Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 19:20 Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, telur að ráðgjafar stjórnvalda hafi mælt með því að allur hlutur ríkisins yrði seldur að þessu sinni. Stöð 2 Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvað í dag að nýta heimild til klára sölu á öllum eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í ljósi mikillar eftirspurnar en einnig stóð til boða að selja hluta af honum síðar. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, segir þessa ákvörðun ekki hafa komið sér á óvart. „Maður fann það strax á fyrsta degi útboðsins og enn þá meira í gær að það var að myndast gríðarlega mikil stemning fyrir útboðinu og þá sérstaklega hjá almenningi, minni fjárfestum, sem njóta forgangs í útboðinu. Þannig að manni þótti líklegt að ríkissjóður myndi stækka útboðið upp í hámarkið sem það hefur gert og það þýðir að það er verið að selja fyrir að lágmarki 90 milljarða,“ sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé óljóst hvað söluverðið verður í tilboðsbókum B og C sem séu ætlaðar stærri fjárfestum á borð við lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og erlenda fjárfesta. „Þeir hafa væntanlega skilað inn tilboði á hærra verði heldur en almenningur og þar af leiðandi gætu þessir níutíu milljarðar orðið kannski nálægt 100 milljörðum. Ég held að þetta sé líklega stærsta eignasala ríkisins frá upphafi.“ Íslandsbanki að fullu kominn í einkaeigu „Við sáum þegar ríkið hratt af stað söluferli á Íslandsbanka sumarið 2021 þá er um að ræða stærsta frumútboð í Íslandssögunni upp á 55 milljarða og núna er þetta sala sem er næstum tvöfalt stærri. Að mínu viti er þetta jákvætt hvað það varðar að þarna er bundinn endi á eignarhald sem hefur nú verið í sautján ár samfellt sem hefur verið að meirihluta fyrst í eigu slitabús gömlu bankanna og síðan ríkissjóðs. Svo núna er þessi banki að fullu kominn í einkaeigu,“ bætir Hörður við. Erfitt sé að leggja mat á það á þessari stundu hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá stjórnvöldum að ganga frá sölu á öllum hlutum í Íslandsbanka á einu bretti. Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í Norðurturninum í Kópavogi. vísir/vilhelm „Við höfum ekki nægilega miklar upplýsingar um það hvernig tilboðin sem liggja á borðinu líta út. Það skiptir máli þegar útboðið er búið og kaupendur fá afhend bréfin sín í næstu viku að það hafi verið nægjanlega mikil umframeftirspurn í tilboðsbókum B og C hjá stærri fjárfestum sem hafi réttlætt það að selja allan hlutinn. Að öðrum kosti þá er alltaf hætta á því að ef þessir fjárfestar hafa ekki sýnt gríðarlega mikinn áhuga, eins og almenningur, að gengið kunni þá að vera undir þrýstingi til lækkunar. Við vitum það ekki,“ segir Hörður. „Ég trúi ekki öðru heldur en að ráðgjafar ríkissjóðs í þessu ferli hafi ekki mælt með því að selja allan hlut nema það hafi verið staðan. Mér fannst alltaf liggja fyrir þegar söluferlið hófst að það væri mjög líklega mikil pólitísk freisting af hálfu seljandans, ríkisins, ef það gæfist færi á því að selja allan hlutinn á einu bretti og þurfa ekki að gera þetta að nýju.“ Skili ríkissjóði meiru á þessu ári en gert var ráð fyrir Stjórnvöld hyggjast nýta söluandvirðið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og hefur verið gert ráð fyrir sölunni í fjárlögum og fjármálaáætlun. „Ég held að ég fari rétt með að takist að selja hlutinn á einu bretti núna fyrir mögulega hátt í hundrað milljarða þýðir að ríkið er að fá meira í sinn hlut á þessu ári heldur er áætlað. Það er jákvætt að lækka skuldahlutföllin fyrr heldur en ella og þýðir að ríkið verði þá umsvifaminni í að sækja sér fjármagn á skuldabréfamarkaði sem aftur þýðir mögulega að vextir á markaði gætu lækkað meira en ella,“ segir Hörður að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. 13. maí 2025 19:03 Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. 13. maí 2025 18:18 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ákvað í dag að nýta heimild til klára sölu á öllum eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í ljósi mikillar eftirspurnar en einnig stóð til boða að selja hluta af honum síðar. Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, segir þessa ákvörðun ekki hafa komið sér á óvart. „Maður fann það strax á fyrsta degi útboðsins og enn þá meira í gær að það var að myndast gríðarlega mikil stemning fyrir útboðinu og þá sérstaklega hjá almenningi, minni fjárfestum, sem njóta forgangs í útboðinu. Þannig að manni þótti líklegt að ríkissjóður myndi stækka útboðið upp í hámarkið sem það hefur gert og það þýðir að það er verið að selja fyrir að lágmarki 90 milljarða,“ sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé óljóst hvað söluverðið verður í tilboðsbókum B og C sem séu ætlaðar stærri fjárfestum á borð við lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og erlenda fjárfesta. „Þeir hafa væntanlega skilað inn tilboði á hærra verði heldur en almenningur og þar af leiðandi gætu þessir níutíu milljarðar orðið kannski nálægt 100 milljörðum. Ég held að þetta sé líklega stærsta eignasala ríkisins frá upphafi.“ Íslandsbanki að fullu kominn í einkaeigu „Við sáum þegar ríkið hratt af stað söluferli á Íslandsbanka sumarið 2021 þá er um að ræða stærsta frumútboð í Íslandssögunni upp á 55 milljarða og núna er þetta sala sem er næstum tvöfalt stærri. Að mínu viti er þetta jákvætt hvað það varðar að þarna er bundinn endi á eignarhald sem hefur nú verið í sautján ár samfellt sem hefur verið að meirihluta fyrst í eigu slitabús gömlu bankanna og síðan ríkissjóðs. Svo núna er þessi banki að fullu kominn í einkaeigu,“ bætir Hörður við. Erfitt sé að leggja mat á það á þessari stundu hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá stjórnvöldum að ganga frá sölu á öllum hlutum í Íslandsbanka á einu bretti. Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í Norðurturninum í Kópavogi. vísir/vilhelm „Við höfum ekki nægilega miklar upplýsingar um það hvernig tilboðin sem liggja á borðinu líta út. Það skiptir máli þegar útboðið er búið og kaupendur fá afhend bréfin sín í næstu viku að það hafi verið nægjanlega mikil umframeftirspurn í tilboðsbókum B og C hjá stærri fjárfestum sem hafi réttlætt það að selja allan hlutinn. Að öðrum kosti þá er alltaf hætta á því að ef þessir fjárfestar hafa ekki sýnt gríðarlega mikinn áhuga, eins og almenningur, að gengið kunni þá að vera undir þrýstingi til lækkunar. Við vitum það ekki,“ segir Hörður. „Ég trúi ekki öðru heldur en að ráðgjafar ríkissjóðs í þessu ferli hafi ekki mælt með því að selja allan hlut nema það hafi verið staðan. Mér fannst alltaf liggja fyrir þegar söluferlið hófst að það væri mjög líklega mikil pólitísk freisting af hálfu seljandans, ríkisins, ef það gæfist færi á því að selja allan hlutinn á einu bretti og þurfa ekki að gera þetta að nýju.“ Skili ríkissjóði meiru á þessu ári en gert var ráð fyrir Stjórnvöld hyggjast nýta söluandvirðið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og hefur verið gert ráð fyrir sölunni í fjárlögum og fjármálaáætlun. „Ég held að ég fari rétt með að takist að selja hlutinn á einu bretti núna fyrir mögulega hátt í hundrað milljarða þýðir að ríkið er að fá meira í sinn hlut á þessu ári heldur er áætlað. Það er jákvætt að lækka skuldahlutföllin fyrr heldur en ella og þýðir að ríkið verði þá umsvifaminni í að sækja sér fjármagn á skuldabréfamarkaði sem aftur þýðir mögulega að vextir á markaði gætu lækkað meira en ella,“ segir Hörður að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51 Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. 13. maí 2025 19:03 Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. 13. maí 2025 18:18 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. 15. maí 2025 16:51
Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. 13. maí 2025 19:03
Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. 13. maí 2025 18:18