Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 12:00 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Aukning verðbólgu um 0,4 prósentustig á milli mánaða þýðir ekki að verðbólga sé farin aftur á skrið. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka sem segir mælinguna í takti við væntingar og að hún búist ekki við því að hún hafi áhrif á vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“ Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“
Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira