Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar 6. maí 2025 15:02 Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sverrir Agnarsson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun