World Boxing er tekið við taumunum í hnefaleikaheiminum og hefur yfirumsjón með alþjóðlegum hnefaleikakeppnum fram yfir Ólympíuleikana 2028. Í síðustu viku var tilkynnti sambandið að allir keppendur í mótum á vegum World Boxing yrðu skyldugir til að taka kynjapróf, svokallað PCR próf.
Í tilkynningunni var tekið sérstaklega fram að alsírska hnefaleikasambandinu hafi borist bréf um að Imane Khelif mætti ekki taka keppa í kvennaflokki fyrr en hún tæki kynjapróf.
Reuters greinir nú frá því að Boris van der Vorst, forseti World Boxing, hafi persónulega skrifað alsírska sambandinu bréf þar sem beðist var afsökunar á því að hafa nefnt Khelif í tilkynningunni. Friðhelgi einkalífs hennar hefði átt að virða. Alsírska sambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.

Khelif vann gullverðlaun og varð fyrir miklu aðkasti á síðasta ári á Ólympíuleikunum í París eftir að keppinautur hennar, hin ítalska Angela Carini, fór grátandi út úr hringnum og sakaði hana um að vera karlmaður.