Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar 27. maí 2025 08:00 Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar