Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2025 14:47 Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Eik fasteignafélag undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. Fasteignir Festingar hér á landi eru tólf talsins, um 43 þúsund fermetrar að stærð, og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar, en Eik tilkynnti í nóvember síðastliðinn um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fram kemur að fasteignir Festingar á Íslandi séu um 43 þúsund fermetrar að stærð í fólf fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. „Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Stærsta eignin er um 28.500 fermetra vöruhús Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Undanskilið í kaupunum eru dótturfélög Festingar í Noregi og Færeyjum sem eiga einnig fasteignir sem nýttar eru í starfsemi Samskipa. Leigusamningar um eignirnar verða til 20 ára frá og með afhendingu á hlutafé Festingar. Heildarvirði Festingar í kaupunum (e. Enterprise Value) er 15.070 m.kr. sem er 230 m.kr. lækkun frá fyrri tilkynningu sem skýrist af breyttu formi leigusamninga fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugaðri fjárfestingu í fasteignum Festingar. Ráðgert er að kaupin verði fjármögnuð að stórum hluta með lánsfé. Eik áætlar að áhrif á EBITDA félagsins verði á bilinu 1.130 – 1.140 m.kr. á ársgrundvelli m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í júní 2025,“ segir í tilkynningunni. Hlakka til samstarfsins Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, segir að fasteignir Festingar tilheyri mikilvægum innviðum í samfélaginu og því sé ánægjulegt að Eik og seljendur hafi náð saman með undirritun kaupsamnings. „Samskip er og verður nauðsynlegur hluti af íslensku samfélagi og hlökkum við til samstarfsins um ókomna framtíð. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og við komumst varla nær kjarna þess en með þessum viðskiptum,“ segir Hreiðar Már. Ný hafnaraðstaða í Rotterdam Þá er haft eftir Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni og aðaleiganda Festingar að félagið sé stolt af því að hafa gengið frá samningi um sölu á Festingu hf. og þeim fasteignum sem félagið hafi byggt upp á síðustu tuttugu árum. „Eignirnar, sem að stærstum hluta styðja við starfsemi Samskipa, eru bæði vandaðar og vel staðsettar, og teljast til fremstu innviða fyrir sjó- og landflutninga á Íslandi. Að lokinni sölu munu hluthafar Festingar beina kröftum sínum að þróun nýrrar hafnaraðstöðu í Rotterdam ásamt því að styðja við áframhaldandi uppbyggingu leiðakerfis Samskipa í Evrópu. Það gleður okkur að Eik – öflugt, framsækið og faglegt fasteignafélag – muni taka við Festingu. Við væntum góðs samstarfs við Eik til framtíðar,“ segir Ólafur. Kaupin eru gerð með skilyrðum, þ.m.t. samþykki Samkeppniseftirlitsins og annarra hagaðila. Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Skipaflutningar Reykjavík Múlaþing Akureyri Dalvíkurbyggð Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar, en Eik tilkynnti í nóvember síðastliðinn um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fram kemur að fasteignir Festingar á Íslandi séu um 43 þúsund fermetrar að stærð í fólf fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. „Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Stærsta eignin er um 28.500 fermetra vöruhús Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Undanskilið í kaupunum eru dótturfélög Festingar í Noregi og Færeyjum sem eiga einnig fasteignir sem nýttar eru í starfsemi Samskipa. Leigusamningar um eignirnar verða til 20 ára frá og með afhendingu á hlutafé Festingar. Heildarvirði Festingar í kaupunum (e. Enterprise Value) er 15.070 m.kr. sem er 230 m.kr. lækkun frá fyrri tilkynningu sem skýrist af breyttu formi leigusamninga fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugaðri fjárfestingu í fasteignum Festingar. Ráðgert er að kaupin verði fjármögnuð að stórum hluta með lánsfé. Eik áætlar að áhrif á EBITDA félagsins verði á bilinu 1.130 – 1.140 m.kr. á ársgrundvelli m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í júní 2025,“ segir í tilkynningunni. Hlakka til samstarfsins Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, segir að fasteignir Festingar tilheyri mikilvægum innviðum í samfélaginu og því sé ánægjulegt að Eik og seljendur hafi náð saman með undirritun kaupsamnings. „Samskip er og verður nauðsynlegur hluti af íslensku samfélagi og hlökkum við til samstarfsins um ókomna framtíð. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og við komumst varla nær kjarna þess en með þessum viðskiptum,“ segir Hreiðar Már. Ný hafnaraðstaða í Rotterdam Þá er haft eftir Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni og aðaleiganda Festingar að félagið sé stolt af því að hafa gengið frá samningi um sölu á Festingu hf. og þeim fasteignum sem félagið hafi byggt upp á síðustu tuttugu árum. „Eignirnar, sem að stærstum hluta styðja við starfsemi Samskipa, eru bæði vandaðar og vel staðsettar, og teljast til fremstu innviða fyrir sjó- og landflutninga á Íslandi. Að lokinni sölu munu hluthafar Festingar beina kröftum sínum að þróun nýrrar hafnaraðstöðu í Rotterdam ásamt því að styðja við áframhaldandi uppbyggingu leiðakerfis Samskipa í Evrópu. Það gleður okkur að Eik – öflugt, framsækið og faglegt fasteignafélag – muni taka við Festingu. Við væntum góðs samstarfs við Eik til framtíðar,“ segir Ólafur. Kaupin eru gerð með skilyrðum, þ.m.t. samþykki Samkeppniseftirlitsins og annarra hagaðila.
Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Skipaflutningar Reykjavík Múlaþing Akureyri Dalvíkurbyggð Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira