ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 10:13 Shein er orðinn stærsti smásali fatnaðar á netinu í heiminum og verðmætara en H&M og Zara samanlagt. Getty Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Stofnunin beinir því til Shein að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu, þar sem segir að neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, rannsaki enn netverslunina. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar. Netverslunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfissinnum en föt hennar hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra boðaði aðherðir gegn bæði Shein og Temu fyrr í mánuðinum. Rannsókn CPC nær til margvíslegra viðskiptahátta sem neytendur standa frammi fyrir þegar þeir versla á Shein. Þar má meðal annars nefna falska afslætti, þrýsting við sölu, rangar og villandi upplýsingar um lagalegan rétt og villandi sjálfbærnifullyrðingar. Í samantekt Neytendastofu kemur eftirfarandi fram. • Falskir afslættir: Að þykjast bjóða betri tilboð með því að sýna verðlækkanir sem eru ekki byggðar á raunverulegu fyrri verði.• Þrýstingur við sölu: Að setja þrýsting á neytendur og kynna falska afslætti sem leiðir til þess að þeir taka skyndiákvörðun um kaup.• Ófullnægjandi, rangar og villandi upplýsingar: Að birta ófullnægjandi og rangar upplýsingar um lagalegan rétt neytenda til að skila vöru og fá endurgreiðslur auk þess sem ekki er unnið úr skilum og endurgreiðslum í samræmi við réttindi neytenda.• Villandi vörumerkingar: Að nota merkingar á vörur sem gefa til kynna að varan hafi sérstaka eiginleika þegar í raun er krafist viðkomandi eiginleika samkvæmt lögum.• Villandi sjálfbærnifullyrðingar: Að veita rangar eða villandi upplýsingar um sjálfbærniávinning af vörum sínum.• Faldar tengiliðaupplýsingar: Neytendur geta ekki auðveldlega haft samband við SHEIN vegna spurninga eða kvartana. Hóta sektum ef Shein bætir ekki ráð sitt Í frétt Neytendastofu kemur fram að CPC hafi að auki óskað eftir upplýsingum frá Shein til að meta samræmi þess við aðrar skyldur samkvæmt neytendaverndarlögum ESB, svo sem skyldu seljanda til að tryggja að vöruröðun, umsagnir og einkunnir séu ekki kynntar neytendum á villandi hátt. Þá rannsaki CPC hvort Shein upplýsi neytendur um samningsaðila, sérstaklega ef vara er seld af öðrum seljanda í gegnum vefsvæði Shein. „Þessar aðgerðir eru viðbót við áframhaldandi aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar á grundvelli laga um stafræna þjónustu (DSA). Báðar aðgerðir miða að því að tryggja öruggt og áreiðanlegt netumhverfi þar sem réttindi neytenda í Evrópu eru vernduð að fullu,“ segir í fréttinni. Loks kemur fram að Shein hafi nú einn mánuð til að svara athugasemdunum CPC og ESB og leggja til skuldbindingar um hvernig brugðist verði við. „Ef Shein bregst ekki við með viðeigandi hætti gæti komið til þess að gripið verði til framfylgdarráðstafana til að tryggja að farið sé að þeim. Þetta getur falið í sér að lagðar verði sektir á Shein á grundvelli árlegrar veltu félagsins í einstaka ríkjum innan Evrópu.“ Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu, þar sem segir að neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, rannsaki enn netverslunina. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar. Netverslunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfissinnum en föt hennar hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra boðaði aðherðir gegn bæði Shein og Temu fyrr í mánuðinum. Rannsókn CPC nær til margvíslegra viðskiptahátta sem neytendur standa frammi fyrir þegar þeir versla á Shein. Þar má meðal annars nefna falska afslætti, þrýsting við sölu, rangar og villandi upplýsingar um lagalegan rétt og villandi sjálfbærnifullyrðingar. Í samantekt Neytendastofu kemur eftirfarandi fram. • Falskir afslættir: Að þykjast bjóða betri tilboð með því að sýna verðlækkanir sem eru ekki byggðar á raunverulegu fyrri verði.• Þrýstingur við sölu: Að setja þrýsting á neytendur og kynna falska afslætti sem leiðir til þess að þeir taka skyndiákvörðun um kaup.• Ófullnægjandi, rangar og villandi upplýsingar: Að birta ófullnægjandi og rangar upplýsingar um lagalegan rétt neytenda til að skila vöru og fá endurgreiðslur auk þess sem ekki er unnið úr skilum og endurgreiðslum í samræmi við réttindi neytenda.• Villandi vörumerkingar: Að nota merkingar á vörur sem gefa til kynna að varan hafi sérstaka eiginleika þegar í raun er krafist viðkomandi eiginleika samkvæmt lögum.• Villandi sjálfbærnifullyrðingar: Að veita rangar eða villandi upplýsingar um sjálfbærniávinning af vörum sínum.• Faldar tengiliðaupplýsingar: Neytendur geta ekki auðveldlega haft samband við SHEIN vegna spurninga eða kvartana. Hóta sektum ef Shein bætir ekki ráð sitt Í frétt Neytendastofu kemur fram að CPC hafi að auki óskað eftir upplýsingum frá Shein til að meta samræmi þess við aðrar skyldur samkvæmt neytendaverndarlögum ESB, svo sem skyldu seljanda til að tryggja að vöruröðun, umsagnir og einkunnir séu ekki kynntar neytendum á villandi hátt. Þá rannsaki CPC hvort Shein upplýsi neytendur um samningsaðila, sérstaklega ef vara er seld af öðrum seljanda í gegnum vefsvæði Shein. „Þessar aðgerðir eru viðbót við áframhaldandi aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar á grundvelli laga um stafræna þjónustu (DSA). Báðar aðgerðir miða að því að tryggja öruggt og áreiðanlegt netumhverfi þar sem réttindi neytenda í Evrópu eru vernduð að fullu,“ segir í fréttinni. Loks kemur fram að Shein hafi nú einn mánuð til að svara athugasemdunum CPC og ESB og leggja til skuldbindingar um hvernig brugðist verði við. „Ef Shein bregst ekki við með viðeigandi hætti gæti komið til þess að gripið verði til framfylgdarráðstafana til að tryggja að farið sé að þeim. Þetta getur falið í sér að lagðar verði sektir á Shein á grundvelli árlegrar veltu félagsins í einstaka ríkjum innan Evrópu.“
Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10
Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18
Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent