Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:02 Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun