Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. maí 2025 11:32 Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Vinnumarkaður Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Í heldur furðulegu viðtali í útvarpsþættinum Bítinu miðvikudaginn 14. þessa mánaðar gagnrýndi Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ávarp mitt í tilefni 1. maí þar sem ég gerði „gigg-hagkerfið“ svonefnda að umtalsefni. Harpa kaus að túlka orð mín svo að þau ættu við sjálfstætt starfandi fólk, almennt og yfirleitt. Nefndi hún til sögu lögfræðinga, ráðgjafa og aðra sjálfstætt starfandi sérfræðinga og lýsti því yfir að gagnrýni mín væri svo „gamaldags“ að líkja mætti henni við að vera andvígur nýtingu gervigreindar! Mér kemur verulega á óvart að forstjóri fyrirtækis sem lýsir sér sem „markaðstorgi þekkingar“ skuli beita svo ómerkilegum útúrsnúningi. Réttleysi og þrælavinna Augljóst má vera hverjum þeim sem les ávarp mitt, sem birtist í Vinnunni, tímariti Alþýðusambandsins, að því fer víðs fjarri að orðum mínum sé beint gegn sjálfstætt starfandi fólki í landinu! Í ávarpinu fjalla ég um réttleysi fólks sem neyðist til „að stunda þrælavinnu fyrir lúsarlaun“. Vera kann að Harpa Magnúsdóttir þekki til sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem þannig er komið fyrir en ég leyfi mér að efast um að það sé algengt hlutskipti. Á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), og í flestum ríkjum Vesturlanda hefur hin seinni ár farið fram umræða um hörmuleg kjör og réttleysi fólks sem sinnir þjónustustörfum í gegnum svonefnda „stafræna vettvanga“ (e. Digital platforms). Í því efni er nærtækt að vísa til leigubílaaksturs og sendlaþjónustu líkt og þekkist hér á landi. Það er í þessu ljósi sem ég fjalla í ávarpinu um samningsrétt á jafnréttisgrunni, veika samningsstöðu fólks í „gigg-hagkerfinu“ og þá hugmyndafræði að lífsgæði og réttindi annars fólks séu „afstæð við þarfir markaðarins hverju sinni“. Öllum má ljóst vera að með þessum orðum vísa ég til fólks, yfirleitt erlendra verkamanna og innflytjenda, sem almennt standa höllum fæti gagnvart atvinnurekendum sínum og samfélaginu. Veik staða þessa fólks er nýtt til að skerða kjörin og stuðla að félagslegum undirboðum. Skipulegt niðurbrot ráðningasambandsins er kjarninn í þessari hugmyndafræði sem byggist á misneytingu. Um leið er vegið að sjálfu vinnumarkaðslíkaninu sem reynst hefur íslensku launafólki vel og nauðsynlegt er að standa vörð um. Þessa framgöngu tel ég birtingarmynd blindrar auðhyggju og samfélagslegrar niðurrifsstefnu. Þetta er svartur blettur á okkar samfélagi jafnt sem öðrum. Hvað eru stéttarfélögin að gera? Í viðtalinu varð Hörpu tíðrætt um hvað stéttarfélögin eru ekki að gera til að laða þetta fólk að sér. Sjálfstætt starfandi einstaklingar hafa verið og eru í mjög mörgum tilfellum félagsfólk í stéttarfélögum. Svo hefur lengi verið og má þar nefna einyrkja í iðnaðarstörfum, sjálfstætt starfandi sölumenn og fleiri. Þetta er fólk sem hefur aðstöðu til að semja fyrir sig og vísa í gerða kjarasamninga. Félag tæknifólks, sem er innan RSÍ, gerði brautryðjandi kjarasamninga fyrir sitt fólk sem eru verktakar í tölvu-, kvikmynda-, og hljóðstörfum. Margt af þessu fólki þurfti áður fyrr að gera sér að góðu að sá sem ætlaði að fá þau í tímabundna vinnu setti skilyrðin fyrir ráðningu. Þau fengu ákveðna upphæð á sólahring, áttu að sjá um sig sjálf varðandi fæði og húsnæði, iðulega fjarri byggð, og innifalinn var vinnutími meðan unnið væri hvern sólarhring. Matarsendill hefur ekkert um það að segja hvað hann fær fyrir hverja sendingu. Verkalýðsfélögin eru að vinna í þeirra málum, svo og annarra sem undir þessa ánauð eru seld. Barátta kynslóðanna Þau réttindi sem launafólk á Íslandi nýtur eru afrakstur baráttu kynslóðanna fyrir velferð og virðingu fyrir mannlegri reisn. Þegar skipulega er unnið að því að grafa undan þeim árangri sem náðst hefur verður samfélagið að bregðast við í nafni almannahagsmuna. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun