Jón Ólafur nýr formaður SA Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur Halldórsson var formaður SVÞ frá 2019 til 2025. Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. Tilkynnt var um kosninguna á aðalfundi samtakanna í dag. Kosningaþátttaka var 73,1 prósent og hlaut Jón Ólafur tæplega 98 prósent atkvæða. Í tilkynningu segir að Jón Ólafur hafi starfað í þágu atvinnulífsins allt frá árinu 2015 þegar hann hafi tekið sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna allt frá árinu 2018. „Jón þekkir vel til þess að starfa sem formaður í Húsi atvinnulífsins en hann sat í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2017 og var formaður SVÞ frá 2019 til 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jóni Ólafi að það sé mikill heiður að njóta trausts til að leiða SA, heildarsamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er fjölbreytt og brýnt. SA hefur um árabil verið mikilvæg rödd fyrir fyrirtækin í landinu, bæði hvað varðar hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð en ekki síður stefnumótun fyrir atvinnulífið. Það eru blikur á lofti í alþjóðamálum og því brýnna en nokkru sinni að búa vel að íslenskum fyrirtækjum. Við í Samtökum atvinnulífsins erum líkt og áður tilbúin í vinnu með stjórnvöldum og almenningi við að styrkja stoðir samfélagsins okkar og ávallt með hagsmuni atvinnulífsins í landinu í fyrsta sæti. Fyrirtækin eru ásamt fjölskyldunum hornsteinn samfélagsins,“ segir Jón Ólafur. Véltæknifræðingur að mennt Jón Ólafur er véltæknifræðingur að mennt en hefur jafnframt lokið MBA námi frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál fyrirtækja og hann hefur einnig lokið MS námi í viðskiptafræði frá sama skóla með áherslu á stefnumörkun og stjórnun fyrirtækja. Ennfremur hefur Jón Ólafur lokið AMP námi við IESE viðskiptaskólann í Barcelona. Jón Ólafur hefur undanfarin 30 ár unnið við stjórnunarstörf í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Olís í sjö ár og starfaði hjá félaginu í 27 ár. Frá árinu 2021 hefur Jón Ólafur sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnarstörfum. Jón Ólafur er fæddur 1962, kvæntur Guðrúnu Atladóttur innanhússarkitekt og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Atvinnurekendur Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Tilkynnt var um kosninguna á aðalfundi samtakanna í dag. Kosningaþátttaka var 73,1 prósent og hlaut Jón Ólafur tæplega 98 prósent atkvæða. Í tilkynningu segir að Jón Ólafur hafi starfað í þágu atvinnulífsins allt frá árinu 2015 þegar hann hafi tekið sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna allt frá árinu 2018. „Jón þekkir vel til þess að starfa sem formaður í Húsi atvinnulífsins en hann sat í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2017 og var formaður SVÞ frá 2019 til 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jóni Ólafi að það sé mikill heiður að njóta trausts til að leiða SA, heildarsamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er fjölbreytt og brýnt. SA hefur um árabil verið mikilvæg rödd fyrir fyrirtækin í landinu, bæði hvað varðar hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð en ekki síður stefnumótun fyrir atvinnulífið. Það eru blikur á lofti í alþjóðamálum og því brýnna en nokkru sinni að búa vel að íslenskum fyrirtækjum. Við í Samtökum atvinnulífsins erum líkt og áður tilbúin í vinnu með stjórnvöldum og almenningi við að styrkja stoðir samfélagsins okkar og ávallt með hagsmuni atvinnulífsins í landinu í fyrsta sæti. Fyrirtækin eru ásamt fjölskyldunum hornsteinn samfélagsins,“ segir Jón Ólafur. Véltæknifræðingur að mennt Jón Ólafur er véltæknifræðingur að mennt en hefur jafnframt lokið MBA námi frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál fyrirtækja og hann hefur einnig lokið MS námi í viðskiptafræði frá sama skóla með áherslu á stefnumörkun og stjórnun fyrirtækja. Ennfremur hefur Jón Ólafur lokið AMP námi við IESE viðskiptaskólann í Barcelona. Jón Ólafur hefur undanfarin 30 ár unnið við stjórnunarstörf í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Olís í sjö ár og starfaði hjá félaginu í 27 ár. Frá árinu 2021 hefur Jón Ólafur sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnarstörfum. Jón Ólafur er fæddur 1962, kvæntur Guðrúnu Atladóttur innanhússarkitekt og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn.
Atvinnurekendur Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira