Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 22:20 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Smáranum í Kópavogi. Allur 45,2% eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka var til sölu í útboðinu. Vísir/Vilhelm Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Stjórnvöld ákváðu fyrr í dag að auka magn í útboði almennra hluta og selja allan 45,2% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá helstu niðurstöðum útboðsins í tilkynningu en tilboðstímabilinu lauk klukkan 17 í kvöld. Útboðsgengi tilboðsbókar A var fast 106,56 krónur á útboðshlut. Á sama tíma var útboðsgengi tilboðsbókar B og tilboðsbókar C sömuleiðis 106,56 krónur á hlut þar sem tilboð í tilboðsbók A fóru verulega umfram grunnmagn útboðsins. Bendi til að allt fari í tilboðsbók A Sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við segja að í ljósi þess að útboðsgengi tilboðsbókanna er það sama sé útlit fyrir að allir hlutirnir fari í tilboðsbók A sem er einungis ætluð almenningi en einstaklingar nutu forgangs í útboðinu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fari svo að einhverjir muni ekki geta staðið við áskriftartilboð sín í tilboðsbók A gætu þeir hlutir farið áfram í tilboðsbók B og C sem voru aðgengilegar stærri fagfjárfestum. Bæði lögaðilar og almenningur gátu boðið í tilboðsbók B fyrir að lágmarki tvær milljónir króna. Tilboðsbók C var opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem uppfylltu það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærri. Tilboðsbók A var eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu og var heimilt að gera tilboð á bilinu 100 þúsund krónur til 20 milljóna króna. Von á tilkynningu í fyrramálið Tilboð sem bárust á grundvelli tilboðsbókar A njóta forgangs við úthlutun. Þá er gert er ráð fyrir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun vegna tilboðsbókar A fyrir opnun markaða á morgun þann 16. maí, að því er fram kemur í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir jafnframt að komi til þess að frekari hlutir séu í boði eftir úthlutun til einstaklinga, muni fjárfestar í tilboðsbók B og C fá upplýsingar um úthlutun miðvikudagsmorguninn 21. maí. „Um talsverða heildareftirspurn og verulega eftirspurn innanlands var að ræða í útboðinu og sýndu bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, sem og innlendir og erlendir, útboðinu mikinn áhuga. Við úthlutun verður sérstök áhersla lögð á að tryggja þátttöku einstaklinga og því verða áskriftir í tilboðsbók A ekki skertar. Auk þess var leitast við að laða að stóra eftirlitsskylda fagfjárfesta þar sem eftirspurn var umtalsverð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fjöldi almennra hluta sem seldir voru í útboðinu eru 850.000.007 sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Stjórnvöld ákváðu fyrr í dag að auka magn í útboði almennra hluta og selja allan 45,2% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá helstu niðurstöðum útboðsins í tilkynningu en tilboðstímabilinu lauk klukkan 17 í kvöld. Útboðsgengi tilboðsbókar A var fast 106,56 krónur á útboðshlut. Á sama tíma var útboðsgengi tilboðsbókar B og tilboðsbókar C sömuleiðis 106,56 krónur á hlut þar sem tilboð í tilboðsbók A fóru verulega umfram grunnmagn útboðsins. Bendi til að allt fari í tilboðsbók A Sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við segja að í ljósi þess að útboðsgengi tilboðsbókanna er það sama sé útlit fyrir að allir hlutirnir fari í tilboðsbók A sem er einungis ætluð almenningi en einstaklingar nutu forgangs í útboðinu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fari svo að einhverjir muni ekki geta staðið við áskriftartilboð sín í tilboðsbók A gætu þeir hlutir farið áfram í tilboðsbók B og C sem voru aðgengilegar stærri fagfjárfestum. Bæði lögaðilar og almenningur gátu boðið í tilboðsbók B fyrir að lágmarki tvær milljónir króna. Tilboðsbók C var opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem uppfylltu það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærri. Tilboðsbók A var eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu og var heimilt að gera tilboð á bilinu 100 þúsund krónur til 20 milljóna króna. Von á tilkynningu í fyrramálið Tilboð sem bárust á grundvelli tilboðsbókar A njóta forgangs við úthlutun. Þá er gert er ráð fyrir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun vegna tilboðsbókar A fyrir opnun markaða á morgun þann 16. maí, að því er fram kemur í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir jafnframt að komi til þess að frekari hlutir séu í boði eftir úthlutun til einstaklinga, muni fjárfestar í tilboðsbók B og C fá upplýsingar um úthlutun miðvikudagsmorguninn 21. maí. „Um talsverða heildareftirspurn og verulega eftirspurn innanlands var að ræða í útboðinu og sýndu bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, sem og innlendir og erlendir, útboðinu mikinn áhuga. Við úthlutun verður sérstök áhersla lögð á að tryggja þátttöku einstaklinga og því verða áskriftir í tilboðsbók A ekki skertar. Auk þess var leitast við að laða að stóra eftirlitsskylda fagfjárfesta þar sem eftirspurn var umtalsverð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fjöldi almennra hluta sem seldir voru í útboðinu eru 850.000.007 sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51