Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2025 21:45 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka. Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Með lagabreytingunni voru kjötafurðastöðvar meðal annars gerðar undanskildar samkeppnislögum. Upphaflegt frumvarp fór í gegnum fyrstu umræðu á þinginu og þótti það þegar afar umdeilt. Atvinnuveganefnd tók svo við því og breytti því verulega, til hins verra að mati Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna og annarra. Svo fór að heildsalan og kjötinnflytjandinn Innnes lét reyna á lögin fyrir héraðsdómi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að lögin stríddu gegn stjórnarskrá. Málinu var svo áfrýjað beint til Hæstaréttar. Deilt var um hversu miklum breytingum frumvarp má taka í gegnum þær þrjár umræður sem það fer í gegnum á Alþingi. Að mati Hæstaréttar, má það taka talsverðum breytingum miðað við núverandi lög. „Dómurinn er auðvitað vonbrigði að því leytinu til að svigrúm til breytinga á lagafrumvörpum er þá meira en við töldum vera. Það sem kannski skiptir höfuðmáli er að þetta eru slæm lög, og boltinn er núna hjá Alþingi að klára það frumvarp sem liggur fyrir og afnema þessi lög og þar með koma í veg fyrir þær skaðlegu afleiðingar sem myndi af þeim hljótast,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson, lögmaður Innness. Páll Rúnar Kristjánsson flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd Innness.Vísir/Sigurjón Atvinnuvegaráðherra hefur einmitt lagt fram frumvarp um að afturkalla breytingarnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að stjórnarandstaðan muni reyna að drepa frumvarpið. „Alþingi afgreiðir málið vonandi sem fyrst. Mér sýnist reyndar að stjórnarandstaðan standi rétt upp úr vösunum á hagsmunaaðilum á kjötmarkaði og ætli að þvælast fyrir málunum. Það er bara rétt að segja það eins og er, það fólk er að ganga erinda sérhagsmuna en ekki almennings,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Dómsmál Landbúnaður Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira