Viðskipti innlent

Stefán endur­kjörinn for­maður

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Andrew Svensson er lögmaður á Juris.
Stefán Andrew Svensson er lögmaður á Juris.

Stefán A. Svensson, lögmaður á Juris, var endurkjörinn formaður Lögmannafélagsins á aðalfundi félagsins sem fram fór á Hilton Nordica í gær. 

Í tilkynningu frá félaginu segir að sjálfkjörið hafi verið í tvö laus sæti í stjórn félagsins til tveggja ára, og hafi lögmennirnir Auður Björg Jónsdóttir og Arnar Vilhjálmur Arnarsson tekið sæti í nýrri stjórn. Áfram sitja svo lögmennirnir Hildur Ýr Viðarsdóttir og Sigrún Helga Jóhannsdóttir í stjórn.

Stefán Andrew Svensson tók við formennsku í félaginu af Sigurði Erni Hilmarssyni síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×