Jón Ólafur nýr formaður SA Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur Halldórsson var formaður SVÞ frá 2019 til 2025. Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. Tilkynnt var um kosninguna á aðalfundi samtakanna í dag. Kosningaþátttaka var 73,1 prósent og hlaut Jón Ólafur tæplega 98 prósent atkvæða. Í tilkynningu segir að Jón Ólafur hafi starfað í þágu atvinnulífsins allt frá árinu 2015 þegar hann hafi tekið sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna allt frá árinu 2018. „Jón þekkir vel til þess að starfa sem formaður í Húsi atvinnulífsins en hann sat í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2017 og var formaður SVÞ frá 2019 til 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jóni Ólafi að það sé mikill heiður að njóta trausts til að leiða SA, heildarsamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er fjölbreytt og brýnt. SA hefur um árabil verið mikilvæg rödd fyrir fyrirtækin í landinu, bæði hvað varðar hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð en ekki síður stefnumótun fyrir atvinnulífið. Það eru blikur á lofti í alþjóðamálum og því brýnna en nokkru sinni að búa vel að íslenskum fyrirtækjum. Við í Samtökum atvinnulífsins erum líkt og áður tilbúin í vinnu með stjórnvöldum og almenningi við að styrkja stoðir samfélagsins okkar og ávallt með hagsmuni atvinnulífsins í landinu í fyrsta sæti. Fyrirtækin eru ásamt fjölskyldunum hornsteinn samfélagsins,“ segir Jón Ólafur. Véltæknifræðingur að mennt Jón Ólafur er véltæknifræðingur að mennt en hefur jafnframt lokið MBA námi frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál fyrirtækja og hann hefur einnig lokið MS námi í viðskiptafræði frá sama skóla með áherslu á stefnumörkun og stjórnun fyrirtækja. Ennfremur hefur Jón Ólafur lokið AMP námi við IESE viðskiptaskólann í Barcelona. Jón Ólafur hefur undanfarin 30 ár unnið við stjórnunarstörf í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Olís í sjö ár og starfaði hjá félaginu í 27 ár. Frá árinu 2021 hefur Jón Ólafur sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnarstörfum. Jón Ólafur er fæddur 1962, kvæntur Guðrúnu Atladóttur innanhússarkitekt og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Atvinnurekendur Vistaskipti Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Tilkynnt var um kosninguna á aðalfundi samtakanna í dag. Kosningaþátttaka var 73,1 prósent og hlaut Jón Ólafur tæplega 98 prósent atkvæða. Í tilkynningu segir að Jón Ólafur hafi starfað í þágu atvinnulífsins allt frá árinu 2015 þegar hann hafi tekið sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna allt frá árinu 2018. „Jón þekkir vel til þess að starfa sem formaður í Húsi atvinnulífsins en hann sat í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2017 og var formaður SVÞ frá 2019 til 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jóni Ólafi að það sé mikill heiður að njóta trausts til að leiða SA, heildarsamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er fjölbreytt og brýnt. SA hefur um árabil verið mikilvæg rödd fyrir fyrirtækin í landinu, bæði hvað varðar hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð en ekki síður stefnumótun fyrir atvinnulífið. Það eru blikur á lofti í alþjóðamálum og því brýnna en nokkru sinni að búa vel að íslenskum fyrirtækjum. Við í Samtökum atvinnulífsins erum líkt og áður tilbúin í vinnu með stjórnvöldum og almenningi við að styrkja stoðir samfélagsins okkar og ávallt með hagsmuni atvinnulífsins í landinu í fyrsta sæti. Fyrirtækin eru ásamt fjölskyldunum hornsteinn samfélagsins,“ segir Jón Ólafur. Véltæknifræðingur að mennt Jón Ólafur er véltæknifræðingur að mennt en hefur jafnframt lokið MBA námi frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál fyrirtækja og hann hefur einnig lokið MS námi í viðskiptafræði frá sama skóla með áherslu á stefnumörkun og stjórnun fyrirtækja. Ennfremur hefur Jón Ólafur lokið AMP námi við IESE viðskiptaskólann í Barcelona. Jón Ólafur hefur undanfarin 30 ár unnið við stjórnunarstörf í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Olís í sjö ár og starfaði hjá félaginu í 27 ár. Frá árinu 2021 hefur Jón Ólafur sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnarstörfum. Jón Ólafur er fæddur 1962, kvæntur Guðrúnu Atladóttur innanhússarkitekt og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn.
Atvinnurekendur Vistaskipti Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira