Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 2. maí 2025 07:45 Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun