en lítur svo blístrandi í hina áttina og þykist ekki taka eftir neinu þegar umræddar fréttir eru leiðréttar eða dregnar til baka? Hafandi í huga að landsmenn allir er skattlagðir til að tryggja rekstur þessarar svokölluðu "fréttastofu" RÚV þá væri óneitanlega gaman að fá að heyra hvaða ritstjórnarreglur og viðmið er stuðst við þegar valið er hvaða fréttir eru endursagðar og hverjar ekki. Er það etv. háð pólitískum skoðunum þess fréttamanns sem er á vakt þann daginn? Er það stefna fréttastofu ríkisins að sleppa því að endursegja ákveðnar fréttir - og láta falsfréttir standa óleiðréttar - ef það hentar ekki lífsskoðunum fréttamanna og ritstjórnar? Höfundur er áhugamaður um vandaða fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Það er orðið neyðarlega augljóst að þegar kemur að erlendum fréttum þá lætur fréttastofa RÚV sér yfirleitt duga að endursegja gagnrýnis- og athugasemdalaust fréttir frá öðrum fréttamiðlum. Ágætt nýlegt dæmi er t.d. frétt sem BBC birti þann 3 júní með fyrirsögninni "Gaza worse than hell on Earth". Daginn eftir hófst síðan önnur frétt í kvöldfréttatíma RÚV á orðunum "Gaza orðið verra en helvíti á jörðu" og var efni fréttarinnar nánast orðrétt endursögn á umfjöllun BBC. Er það tilviljun að tveir fréttamiðlar nota nákvæmlega sama orðalagið þótt verið sé að fjalla um sama hlutinn? Auðvitað ekki - það sjá það allir sem vilja að metnaðarleysið hjá fréttastofu RÚV er slíkt að þar á bæ eru handvaldar fréttir úr erlendum miðlum, þeim snarað yfir á Íslensku og síðan endursagðar athugasemdalaust. Þessi "copy-paste" fréttamennska er síðan fjármögnuð af skattfé almennings, eins og allir vita, líkt og ríkið sé farið að reka ljósritunarstofu. Endrum og eins gerist það þó að erlendir fréttamiðlar - sem sumir hverjir virðast enn vera vandir að virðingu sinni og vilja láta taka sig alvarlega - draga fréttir til baka eða leiðrétta þær ef fréttin reyndist röng. Dæmi um það eru t.d. fréttir sem BBC hefur verið að birta um það sem virðist vera viðurstyggileg fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza sem höfðu þyrpst að þar sem verið var að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum. Þann 1 júní birti BBC frétt um að Ísraelsher hefði skotið á fólk sem hafði safnast saman við dreifingarmiðstöð ("Israeli troops kill over 30 near US aid site near Rafah, health officials say"). Sama kvöld endursagði RÚV þessa frétt samviskusamlega ("Yfir þrjátíu drepnir við dreifingarstöð matvæla"). Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu, og grunsemdir fóru að vakna þegar í ljós kom að „heilbrigðisstarfsmennirnir“ sem voru hafðir fyrir fréttinni reyndust vera meðlimir Hamas hryðjuverkasamtakanna. Fór því svo að BBC Verify var falið að kanna sannleiksgildi fréttarinnar (BBC Verify er teymi blaðamanna innan BBC sem sérhæfir sig í að staðfesta og sannprófa fréttaefni, með sérstakri áherslu á myndbönd og ljósmyndir til að tryggja nákvæmni. Teymið byggir t.d. á opnum og aðgengilegum heimildum ("open-source intelligence") til að rannsaka hugsanlegar rangfærslur). Til að gera langa sögu stutta þá komst BBC Verify að því að ekki væri fótur fyrir fréttinni. Niðurstöðurnar voru birtar á vef BBC en vissulega ekki á mjög áberandi stað, og þarf að hafa svolítið fyrir því að finna þær. Beinn hlekkur er https://www.bbc.com/news/live/ceqgvwyjjg8t en samantekt á niðurstöðunum (snarað yfir á Íslensku) hljómar svo: „Sem hluti af rannsókn okkar á meintum skotárásum sem áttu sér stað í gærmorgun nærri hjálpardreifingarstöð í Rafah, suðurhluta Gaza, höfum við skoðað myndband - sem hefur verið skoðað 134.000 sinnum á X - sem sumir halda fram að sýni atvikið. Í myndefninu, sem virðist sýna beinar afleiðingarnar árásarinnar, má sjá rykmekki og lík liggja á jörðinni - sum hreyfingarlaus og blóðug. Myndbandið var birt með texta frá blaðamanni hjá Al Jazeera þar sem stóð: "Nýtt myndefni sýnir skelfilegt fjöldamorð framið af Ísraelskum hersveitum nærri Bandarískum hjálpardreifingarstað í suðurhluta Gaza." Við höfum staðsett myndefnið (geolocated) á svæði í Khan Younis, sem er um 4,5 km frá næsta hjálpardreifingarstað. Staðsetning skugga bendir til þess að myndbandið hafi verið tekið síðdegis, ekki um morguninn, sem passar ekki við frásagnir af skotárásunum í Rafah. Við staðfestingu myndbandsins sagði blaðamaður frá Palestínu, sem tók annað myndband af sama vettvangi, okkur að atburðirnir sem sýndir eru tengdust ekki neinum hjálpardreifingarstað og hafi átt sér stað í gærkvöldi eftir kl. 19:00 að staðartíma (16:00 GMT)“ Með öðrum orðum: það reyndist enginn fótur fyrir fréttinni um fjöldamorð Ísraelshers á hungruðum íbúum Gaza. Fréttin var einfaldlega uppspuni frá rótum og byggð á myndbandi sem þvert á móti virðist sýna fjöldamorð Hamas á eigin þegnum. "Fréttin" var því hluti af áróðursstríði Hamas gegn Ísrael: áróðri sem vestrænir fjölmiðlar á borð við BBC tóku sem heilögum sannleik og RÚV endursagði - að venju - orðrétt og athugasemdalaust. Í kjölfarið hafa flestir fjölmiðlar sem sögðu frá dregið fréttina til baka eða birt yfirlýsingar um að hún hafi verið röng. En ekki RÚV. Þar hefur ekki verið minnst einu orði á að búið sé að afsanna þessa falsfrétt sem var þó svo rækilega fyrirferðarmikil í fréttatíma RÚV kvöld eftir kvöld. Þetta er því miður langt í frá eina dæmið um að RÚV leiðrétti ekki "fréttir" sem búið er að afsanna og/eða leiðrétta. Þetta er einungis nýjasta dæmið. Hvað veldur því að RÚV kýs að endursegja ákveðnar fréttir úr erlendum fréttamiðlum, en lítur svo blístrandi í hina áttina og þykist ekki taka eftir neinu þegar umræddar fréttir eru leiðréttar eða dregnar til baka? Hafandi í huga að landsmenn allir er skattlagðir til að tryggja rekstur þessarar svokölluðu "fréttastofu" RÚV þá væri óneitanlega gaman að fá að heyra hvaða ritstjórnarreglur og viðmið er stuðst við þegar valið er hvaða fréttir eru endursagðar og hverjar ekki. Er það etv. háð pólitískum skoðunum þess fréttamanns sem er á vakt þann daginn? Er það stefna fréttastofu ríkisins að sleppa því að endursegja ákveðnar fréttir - og láta falsfréttir standa óleiðréttar - ef það hentar ekki lífsskoðunum fréttamanna og ritstjórnar? Höfundur er áhugamaður um vandaða fréttamennsku.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar