Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar snjóflóðavarna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. maí 2025 08:01 Hraðari uppbygging ofanflóðavarna á hættusvæðum er eitt af áherslumálum nýrrar ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að lagt sé kapp á útgjaldaaðhald og hagræðingu í fjármálaáætlun okkar, þá höfum við ákveðið að setja aukna fjármuni í ofanflóðavarnir í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum. Um leið aukum við fjárframlög til Veðurstofunnar og eflum getu hennar til þess að greina og leggja mat á áhættu, vera einu skrefi á undan náttúruöflunum. Framkvæmdir víða um land Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Á Bíldudal buðum við nýlega út lokaáfangann í uppbyggingu varna fyrir byggðina og á Patreksfirði er nú unnið að endanlegum frágangi bráðavarna í Stekkagili og varnargarða ofan hafnar. Unnið er að endurbótum á varnarmannvirkjum á Flateyri. Stefnt er að því að vinna lagfæringar á krapaflóðafarvegi í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Á Seyðisfirði er framkvæmdir undir Bjólfi á lokastigi og við gerum ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar á næsta ári. Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Allt eru þetta mikilvægar framkvæmdir. Snjóflóðavarnargarðar hafa ítrekað sannað gildi sitt og þess vegna leggur ný ríkisstjórn áherslu á að hraða brýnustu verkefnunum. Næsta haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum. Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast. Fjárfesting í öryggi Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum ollu straumhvörfum í viðhorfum Íslendinga til snjóflóðahættu. Í dag eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir langt komnar. Lokið hefur verið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víðs vegar um landið. 58 snjóflóð hafa fallið á snjóflóðavarnargarðana frá því að þeir voru reistir og mörg þeirra hefðu, ef ekki væri fyrir varnirnar, náð niður að byggð og valdið skaða. Við byggjum á góðum grunni en uppbygging varna gegn ofanflóðum er sífelluverkefni. Það kallar á stöðugt viðhald og endurbætur og að skapað sé rými, bæði fjárhagslega og skipulagslega, fyrir endurskoðun og uppfærslu varna með nýrri þekkingi, þróaðri reiknilíkönum og aukinni gagnasöfnun. Fjárfesting í öryggi skilar sér margfalt til baka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hraðari uppbygging ofanflóðavarna á hættusvæðum er eitt af áherslumálum nýrrar ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að lagt sé kapp á útgjaldaaðhald og hagræðingu í fjármálaáætlun okkar, þá höfum við ákveðið að setja aukna fjármuni í ofanflóðavarnir í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum. Um leið aukum við fjárframlög til Veðurstofunnar og eflum getu hennar til þess að greina og leggja mat á áhættu, vera einu skrefi á undan náttúruöflunum. Framkvæmdir víða um land Sumarið verður nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Á Bíldudal buðum við nýlega út lokaáfangann í uppbyggingu varna fyrir byggðina og á Patreksfirði er nú unnið að endanlegum frágangi bráðavarna í Stekkagili og varnargarða ofan hafnar. Unnið er að endurbótum á varnarmannvirkjum á Flateyri. Stefnt er að því að vinna lagfæringar á krapaflóðafarvegi í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Á Seyðisfirði er framkvæmdir undir Bjólfi á lokastigi og við gerum ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar á næsta ári. Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Allt eru þetta mikilvægar framkvæmdir. Snjóflóðavarnargarðar hafa ítrekað sannað gildi sitt og þess vegna leggur ný ríkisstjórn áherslu á að hraða brýnustu verkefnunum. Næsta haust mun ég svo mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum. Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast. Fjárfesting í öryggi Snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum ollu straumhvörfum í viðhorfum Íslendinga til snjóflóðahættu. Í dag eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir langt komnar. Lokið hefur verið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víðs vegar um landið. 58 snjóflóð hafa fallið á snjóflóðavarnargarðana frá því að þeir voru reistir og mörg þeirra hefðu, ef ekki væri fyrir varnirnar, náð niður að byggð og valdið skaða. Við byggjum á góðum grunni en uppbygging varna gegn ofanflóðum er sífelluverkefni. Það kallar á stöðugt viðhald og endurbætur og að skapað sé rými, bæði fjárhagslega og skipulagslega, fyrir endurskoðun og uppfærslu varna með nýrri þekkingi, þróaðri reiknilíkönum og aukinni gagnasöfnun. Fjárfesting í öryggi skilar sér margfalt til baka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun