Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Hópur meðlima No Borders skrifar 3. júní 2025 07:15 Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hver og ein manneskja á flótta er með sína sögu og ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, hvort sem að það sé vegna ofsókna, mansals, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis. Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þolendur mansals eru enn geymdir í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði eins og vara sem bíður þess að vera flutt úr landi, heimilislausu fólki á flótta vísað úr neyðarskýlum og á götuna. Börn eru vakin um miðjar nætur, rænt af sjúkrahúsum af vopnuðum lambúsettuklæddum sérsveitarmönnum, þau sótt inn á klósett í skólum af lögreglu og send úr landi án þess að gefast tækifæri til þess að kveðja ástvini sína. Það er ljóst að dómsmálaráðuneytið vill ekki breyta fjandsamlegri stefnu sinni þegar kemur að málum fólks á flótta. Í slagtogi við einvala hóp tónlistarfólks blásum við til Hátíðar gegn landamærum þann 11. júlí næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri erfiðu stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Nú eru tæp 17 ár liðin frá því að síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses árið 2008. Það var neistinn sem kom No Borders-hreyfingunni af stað hér á landi – og baráttan er langt frá því að vera búin. Við munum halda áfram að berjast þar til að landamæri verða að engu og yfirvaldið fellur um eigin græðgi. Fyrir öll þau sem berjast gegn kúgun, hér og annars staðar! Fyrir öll þau sem trúa því að engin manneskja sé ólögleg! Fyrir öll þau sem vita að barátta gegn rasisma í dag, er barátta gegn rasisma fyrri tíma og komandi tíma! Ekki fleiri brottvísanir! Ferða- og búsetufrelsi fyrir öll! Lifi barátta hinna frjálsu og villtu! Höfundar eru meðlimir No Borders Iceland. Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Lukas Lilliendahl, Lukka Sigurðardóttir, Ari Logn, Armando, Elísabet María Hákonardóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir, Oddur Björn Jónsson
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun