„Þetta er ömurleg staða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 19:06 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur. Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur.
Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00