Ertu klár? Jakob Smári Magnússon skrifar 3. júní 2025 12:01 Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun