ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 10:13 Shein er orðinn stærsti smásali fatnaðar á netinu í heiminum og verðmætara en H&M og Zara samanlagt. Getty Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Stofnunin beinir því til Shein að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu, þar sem segir að neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, rannsaki enn netverslunina. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar. Netverslunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfissinnum en föt hennar hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra boðaði aðherðir gegn bæði Shein og Temu fyrr í mánuðinum. Rannsókn CPC nær til margvíslegra viðskiptahátta sem neytendur standa frammi fyrir þegar þeir versla á Shein. Þar má meðal annars nefna falska afslætti, þrýsting við sölu, rangar og villandi upplýsingar um lagalegan rétt og villandi sjálfbærnifullyrðingar. Í samantekt Neytendastofu kemur eftirfarandi fram. • Falskir afslættir: Að þykjast bjóða betri tilboð með því að sýna verðlækkanir sem eru ekki byggðar á raunverulegu fyrri verði.• Þrýstingur við sölu: Að setja þrýsting á neytendur og kynna falska afslætti sem leiðir til þess að þeir taka skyndiákvörðun um kaup.• Ófullnægjandi, rangar og villandi upplýsingar: Að birta ófullnægjandi og rangar upplýsingar um lagalegan rétt neytenda til að skila vöru og fá endurgreiðslur auk þess sem ekki er unnið úr skilum og endurgreiðslum í samræmi við réttindi neytenda.• Villandi vörumerkingar: Að nota merkingar á vörur sem gefa til kynna að varan hafi sérstaka eiginleika þegar í raun er krafist viðkomandi eiginleika samkvæmt lögum.• Villandi sjálfbærnifullyrðingar: Að veita rangar eða villandi upplýsingar um sjálfbærniávinning af vörum sínum.• Faldar tengiliðaupplýsingar: Neytendur geta ekki auðveldlega haft samband við SHEIN vegna spurninga eða kvartana. Hóta sektum ef Shein bætir ekki ráð sitt Í frétt Neytendastofu kemur fram að CPC hafi að auki óskað eftir upplýsingum frá Shein til að meta samræmi þess við aðrar skyldur samkvæmt neytendaverndarlögum ESB, svo sem skyldu seljanda til að tryggja að vöruröðun, umsagnir og einkunnir séu ekki kynntar neytendum á villandi hátt. Þá rannsaki CPC hvort Shein upplýsi neytendur um samningsaðila, sérstaklega ef vara er seld af öðrum seljanda í gegnum vefsvæði Shein. „Þessar aðgerðir eru viðbót við áframhaldandi aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar á grundvelli laga um stafræna þjónustu (DSA). Báðar aðgerðir miða að því að tryggja öruggt og áreiðanlegt netumhverfi þar sem réttindi neytenda í Evrópu eru vernduð að fullu,“ segir í fréttinni. Loks kemur fram að Shein hafi nú einn mánuð til að svara athugasemdunum CPC og ESB og leggja til skuldbindingar um hvernig brugðist verði við. „Ef Shein bregst ekki við með viðeigandi hætti gæti komið til þess að gripið verði til framfylgdarráðstafana til að tryggja að farið sé að þeim. Þetta getur falið í sér að lagðar verði sektir á Shein á grundvelli árlegrar veltu félagsins í einstaka ríkjum innan Evrópu.“ Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendastofu, þar sem segir að neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, rannsaki enn netverslunina. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar. Netverslunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfissinnum en föt hennar hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra boðaði aðherðir gegn bæði Shein og Temu fyrr í mánuðinum. Rannsókn CPC nær til margvíslegra viðskiptahátta sem neytendur standa frammi fyrir þegar þeir versla á Shein. Þar má meðal annars nefna falska afslætti, þrýsting við sölu, rangar og villandi upplýsingar um lagalegan rétt og villandi sjálfbærnifullyrðingar. Í samantekt Neytendastofu kemur eftirfarandi fram. • Falskir afslættir: Að þykjast bjóða betri tilboð með því að sýna verðlækkanir sem eru ekki byggðar á raunverulegu fyrri verði.• Þrýstingur við sölu: Að setja þrýsting á neytendur og kynna falska afslætti sem leiðir til þess að þeir taka skyndiákvörðun um kaup.• Ófullnægjandi, rangar og villandi upplýsingar: Að birta ófullnægjandi og rangar upplýsingar um lagalegan rétt neytenda til að skila vöru og fá endurgreiðslur auk þess sem ekki er unnið úr skilum og endurgreiðslum í samræmi við réttindi neytenda.• Villandi vörumerkingar: Að nota merkingar á vörur sem gefa til kynna að varan hafi sérstaka eiginleika þegar í raun er krafist viðkomandi eiginleika samkvæmt lögum.• Villandi sjálfbærnifullyrðingar: Að veita rangar eða villandi upplýsingar um sjálfbærniávinning af vörum sínum.• Faldar tengiliðaupplýsingar: Neytendur geta ekki auðveldlega haft samband við SHEIN vegna spurninga eða kvartana. Hóta sektum ef Shein bætir ekki ráð sitt Í frétt Neytendastofu kemur fram að CPC hafi að auki óskað eftir upplýsingum frá Shein til að meta samræmi þess við aðrar skyldur samkvæmt neytendaverndarlögum ESB, svo sem skyldu seljanda til að tryggja að vöruröðun, umsagnir og einkunnir séu ekki kynntar neytendum á villandi hátt. Þá rannsaki CPC hvort Shein upplýsi neytendur um samningsaðila, sérstaklega ef vara er seld af öðrum seljanda í gegnum vefsvæði Shein. „Þessar aðgerðir eru viðbót við áframhaldandi aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar á grundvelli laga um stafræna þjónustu (DSA). Báðar aðgerðir miða að því að tryggja öruggt og áreiðanlegt netumhverfi þar sem réttindi neytenda í Evrópu eru vernduð að fullu,“ segir í fréttinni. Loks kemur fram að Shein hafi nú einn mánuð til að svara athugasemdunum CPC og ESB og leggja til skuldbindingar um hvernig brugðist verði við. „Ef Shein bregst ekki við með viðeigandi hætti gæti komið til þess að gripið verði til framfylgdarráðstafana til að tryggja að farið sé að þeim. Þetta getur falið í sér að lagðar verði sektir á Shein á grundvelli árlegrar veltu félagsins í einstaka ríkjum innan Evrópu.“
Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18. ágúst 2024 19:10
Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18
Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23