Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar 29. apríl 2025 08:02 Ríkisstjórnin virðist hafa komið sér í bobba eða þó? Það er virðingarvert þegar stjórnmálamenn standa við gefin kosningaloforð. Það á að efna loforðið um auknar krókaveiðar, sem er samfélagslega af hinu góða. Kvótinn sem þarf til er talinn 20.000-30.000 tonn. Slík kvótaaukning væri efnahagslega jákvæð. Það sem meira er að slík aukning væri í fullu samræmi við sjálfbæra vísindalega nýtingu auðlinda sjávar og alþjóðlega viðurkennd viðmið. Hugsanlega þyrti laga-eða reglugerðarbreytingu. Hlýnunin spilar inni í, en enn ekki í aðalhlutverki . Hafró býr yfir mjög miklum uppýsingum, gögnum og þekkingu . Það sem fiskveiðiráðgjöfin snýst í raun um, er túlkun á fyrirliggjandi upplýsingum. Það vill til að ýmsar erlendar stofnanir og vísindafólk, hafa unnið að rannsóknum á vistkerfinu umhverfis landið. Þannig að hægt er að finna og fá aðra sýn á stöðu vistkerfi sjávar hér við land en eingöngu sýn Hafró. Allar tölur og gögn sem ég nota hér eru unnin úr tækniskýrsum Hafró, og frá erlendum vísindamönnum og rannsóknum þeirra. Meðal annars : Ices, J. Northwest Atl Fish.Sci., Beaugrand Et Al, Pinsky Et.Al. Shertsov ET Al, NOAA Fisheries Data, ofl. Staðreyndir sem þar að hafa í huga. Áratugum saman voru veidd um 400.000 tonn af þorski á ári. Frá 1965 til 1980, var stofnstærðin frá 830.000 til 1.510.000 tonn, sem hann stóð í árið 1980. Hrygningarstofninn frá 146.000 til 370.000 tonn, sem hann stóð í árið 1980. Meðal aflinn á ári var 384.000 tonn. Frá 2001 til 2024 , var stofnstærðin frá 663.000 til 1.227.000 tonn. Hrygningarstofninn frá 160.000 til 525.000 tonn. Meðal aflinn á ári 219.0000 eða að meðaltali 165.000 tonnum minni. Ástæða þess að ekki hefur tekist að auka aflann er: „forsendubrestur“ náttúran greip inn í, þar sem nýliðun í þorskstofninum hefur stórminnkað og þorskur frá Grænlandi væri hættur að ganga á miðin; segir forstjóri Hafró. (Sami þorskur fór ungur af Íslandsmiðum, og var að ganga til baka sem fullorðinn fiskur). Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, 5,7 kg, og var ein aðaluppistaðan í aflanum. Árið 2024 mælist meðalþyngd 7 ára þorsks 4,2 kg. Meðalþyngd flestra árganga þorsks hefur mælst undir meðaltali, 1996-2024. Fyrir árið 2000 var um 50% 5-7 ára þorsks kynþroska. Eftir 2000 nær 30%. Rannsóknir á magafylli þorsks frá 1996-2023, sýna að magafylli hans hefur farið minnkandi frá um 2000. Síðustu áratugi hefur aldursamseting þorskaflans beyst mikið. Aflinn hefur í auknum mæli færst frá yngri fisk yfir í eldri fisk. Árið 1985 var búið að veiða um 75% af afla hvers árgangs áður en hann var 7 ára. Nú er sú hlutdeild 40%. Úr skýrslu Hafró: „Óvenju mikið veiddist af 10 ára og eldri fiski árið 2019, eða um 24% af afla..“ Það kemur fram í stofnmati að hluti 9 ára fisks hefur stóraukist, eða úr 25.000 tonnum um árið 2000, í 75-100.000 tonn síðustu ár. Hlutur yngri fisks í stofninum hefur minnkað mjög mikið. Þorskur á aldrinum 10-14 ára var sjaldséður áður fyrr, en sést nú í auknum mæli. Frá um 2000 hefur nýliðun þorsks minnkað, og er undir meðaltali áratuganna fyrir 2000. Hafró segir: „eitthvað skeði, sem við getum enn ekki úrskýrt“. Hýnun sjávar þó talin aðal ástæða minnkandi nýliðunar. Frá árinu 1965 til 2024, var loðnuaflinn rétt um 35.000.000 tonn. Þar af um 24.600.600 tonn til ársins 2000. Meðal loðnuafli á ári frá 1980 til 2000 var um 925.000 tonn. Síðast liðin 10 ár hefur meðalaflinn verið 240.000 tonn á ári, sem er villandi þ.s. loðnubrestur hefur orðið 5 af síðustu 10 vertíðum. Loðnan hefur í auknum mæli fært sig um set, og elur nú meiri tíma við austurströnd Grænlands í kaldari sjó. Eftir árið 2000 hafa stofnar humars og rækju hrunið. Lúðuveiðibann hefur verið síðan 2011. Forstjóri Hafró segir: „ Humarinn var mjög skynsamlega nýttur, mjög varlega nýttur“. í ljós hærra hitastig sjávar, ætti humarinn að kunna betur við sig, þar sem sjórinn við Ísland var á mörkum þess að vera nógu hlýr. Nýliðunarvandi humarsins hafi því komið mjög á óvart. Stofninn hrundi aðallega vegna ofveiði og skemmda á búsvæðum (Ices) Hafró hefur ítrekað nefnd hlýnun sjávar frá því um 2000, sé ein megin orsök minnkandi nýliðunnar fiskitegunda, og vændræðum loðnustofnsins. Margir erlendir vísindamenn eru þessu ósammála, nýliðun minnkaði áður en hlýnun hófst. Nýliðun, er grundvöllur sjálfbærni stofna, að einstaklingum í stofnum fjölgi a.m.k. jafn mikið eða meira en sá fjöldi einstaklinga sem tekinn (veiddur) er úr stofninum. Forstjóri Hafró segir: „Loðan er ekki bara mikilvægasta fisktegundin, heldur lang mikilvægasta fisktegundin sem fæða fyrir aðar tegundir“. Stofnuninn skrifar vandræði loðnunnar á „umhverfisbreytingar“. Annað ekki. Fiskveiðistjórnunarkerfið er byggt upp á kvótakerfi. Það sem kallað er ITQ kerfi; Invividual Transferable Quota. Þar sem kvóti er gefinn út á hverja fiskitegund. Kerfið hefur fengið mikla athygli erlendis, og mikið rannsakað. Ókostur þessi að það þykir einblína of mikið á einstaka stofna óháð öðrum og vistkerfinu í heild. Úr skýrslu Hafró frá 2022 : „Fáar fisktegundir virðast hafa orðið fyrir alvarlega neikvæðum áhrifum af veiðum á íslenska hafsvæðinu. Ein tegund sem þó er vert að geta er lúða.” - (hvað með loðnu, humar, þorsk, rækju…) Vísindasamfélagið alls ekki allt sammála Hafró. Afhverju hefur ekki tekist að auka þorskaflann, þrátt fyrir stærri hrygningarstofn og sambærilega stofnstærð og fyrir kvóta. Hafró segir það vegna „forsendubrests“. Minnkandi nýliðunnar vegna umhverfisáhrifa, einkum hlýnunar sjávar frá aldamótum(2000). Þetta þykir ótrúverðug útskýring. Samkvæmt rannsóknum (2002 og 2012) hefur verið sannað að það eru bein tengsl milli magns loðnu(lífmassa) í vistkerfinu og nýliðunnar þorsks. Nýliðun þorsks féll um nær 70% milli áranna 1990 til 2003, á meðan að lífmassi loðnu féll um 90%. Þessa mikla minnkun loðnustofnsins má rekja til ofveiði. Í vistkerfi sem er í jafnvægi, er talið að þorskur éti um 70% loðnunnar. Marfeldisáhrif þeirra upp undir 30.000.000 tonna sem þá þegar höfðu verið veidd um árið 2000, nema mörg hundruðum milljóna tonna af loðnu sem vistkerfið var rænt um. Engin fisktegund getur tekið hlutverk loðnunnar. Dæmi um minnkun loðnustofnsins sést í þyngdartapi þorsks og fækkun einstaklinga í stofninum, auknu afráni á aðrar tegundir t.d.síld, humar, rækju, seiði, ýmis krabbadýr og margt fleirra. Ein af fáum lífverum sem græðir á minnkun loðnu er marglytta, en henni fjölgar sem kemur niður á lífslíkum fiskilifra í yfirborði sjávar. Ekki er hægt að kenna umhverfisbreytinum nema að mjög litlu leyti um hrun loðnustofnsins, þar sem hrunið var þegar hafið áður en hlýnunarskeiðið hófst. Í skýrslu Ices(Alþjóðlega Hafrannsóknaráðið) kemur fram að loðna var veidd langt fram úr ráðlögðu magni m.v. vistfræðilegar forsendur. Hlýnun sjávar er í aukaatriði þegar kemur að hruni stofnsins. Í skýrslunni kemur fram að loðna var veidd í 15 ár langt umfram vísindalega nálgun. Samkvæmt gögnum NOAA: Nýliðun þorsks virðist ekki hafa verið í neinum tölfræðilegum tengslum við hlýnun hafsins, ekki þá fyrr en eftir að loðnustofninn fór að minnka. Þorskurinn verður fyrir gífurlegum skakkaföllum við minnkandi loðnu. Niðurstöðum úr rannsóknum (Sherstov 2010, Ástþórsson 2012 og Ices 2015) var magainnihald þorsks árið 1990 um 65-80%, árið 2010 var það komið niður í 10-20%.Þorskurinn nær ekki að vinna upp orkutapið af loðnumissi. Stórlega dregur úr vaxtarhraða amk 20% og meiri afföll verða vegna náttúrulegs dauð. Ein fyrstu einkenni aukins sjálfráns; þorskur étur minni þorsk, er hækkandi aldur stofnsins. Staðreynd sem rannsóknir Hafró sýna. Yngri fisk fækkar í stofninum vegna þess að hann er étin, eða lifir ekki af sökum fæðuskorts. Miklar breytingar hafa orðið á aldursamsetningu stofnsins; mun meira af eldri fisk er í veiðinni. Með því að fjarlægja þetta gífurlega magn af orkuríkustu fæðu nytjafiskistofna okkar úr vistkerfinu; höfum við líkt og í samfélagi okkar; búið til „innviðaskuld“ í vistkerfið. Líffræðilega er ómögulegt að byggja upp sjálfbæran þorskstofn, eins og var hér fyrir loðnuveiðar. Þáttur loðnu í vistkerfinu sést best á að hér var hægt að veiða um 400.000 tonn af þorski, og eins mikið og hægt var að öðrum botnfisktegundum, stjórnlaust áratugum saman. Miðað við stöðu þorskstofnsins í dag, má með sterkum vísindalegum rökum segja að stofninn sé of stór í núverandi vistkerfi. Ef þorskkvótinn yrði aukinn, væri álagið á loðnustofninn minna. Sjálfrán og afrán minnkaði, til lengri tíma mætti ætla að nýliðun myndi vaxa. Atvinnuvegaráðherra ætti að auka kvótann til að minnka innviðaskuldina í vistkerfinu. Framundan virðist verða enn meira álag á vistkerfi sjávar vegna loftlagsbreytinga, og þar með á nytjastofna okkar. Það væri ábyrgðarhluti að ganga harðar fram í veiðum á loðnu, hreint út skemmdarverk á vistkerfinu. Hugsa þarf til framtíðar, núverandi kynslóð ber að skila heilbrigðum sjávarauðlindum. Ráðgjöf Hafró hefur ekki tekið nægjanlega tillit til vistkerfisins í heild. Heldur eru gefnir út kvótar á hverja tegund, án þess að huga nægileg að sambandi og afleiðinum fyrir allt vistkerfið. Tímabært er að líffræðin yfirtaki viðskiptalegu hliðina á kvótakerfinu. Þetta veit Hafró, enda loks farið að skoða meiri vistkerfisnálgun, rétt eins og alþjóða vísindasamfélagið er að pressa á. Nýlega tók Hafró upp á að nota Mohn Rho „reiknilíkanið“ inn í nálgun sína, eitthvað sem amk ætti að koma í veg fyrir reglulegar breytingar/leiðréttingar á stofnstærðamati og fleiri breytum aftur í tímann. Vistkerfi passar ekki inn í nein reiknilíkun – hvað þá töflureikni/Excell. Aðvörun. Vísindamenn sem stjórna fiskveiðiráðgjöf í Barentshafi, sem og Hafró, ætlar að taka upp ný viðmið í ráðgjöf loðnukvóta. Þetta er tilraun, sem gengur út á að „skilja eftir með 95% vissu 150.000 tonna hrygningarstofn loðnu“ á hverju tímabili. Þarna er verið að leika sér að eldinum. Ef þessi tilraun klikkar, þá er hrygningarstofninn mjög líklega of lítill svo að loðnan nái að rétt sig af. Þetta er tilraun sem ætti ekki að taka þátt í með sameiginlega auðlind landans. Nær væri að banna loðnuveiðar 2-3 ár og sjá hvort bæði loðnan og þorskurinn taki ekki við sér. Þessi grein hefði mátt vera mun ítarlegri, en þá hefðu líklega enn færri nennt að lesa hana :o) Gleðilegt sumar. Björn Ólafsson, útgerðartæknir, ofl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin virðist hafa komið sér í bobba eða þó? Það er virðingarvert þegar stjórnmálamenn standa við gefin kosningaloforð. Það á að efna loforðið um auknar krókaveiðar, sem er samfélagslega af hinu góða. Kvótinn sem þarf til er talinn 20.000-30.000 tonn. Slík kvótaaukning væri efnahagslega jákvæð. Það sem meira er að slík aukning væri í fullu samræmi við sjálfbæra vísindalega nýtingu auðlinda sjávar og alþjóðlega viðurkennd viðmið. Hugsanlega þyrti laga-eða reglugerðarbreytingu. Hlýnunin spilar inni í, en enn ekki í aðalhlutverki . Hafró býr yfir mjög miklum uppýsingum, gögnum og þekkingu . Það sem fiskveiðiráðgjöfin snýst í raun um, er túlkun á fyrirliggjandi upplýsingum. Það vill til að ýmsar erlendar stofnanir og vísindafólk, hafa unnið að rannsóknum á vistkerfinu umhverfis landið. Þannig að hægt er að finna og fá aðra sýn á stöðu vistkerfi sjávar hér við land en eingöngu sýn Hafró. Allar tölur og gögn sem ég nota hér eru unnin úr tækniskýrsum Hafró, og frá erlendum vísindamönnum og rannsóknum þeirra. Meðal annars : Ices, J. Northwest Atl Fish.Sci., Beaugrand Et Al, Pinsky Et.Al. Shertsov ET Al, NOAA Fisheries Data, ofl. Staðreyndir sem þar að hafa í huga. Áratugum saman voru veidd um 400.000 tonn af þorski á ári. Frá 1965 til 1980, var stofnstærðin frá 830.000 til 1.510.000 tonn, sem hann stóð í árið 1980. Hrygningarstofninn frá 146.000 til 370.000 tonn, sem hann stóð í árið 1980. Meðal aflinn á ári var 384.000 tonn. Frá 2001 til 2024 , var stofnstærðin frá 663.000 til 1.227.000 tonn. Hrygningarstofninn frá 160.000 til 525.000 tonn. Meðal aflinn á ári 219.0000 eða að meðaltali 165.000 tonnum minni. Ástæða þess að ekki hefur tekist að auka aflann er: „forsendubrestur“ náttúran greip inn í, þar sem nýliðun í þorskstofninum hefur stórminnkað og þorskur frá Grænlandi væri hættur að ganga á miðin; segir forstjóri Hafró. (Sami þorskur fór ungur af Íslandsmiðum, og var að ganga til baka sem fullorðinn fiskur). Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, 5,7 kg, og var ein aðaluppistaðan í aflanum. Árið 2024 mælist meðalþyngd 7 ára þorsks 4,2 kg. Meðalþyngd flestra árganga þorsks hefur mælst undir meðaltali, 1996-2024. Fyrir árið 2000 var um 50% 5-7 ára þorsks kynþroska. Eftir 2000 nær 30%. Rannsóknir á magafylli þorsks frá 1996-2023, sýna að magafylli hans hefur farið minnkandi frá um 2000. Síðustu áratugi hefur aldursamseting þorskaflans beyst mikið. Aflinn hefur í auknum mæli færst frá yngri fisk yfir í eldri fisk. Árið 1985 var búið að veiða um 75% af afla hvers árgangs áður en hann var 7 ára. Nú er sú hlutdeild 40%. Úr skýrslu Hafró: „Óvenju mikið veiddist af 10 ára og eldri fiski árið 2019, eða um 24% af afla..“ Það kemur fram í stofnmati að hluti 9 ára fisks hefur stóraukist, eða úr 25.000 tonnum um árið 2000, í 75-100.000 tonn síðustu ár. Hlutur yngri fisks í stofninum hefur minnkað mjög mikið. Þorskur á aldrinum 10-14 ára var sjaldséður áður fyrr, en sést nú í auknum mæli. Frá um 2000 hefur nýliðun þorsks minnkað, og er undir meðaltali áratuganna fyrir 2000. Hafró segir: „eitthvað skeði, sem við getum enn ekki úrskýrt“. Hýnun sjávar þó talin aðal ástæða minnkandi nýliðunar. Frá árinu 1965 til 2024, var loðnuaflinn rétt um 35.000.000 tonn. Þar af um 24.600.600 tonn til ársins 2000. Meðal loðnuafli á ári frá 1980 til 2000 var um 925.000 tonn. Síðast liðin 10 ár hefur meðalaflinn verið 240.000 tonn á ári, sem er villandi þ.s. loðnubrestur hefur orðið 5 af síðustu 10 vertíðum. Loðnan hefur í auknum mæli fært sig um set, og elur nú meiri tíma við austurströnd Grænlands í kaldari sjó. Eftir árið 2000 hafa stofnar humars og rækju hrunið. Lúðuveiðibann hefur verið síðan 2011. Forstjóri Hafró segir: „ Humarinn var mjög skynsamlega nýttur, mjög varlega nýttur“. í ljós hærra hitastig sjávar, ætti humarinn að kunna betur við sig, þar sem sjórinn við Ísland var á mörkum þess að vera nógu hlýr. Nýliðunarvandi humarsins hafi því komið mjög á óvart. Stofninn hrundi aðallega vegna ofveiði og skemmda á búsvæðum (Ices) Hafró hefur ítrekað nefnd hlýnun sjávar frá því um 2000, sé ein megin orsök minnkandi nýliðunnar fiskitegunda, og vændræðum loðnustofnsins. Margir erlendir vísindamenn eru þessu ósammála, nýliðun minnkaði áður en hlýnun hófst. Nýliðun, er grundvöllur sjálfbærni stofna, að einstaklingum í stofnum fjölgi a.m.k. jafn mikið eða meira en sá fjöldi einstaklinga sem tekinn (veiddur) er úr stofninum. Forstjóri Hafró segir: „Loðan er ekki bara mikilvægasta fisktegundin, heldur lang mikilvægasta fisktegundin sem fæða fyrir aðar tegundir“. Stofnuninn skrifar vandræði loðnunnar á „umhverfisbreytingar“. Annað ekki. Fiskveiðistjórnunarkerfið er byggt upp á kvótakerfi. Það sem kallað er ITQ kerfi; Invividual Transferable Quota. Þar sem kvóti er gefinn út á hverja fiskitegund. Kerfið hefur fengið mikla athygli erlendis, og mikið rannsakað. Ókostur þessi að það þykir einblína of mikið á einstaka stofna óháð öðrum og vistkerfinu í heild. Úr skýrslu Hafró frá 2022 : „Fáar fisktegundir virðast hafa orðið fyrir alvarlega neikvæðum áhrifum af veiðum á íslenska hafsvæðinu. Ein tegund sem þó er vert að geta er lúða.” - (hvað með loðnu, humar, þorsk, rækju…) Vísindasamfélagið alls ekki allt sammála Hafró. Afhverju hefur ekki tekist að auka þorskaflann, þrátt fyrir stærri hrygningarstofn og sambærilega stofnstærð og fyrir kvóta. Hafró segir það vegna „forsendubrests“. Minnkandi nýliðunnar vegna umhverfisáhrifa, einkum hlýnunar sjávar frá aldamótum(2000). Þetta þykir ótrúverðug útskýring. Samkvæmt rannsóknum (2002 og 2012) hefur verið sannað að það eru bein tengsl milli magns loðnu(lífmassa) í vistkerfinu og nýliðunnar þorsks. Nýliðun þorsks féll um nær 70% milli áranna 1990 til 2003, á meðan að lífmassi loðnu féll um 90%. Þessa mikla minnkun loðnustofnsins má rekja til ofveiði. Í vistkerfi sem er í jafnvægi, er talið að þorskur éti um 70% loðnunnar. Marfeldisáhrif þeirra upp undir 30.000.000 tonna sem þá þegar höfðu verið veidd um árið 2000, nema mörg hundruðum milljóna tonna af loðnu sem vistkerfið var rænt um. Engin fisktegund getur tekið hlutverk loðnunnar. Dæmi um minnkun loðnustofnsins sést í þyngdartapi þorsks og fækkun einstaklinga í stofninum, auknu afráni á aðrar tegundir t.d.síld, humar, rækju, seiði, ýmis krabbadýr og margt fleirra. Ein af fáum lífverum sem græðir á minnkun loðnu er marglytta, en henni fjölgar sem kemur niður á lífslíkum fiskilifra í yfirborði sjávar. Ekki er hægt að kenna umhverfisbreytinum nema að mjög litlu leyti um hrun loðnustofnsins, þar sem hrunið var þegar hafið áður en hlýnunarskeiðið hófst. Í skýrslu Ices(Alþjóðlega Hafrannsóknaráðið) kemur fram að loðna var veidd langt fram úr ráðlögðu magni m.v. vistfræðilegar forsendur. Hlýnun sjávar er í aukaatriði þegar kemur að hruni stofnsins. Í skýrslunni kemur fram að loðna var veidd í 15 ár langt umfram vísindalega nálgun. Samkvæmt gögnum NOAA: Nýliðun þorsks virðist ekki hafa verið í neinum tölfræðilegum tengslum við hlýnun hafsins, ekki þá fyrr en eftir að loðnustofninn fór að minnka. Þorskurinn verður fyrir gífurlegum skakkaföllum við minnkandi loðnu. Niðurstöðum úr rannsóknum (Sherstov 2010, Ástþórsson 2012 og Ices 2015) var magainnihald þorsks árið 1990 um 65-80%, árið 2010 var það komið niður í 10-20%.Þorskurinn nær ekki að vinna upp orkutapið af loðnumissi. Stórlega dregur úr vaxtarhraða amk 20% og meiri afföll verða vegna náttúrulegs dauð. Ein fyrstu einkenni aukins sjálfráns; þorskur étur minni þorsk, er hækkandi aldur stofnsins. Staðreynd sem rannsóknir Hafró sýna. Yngri fisk fækkar í stofninum vegna þess að hann er étin, eða lifir ekki af sökum fæðuskorts. Miklar breytingar hafa orðið á aldursamsetningu stofnsins; mun meira af eldri fisk er í veiðinni. Með því að fjarlægja þetta gífurlega magn af orkuríkustu fæðu nytjafiskistofna okkar úr vistkerfinu; höfum við líkt og í samfélagi okkar; búið til „innviðaskuld“ í vistkerfið. Líffræðilega er ómögulegt að byggja upp sjálfbæran þorskstofn, eins og var hér fyrir loðnuveiðar. Þáttur loðnu í vistkerfinu sést best á að hér var hægt að veiða um 400.000 tonn af þorski, og eins mikið og hægt var að öðrum botnfisktegundum, stjórnlaust áratugum saman. Miðað við stöðu þorskstofnsins í dag, má með sterkum vísindalegum rökum segja að stofninn sé of stór í núverandi vistkerfi. Ef þorskkvótinn yrði aukinn, væri álagið á loðnustofninn minna. Sjálfrán og afrán minnkaði, til lengri tíma mætti ætla að nýliðun myndi vaxa. Atvinnuvegaráðherra ætti að auka kvótann til að minnka innviðaskuldina í vistkerfinu. Framundan virðist verða enn meira álag á vistkerfi sjávar vegna loftlagsbreytinga, og þar með á nytjastofna okkar. Það væri ábyrgðarhluti að ganga harðar fram í veiðum á loðnu, hreint út skemmdarverk á vistkerfinu. Hugsa þarf til framtíðar, núverandi kynslóð ber að skila heilbrigðum sjávarauðlindum. Ráðgjöf Hafró hefur ekki tekið nægjanlega tillit til vistkerfisins í heild. Heldur eru gefnir út kvótar á hverja tegund, án þess að huga nægileg að sambandi og afleiðinum fyrir allt vistkerfið. Tímabært er að líffræðin yfirtaki viðskiptalegu hliðina á kvótakerfinu. Þetta veit Hafró, enda loks farið að skoða meiri vistkerfisnálgun, rétt eins og alþjóða vísindasamfélagið er að pressa á. Nýlega tók Hafró upp á að nota Mohn Rho „reiknilíkanið“ inn í nálgun sína, eitthvað sem amk ætti að koma í veg fyrir reglulegar breytingar/leiðréttingar á stofnstærðamati og fleiri breytum aftur í tímann. Vistkerfi passar ekki inn í nein reiknilíkun – hvað þá töflureikni/Excell. Aðvörun. Vísindamenn sem stjórna fiskveiðiráðgjöf í Barentshafi, sem og Hafró, ætlar að taka upp ný viðmið í ráðgjöf loðnukvóta. Þetta er tilraun, sem gengur út á að „skilja eftir með 95% vissu 150.000 tonna hrygningarstofn loðnu“ á hverju tímabili. Þarna er verið að leika sér að eldinum. Ef þessi tilraun klikkar, þá er hrygningarstofninn mjög líklega of lítill svo að loðnan nái að rétt sig af. Þetta er tilraun sem ætti ekki að taka þátt í með sameiginlega auðlind landans. Nær væri að banna loðnuveiðar 2-3 ár og sjá hvort bæði loðnan og þorskurinn taki ekki við sér. Þessi grein hefði mátt vera mun ítarlegri, en þá hefðu líklega enn færri nennt að lesa hana :o) Gleðilegt sumar. Björn Ólafsson, útgerðartæknir, ofl.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun