Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2025 07:02 Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun