Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar 23. maí 2025 14:03 Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar