Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar 27. maí 2025 08:00 Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun