Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 22:20 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Smáranum í Kópavogi. Allur 45,2% eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka var til sölu í útboðinu. Vísir/Vilhelm Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Stjórnvöld ákváðu fyrr í dag að auka magn í útboði almennra hluta og selja allan 45,2% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá helstu niðurstöðum útboðsins í tilkynningu en tilboðstímabilinu lauk klukkan 17 í kvöld. Útboðsgengi tilboðsbókar A var fast 106,56 krónur á útboðshlut. Á sama tíma var útboðsgengi tilboðsbókar B og tilboðsbókar C sömuleiðis 106,56 krónur á hlut þar sem tilboð í tilboðsbók A fóru verulega umfram grunnmagn útboðsins. Bendi til að allt fari í tilboðsbók A Sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við segja að í ljósi þess að útboðsgengi tilboðsbókanna er það sama sé útlit fyrir að allir hlutirnir fari í tilboðsbók A sem er einungis ætluð almenningi en einstaklingar nutu forgangs í útboðinu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fari svo að einhverjir muni ekki geta staðið við áskriftartilboð sín í tilboðsbók A gætu þeir hlutir farið áfram í tilboðsbók B og C sem voru aðgengilegar stærri fagfjárfestum. Bæði lögaðilar og almenningur gátu boðið í tilboðsbók B fyrir að lágmarki tvær milljónir króna. Tilboðsbók C var opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem uppfylltu það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærri. Tilboðsbók A var eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu og var heimilt að gera tilboð á bilinu 100 þúsund krónur til 20 milljóna króna. Von á tilkynningu í fyrramálið Tilboð sem bárust á grundvelli tilboðsbókar A njóta forgangs við úthlutun. Þá er gert er ráð fyrir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun vegna tilboðsbókar A fyrir opnun markaða á morgun þann 16. maí, að því er fram kemur í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir jafnframt að komi til þess að frekari hlutir séu í boði eftir úthlutun til einstaklinga, muni fjárfestar í tilboðsbók B og C fá upplýsingar um úthlutun miðvikudagsmorguninn 21. maí. „Um talsverða heildareftirspurn og verulega eftirspurn innanlands var að ræða í útboðinu og sýndu bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, sem og innlendir og erlendir, útboðinu mikinn áhuga. Við úthlutun verður sérstök áhersla lögð á að tryggja þátttöku einstaklinga og því verða áskriftir í tilboðsbók A ekki skertar. Auk þess var leitast við að laða að stóra eftirlitsskylda fagfjárfesta þar sem eftirspurn var umtalsverð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fjöldi almennra hluta sem seldir voru í útboðinu eru 850.000.007 sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Stjórnvöld ákváðu fyrr í dag að auka magn í útboði almennra hluta og selja allan 45,2% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið greinir frá helstu niðurstöðum útboðsins í tilkynningu en tilboðstímabilinu lauk klukkan 17 í kvöld. Útboðsgengi tilboðsbókar A var fast 106,56 krónur á útboðshlut. Á sama tíma var útboðsgengi tilboðsbókar B og tilboðsbókar C sömuleiðis 106,56 krónur á hlut þar sem tilboð í tilboðsbók A fóru verulega umfram grunnmagn útboðsins. Bendi til að allt fari í tilboðsbók A Sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við segja að í ljósi þess að útboðsgengi tilboðsbókanna er það sama sé útlit fyrir að allir hlutirnir fari í tilboðsbók A sem er einungis ætluð almenningi en einstaklingar nutu forgangs í útboðinu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fari svo að einhverjir muni ekki geta staðið við áskriftartilboð sín í tilboðsbók A gætu þeir hlutir farið áfram í tilboðsbók B og C sem voru aðgengilegar stærri fagfjárfestum. Bæði lögaðilar og almenningur gátu boðið í tilboðsbók B fyrir að lágmarki tvær milljónir króna. Tilboðsbók C var opin eftirlitsskyldum fagfjárfestum sem uppfylltu það skilyrði að samanlögð fjárhæð eigna þeirra sé jafnvirði 70 milljarða króna eða hærri. Tilboðsbók A var eingöngu ætluð einstaklingum með íslenska kennitölu og var heimilt að gera tilboð á bilinu 100 þúsund krónur til 20 milljóna króna. Von á tilkynningu í fyrramálið Tilboð sem bárust á grundvelli tilboðsbókar A njóta forgangs við úthlutun. Þá er gert er ráð fyrir að fjárfestum verði tilkynnt um úthlutun vegna tilboðsbókar A fyrir opnun markaða á morgun þann 16. maí, að því er fram kemur í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar segir jafnframt að komi til þess að frekari hlutir séu í boði eftir úthlutun til einstaklinga, muni fjárfestar í tilboðsbók B og C fá upplýsingar um úthlutun miðvikudagsmorguninn 21. maí. „Um talsverða heildareftirspurn og verulega eftirspurn innanlands var að ræða í útboðinu og sýndu bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, sem og innlendir og erlendir, útboðinu mikinn áhuga. Við úthlutun verður sérstök áhersla lögð á að tryggja þátttöku einstaklinga og því verða áskriftir í tilboðsbók A ekki skertar. Auk þess var leitast við að laða að stóra eftirlitsskylda fagfjárfesta þar sem eftirspurn var umtalsverð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fjöldi almennra hluta sem seldir voru í útboðinu eru 850.000.007 sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. 15. maí 2025 19:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent