Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 15:03 Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun