Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er afar sáttur með söluna á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira