Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar 28. maí 2025 15:32 Með vaxandi áhyggjum fylgist ég með stöðu túlkaþjónustu á Íslandi – sérstaklega í opinbera geiranum. Nýlega birtist grein eftir Birtu Ragnheiðardóttur Imsland, sérfræðing á þessu sviði, sem sýnir skýrt að þrátt fyrir mikilvægi samfélagstúlka hefur enn ekki verið komið á neinum lagaramma né gæðaviðmiðum fyrir þetta starf. Í dag búa þúsundir innflytjenda á Íslandi og þeim fjölgar stöðugt. Það er eðlilegt að eftirspurn eftir faglegri túlkun aukist samhliða, sérstaklega á sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun, félagsþjónustu og réttarkerfinu. Samt starfa túlkar innan algjörs lagalegs tómarúms. Þeir hafa engin stéttarfélög sem gæta hagsmuna þeirra. Það eru engin skilgreind launaviðmið eða vernduð réttindi. Meira að segja fólk sem hefur lokið háskólanámi í túlkun nýtur engra verndarlaga, og menntunin skilar sér ekki í betri starfsskilyrðum eða hærri launum. Því kemur ekki á óvart að fáir kjósa að fjárfesta í dýru námi á þessu sviði þar sem það veitir engan raunverulegan ávinning. Afleiðingin er sú að yfir markaðinn flæðir fólk sem kann tvo tungumálaog býður fram túlkaþjónustu án viðeigandi hæfni. Þetta ógnar gæðum opinberrar þjónustu og – það sem verra er – öryggi þeirra sem reiða sig á skýr og nákvæm samskipti: sjúklingar, foreldrar, börn í skólum og einstaklingar í viðkvæmri stöðu. Af hverju er engin eftirlit með þessu? Af hverju leyfum við að túlkaþjónusta – sem er lykilþáttur í fjöltyngdu samfélagi – sé rekin án neinna gæðaviðmiða? Af hverju ber engin ríkisstofnun ábyrgð á þessu vaxandi vandamáli? Í greininni sem vitnað er til kemur skýrt fram að túlkar eru ekki gangandi orðabækur – þeir eru fagmenn sem þurfa mikla hæfni og sérþekkingu. Ég beini nú ákalli til stjórnvalda: Tími er kominn til að taka á þessu – af alvöru. Við þurfum: skýrar hæfniskröfur fyrir samfélagstúlka, opinbert skráningarkerfi fyrir túlka sem uppfylla viðmið, sanngjörn og verðug laun fyrir faglega túlka, lagaramma og stofnanir sem hafa eftirlit með gæðum túlkaþjónustu, pólitíska viðurkenningu á túlkun sem nauðsynlegum þætti í nútíma, fjölmenningarlegu samfélagi, skýra opinbera stefnu varðandi menntamál túlka Ef íslenska ríkið vill vera opið, nútímalegt og réttlátt samfélag – þá verður það að tryggja gæði samskipta við alla íbúa. Og það er ómögulegt án faglegra túlka. En þetta snýst ekki eingöngu um gæði – heldur einnig fjármál. Eins og höfundur greinarinnar bendir réttilega á, myndi lagasetning og skýr stefna um samfélagstúlkun stuðla að auknu fjármálalegu gagnsæi. Ef fagið væri fellt undir formlegt eftirlitskerfi, væri hver króna sem veitt er til þessarar þjónustu skráð og hægt að rekja. Opinberar stofnanir vissu nákvæmlega hvert fjármagnið færi – þær gætu ráðstafað fjármunum betur, skipulagt fjárhagsáætlanir, forðast sóun og tryggt jafnan aðgang að faglegri þjónustu. Í dag neyðast margar stofnanir til að færa fjármagn frá öðrum nauðsynlegum verkefnum yfir í brýna túlkaþjónustu. Þetta truflar grunnstarfsemi þeirra – og samt er túlkunin oft ábótavant. Skortur á kerfi leiðir til meiri óreiðu og hærri kostnaðar til lengri tíma litið. Því beini ég ákalli til stjórnvalda og allra sem taka ákvarðanir: Það er kominn tími til að taka samfélagstúlkun föstum tökum – með kerfisbundnum og varanlegum lausnum. Við þurfum stofnun sem ber ábyrgð á þessu sviði – sem mótar heildarstefnu, úthlutar fjármagni og hefur virkt eftirlit. Aðeins þannig getur Ísland talist nútímalegt, réttlátt og samþætt samfélag. Tími er kominn til að hætta viðbúningslausum aðgerðum og ábyrgðarleysi. Tími er kominn til að stofna opinbert apparat sem tekur samfélagstúlkun alvarlega. Þetta snýst ekki um skammtímaverkefni, heldur varanlega kerfisbreytingu. Því túlkar eru þegar hér – þeir vinna á hverjum degi, á sjúkrahúsum, í skólum, í opinberum stofnunum. Við getum ekki lengur látið eins og starf þeirra skipti ekki máli. Höfundur er formaður Félags túlka á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Með vaxandi áhyggjum fylgist ég með stöðu túlkaþjónustu á Íslandi – sérstaklega í opinbera geiranum. Nýlega birtist grein eftir Birtu Ragnheiðardóttur Imsland, sérfræðing á þessu sviði, sem sýnir skýrt að þrátt fyrir mikilvægi samfélagstúlka hefur enn ekki verið komið á neinum lagaramma né gæðaviðmiðum fyrir þetta starf. Í dag búa þúsundir innflytjenda á Íslandi og þeim fjölgar stöðugt. Það er eðlilegt að eftirspurn eftir faglegri túlkun aukist samhliða, sérstaklega á sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, menntun, félagsþjónustu og réttarkerfinu. Samt starfa túlkar innan algjörs lagalegs tómarúms. Þeir hafa engin stéttarfélög sem gæta hagsmuna þeirra. Það eru engin skilgreind launaviðmið eða vernduð réttindi. Meira að segja fólk sem hefur lokið háskólanámi í túlkun nýtur engra verndarlaga, og menntunin skilar sér ekki í betri starfsskilyrðum eða hærri launum. Því kemur ekki á óvart að fáir kjósa að fjárfesta í dýru námi á þessu sviði þar sem það veitir engan raunverulegan ávinning. Afleiðingin er sú að yfir markaðinn flæðir fólk sem kann tvo tungumálaog býður fram túlkaþjónustu án viðeigandi hæfni. Þetta ógnar gæðum opinberrar þjónustu og – það sem verra er – öryggi þeirra sem reiða sig á skýr og nákvæm samskipti: sjúklingar, foreldrar, börn í skólum og einstaklingar í viðkvæmri stöðu. Af hverju er engin eftirlit með þessu? Af hverju leyfum við að túlkaþjónusta – sem er lykilþáttur í fjöltyngdu samfélagi – sé rekin án neinna gæðaviðmiða? Af hverju ber engin ríkisstofnun ábyrgð á þessu vaxandi vandamáli? Í greininni sem vitnað er til kemur skýrt fram að túlkar eru ekki gangandi orðabækur – þeir eru fagmenn sem þurfa mikla hæfni og sérþekkingu. Ég beini nú ákalli til stjórnvalda: Tími er kominn til að taka á þessu – af alvöru. Við þurfum: skýrar hæfniskröfur fyrir samfélagstúlka, opinbert skráningarkerfi fyrir túlka sem uppfylla viðmið, sanngjörn og verðug laun fyrir faglega túlka, lagaramma og stofnanir sem hafa eftirlit með gæðum túlkaþjónustu, pólitíska viðurkenningu á túlkun sem nauðsynlegum þætti í nútíma, fjölmenningarlegu samfélagi, skýra opinbera stefnu varðandi menntamál túlka Ef íslenska ríkið vill vera opið, nútímalegt og réttlátt samfélag – þá verður það að tryggja gæði samskipta við alla íbúa. Og það er ómögulegt án faglegra túlka. En þetta snýst ekki eingöngu um gæði – heldur einnig fjármál. Eins og höfundur greinarinnar bendir réttilega á, myndi lagasetning og skýr stefna um samfélagstúlkun stuðla að auknu fjármálalegu gagnsæi. Ef fagið væri fellt undir formlegt eftirlitskerfi, væri hver króna sem veitt er til þessarar þjónustu skráð og hægt að rekja. Opinberar stofnanir vissu nákvæmlega hvert fjármagnið færi – þær gætu ráðstafað fjármunum betur, skipulagt fjárhagsáætlanir, forðast sóun og tryggt jafnan aðgang að faglegri þjónustu. Í dag neyðast margar stofnanir til að færa fjármagn frá öðrum nauðsynlegum verkefnum yfir í brýna túlkaþjónustu. Þetta truflar grunnstarfsemi þeirra – og samt er túlkunin oft ábótavant. Skortur á kerfi leiðir til meiri óreiðu og hærri kostnaðar til lengri tíma litið. Því beini ég ákalli til stjórnvalda og allra sem taka ákvarðanir: Það er kominn tími til að taka samfélagstúlkun föstum tökum – með kerfisbundnum og varanlegum lausnum. Við þurfum stofnun sem ber ábyrgð á þessu sviði – sem mótar heildarstefnu, úthlutar fjármagni og hefur virkt eftirlit. Aðeins þannig getur Ísland talist nútímalegt, réttlátt og samþætt samfélag. Tími er kominn til að hætta viðbúningslausum aðgerðum og ábyrgðarleysi. Tími er kominn til að stofna opinbert apparat sem tekur samfélagstúlkun alvarlega. Þetta snýst ekki um skammtímaverkefni, heldur varanlega kerfisbreytingu. Því túlkar eru þegar hér – þeir vinna á hverjum degi, á sjúkrahúsum, í skólum, í opinberum stofnunum. Við getum ekki lengur látið eins og starf þeirra skipti ekki máli. Höfundur er formaður Félags túlka á Íslandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun