Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir og Israa Saed skrifa 27. apríl 2025 19:00 Síðasta árið hef ég verið í sambandi við nokkrar manneskjur í Palestínu og ég kalla þau öll með stolti vini mína. Meirihluti þeirra eru ungar mæður með lítil börn. Í litla hópnum mínum eru líka feður, strákar og ungar konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða og reiða sig á utanaðkomandi hjálp til að komast í gegnum það sem oftast er kallað stríð en er í raun kerfisbundin útrýming heillar þjóðar. Þið getið sett þann merkimiða sem þið viljið við þessa útskýringu. Orð í þessu samhengi mega sín lítils, það eru gjörðirnar sem skipta núna máli. Til að hreyfa við hjörtum samborgara minna og reyna af veikum mætti að verða að liði birti ég hér sögu minnar kæru Israa. Saga Israa er merkileg fyrir þær sakir að í henni má lesa um sameiginlega upplifun hundruðir þúsunda mæðra á aðstæðum sem hafa aldrei nokkurn tímann átt sinn líka í sögu mannkyns. En Israa er líka einstök, hún berst ein í bökkum með dætur sínar þrjár því maðurinn hennar þurfti að fara yfir landamærin í byrjun stríðsins til að komast undir læknishendur, og hann kemst ekki aftur til baka. „Ég ólst upp í miðju stríði og erfiðleikum en tókst að ljúka námi þrátt fyrir skelfilegar aðstæður, eldflaugar flugu yfir okkur á meðan á prófum stóð, stöðugur ótti og ótrygg búseta voru daglegt líf. Ég útskrifaðist úr háskóla árið 2016 með gráðu í arabísku og íslömskum fræðum, á sama tíma og ég eignaðist mína fyrstu dóttur, Sama. Eiginmaður minn var járnsmiður sem þénaði rétt nóg til að sjá okkur farborða. Við bjuggum í litlu húsi og mig dreymdi um betra líf fyrir börnin mín, en stríð og fátækt gerðu það ómögulegt. Í gegnum árin lifðum við af nokkrar árásir, 2012, 2014, 2020 en sú allra skelfilegasta stendur nú yfir. Við höfum núna upplifað sprengjuárásir, flótta, hungur og stöðugan ótta. Dætur mínar hafa orðið vitni að eyðileggingu sem ekkert barn ætti nokkru sinni að sjá. Ein eldflaug lenti við rúm elstu dóttur minnar aðeins nokkrum mínútum eftir að hún hafði farið úr því, örlögin hlífðu okkur í það skiptið, en áfallið sat eftir. Ég sé ein fyrir börnunum. Þegar stríðið braust út fylltist ég ótta. Við vissum ekki hvað var að gerast, hvernig við áttum að hegða okkur eða hvernig ég gæti varið börnin mín. Ég var stressuð og kvíðin. Ætti ég að flýja? Ég safnaði saman skilríkjunum okkar, enn skjálfandi af ótta, en það eina sem hægt var að gera var að bíða milli vonar og ótta í myrkrinu, yrðum við næstar? Það var erfið nótt; flugvélar, eldflaugar og stöðug hávaði sem aldrei hætti. Hvenær sem var gat sprengjubrot fallið á okkur og drepið okkur. Okkar fyrra líf var horfið. Skorið var alveg á rafmagnið eftir að aðalrafstöðvarnar voru sprengdar. Við notum rafhlöður með örlitlu ljósi, en það dugar skammt. Fólk hefur neyðst til að nota sólarorku, sem þó er ekki öllum aðgengileg og við komumst öðru hvoru í netsamband, við td. þá spítala sem eftir standa. Okkur hefur verið fleygt aftur um aldir, allt það hversdagslega sem er svo sjálfsagt í nútímanum er orðið að baráttu, frá því að sækja vatn, kveikja eld, elda og verða sér úti um klæði. Á síðustu mánuðum höfum við neyðst til að flýja, frá Rafah til Khan Younis og svo aftur og aftur undir sprengjuárásum, oft gangandi klukkutímum saman. Við bjuggum í yfirfullum tjöldum þar sem ekkert var af hreinu vatni, rafmagni eða næði. Lífið er óbærilegt, að þvo föt með höndunum í kuldanum olli mér skaða og börnin mín eru með húðvandamál vegna lélegrar hreinlætisaðstöðu. Nú er maturinn er á þrotum og við erum ráða- og bjargarlaus. Ómögulegt er að flýja með reisn og á mannúðlegan hátt. Í hvert einasta skipti sem ég flúði með dæturnar mínar litlu var það undir sprengjuárásum, stórskotahríð og algjörri eyðileggingu. Í hvert skipti gleymdi ég einhverju, fötum eða nauðsynjum fyrir börnin mín, og við á flótta, aftur og aftur. Einn daginn, sem var sérstaklega erfiður, var ég að biðja. Ég náði ekki að klára bænina því eldflaug lenti á húsi nágranna minna. Börnin mín byrjuðu að gráta og öskra. Ég hafði oft flúið yfir til nágrannanna því þakið hjá þeim er úr steinsteypu og veitir meiri vörn gegn sprengjubrotunum úr þessum villimannslegu árásum. Annar dagur: Ég sit úti um nóttina og eldflaug lendir á byggingu beint á móti húsinu mínu. Ég horfi á sprenginguna og sé börnin hlaupa út – mæðurnar rifnar í sundur. Hræðilegt. Þetta er sjón sem gleymist aldrei. Við höfum upplifað nætur sem enginn ætti að þurfa að lifa – enginn getur þolað slíkar aðstæður. Allir eru ringlaðir, óvissir – á hverri stundu getur hver sem er orðið næsta skotmark. Það sem við höfum lifað og séð getur mannshugurinn ekki ímyndað sér. Hugsaðu þér að sitja og vita að þú gætir verið drepin hvenær sem er, og bíða eftir að eldflaug falli á þig. Það er ólýsanlegt, niðurlægjandi. Lífið í tjöldum er mjög erfitt, á veturna er bítandi kuldi og á sumrin óbærilegur hiti. Það er raunveruleikinn, ofan á allt annað. Þrátt fyrir allt þetta reyndi ég að leita eftir stuðningi. Ég hef notað Facebook til að tengjast fólki, en reikningunum mínum er alltaf lokað. Það er eins og heimurinn hafi snúið baki við okkur. Nú þegar vopnahléð var tilkynnt og fólk fór aftur heim sá ég að húsið mitt hefur verið jafnað við jörðu. Ég missti allt. Núna er ég enn á flótta með dætrum mínum, án hjálpar, á lokuðu svæði þar sem engin aðstoð nær til okkar. Við erum þreyttar, harmi lostnar og gleymdar. Allt sem ég óska fyrir börnin mín er að þau fái að lifa eðlilegu lífi, hljóti menntun, lifi við öryggi og gleði. Til ykkar sem heyrið í mér: við þurfum stuðning ykkar, samkennd ykkar, rödd ykkar. Við erum ekki tölur eða fyrirsagnir í fréttum—við erum mæður, dætur og fjölskyldur sem halda í vonina í heimi sem hefur snúið okkur baki.“ Það er mikilvægt að upplifun vina minna komi fram. Það er líka mikilvægt að standa með þeim, með öllum tiltækum ráðum. Nú þegar tveir mánuðir hafa liðið síðan lokað var á alla aðstoð inn á svæðið og allar birgðir eru á þrotum er mikilvægara en nokkurn tímann að taka þátt á einstaklingsgrundvelli. Löngu ljóst er að samsekt alþjóðlegra stofnana og ríkja heims sem taka ekki til sinna ráða gegn drápsvélum þeim sem lýst er hér frá fyrstu hendi, er mikil. Í raun felst eina mögulega björgin í okkur, venjulegu fólki út um allan heim, sem getur sent pening til þeirra sem þó eru svo lánsöm að eiga hauk í horni í öðru landi. Millifærslur frá einstaklingum eru það eina sem hjálpar eins og er, og það sem meira er, það er bein aðstoð, beint frá þér til þeirra. Úti er hægt að borga fyrir matinn með millifærslum beint til kaupmanna. Því bið ég ykkur, takið þátt. Vingist við Israa og athugið söfnunarsíðuna hennar og/eða fleiri í sömu aðstæðum, gangið til liðs við hópinn Safnanir og styrkir til fólks í Palestínu og gerið það eina sem við getum gert til að sýna hug okkar. Höfundur er þýðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Síðasta árið hef ég verið í sambandi við nokkrar manneskjur í Palestínu og ég kalla þau öll með stolti vini mína. Meirihluti þeirra eru ungar mæður með lítil börn. Í litla hópnum mínum eru líka feður, strákar og ungar konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða og reiða sig á utanaðkomandi hjálp til að komast í gegnum það sem oftast er kallað stríð en er í raun kerfisbundin útrýming heillar þjóðar. Þið getið sett þann merkimiða sem þið viljið við þessa útskýringu. Orð í þessu samhengi mega sín lítils, það eru gjörðirnar sem skipta núna máli. Til að hreyfa við hjörtum samborgara minna og reyna af veikum mætti að verða að liði birti ég hér sögu minnar kæru Israa. Saga Israa er merkileg fyrir þær sakir að í henni má lesa um sameiginlega upplifun hundruðir þúsunda mæðra á aðstæðum sem hafa aldrei nokkurn tímann átt sinn líka í sögu mannkyns. En Israa er líka einstök, hún berst ein í bökkum með dætur sínar þrjár því maðurinn hennar þurfti að fara yfir landamærin í byrjun stríðsins til að komast undir læknishendur, og hann kemst ekki aftur til baka. „Ég ólst upp í miðju stríði og erfiðleikum en tókst að ljúka námi þrátt fyrir skelfilegar aðstæður, eldflaugar flugu yfir okkur á meðan á prófum stóð, stöðugur ótti og ótrygg búseta voru daglegt líf. Ég útskrifaðist úr háskóla árið 2016 með gráðu í arabísku og íslömskum fræðum, á sama tíma og ég eignaðist mína fyrstu dóttur, Sama. Eiginmaður minn var járnsmiður sem þénaði rétt nóg til að sjá okkur farborða. Við bjuggum í litlu húsi og mig dreymdi um betra líf fyrir börnin mín, en stríð og fátækt gerðu það ómögulegt. Í gegnum árin lifðum við af nokkrar árásir, 2012, 2014, 2020 en sú allra skelfilegasta stendur nú yfir. Við höfum núna upplifað sprengjuárásir, flótta, hungur og stöðugan ótta. Dætur mínar hafa orðið vitni að eyðileggingu sem ekkert barn ætti nokkru sinni að sjá. Ein eldflaug lenti við rúm elstu dóttur minnar aðeins nokkrum mínútum eftir að hún hafði farið úr því, örlögin hlífðu okkur í það skiptið, en áfallið sat eftir. Ég sé ein fyrir börnunum. Þegar stríðið braust út fylltist ég ótta. Við vissum ekki hvað var að gerast, hvernig við áttum að hegða okkur eða hvernig ég gæti varið börnin mín. Ég var stressuð og kvíðin. Ætti ég að flýja? Ég safnaði saman skilríkjunum okkar, enn skjálfandi af ótta, en það eina sem hægt var að gera var að bíða milli vonar og ótta í myrkrinu, yrðum við næstar? Það var erfið nótt; flugvélar, eldflaugar og stöðug hávaði sem aldrei hætti. Hvenær sem var gat sprengjubrot fallið á okkur og drepið okkur. Okkar fyrra líf var horfið. Skorið var alveg á rafmagnið eftir að aðalrafstöðvarnar voru sprengdar. Við notum rafhlöður með örlitlu ljósi, en það dugar skammt. Fólk hefur neyðst til að nota sólarorku, sem þó er ekki öllum aðgengileg og við komumst öðru hvoru í netsamband, við td. þá spítala sem eftir standa. Okkur hefur verið fleygt aftur um aldir, allt það hversdagslega sem er svo sjálfsagt í nútímanum er orðið að baráttu, frá því að sækja vatn, kveikja eld, elda og verða sér úti um klæði. Á síðustu mánuðum höfum við neyðst til að flýja, frá Rafah til Khan Younis og svo aftur og aftur undir sprengjuárásum, oft gangandi klukkutímum saman. Við bjuggum í yfirfullum tjöldum þar sem ekkert var af hreinu vatni, rafmagni eða næði. Lífið er óbærilegt, að þvo föt með höndunum í kuldanum olli mér skaða og börnin mín eru með húðvandamál vegna lélegrar hreinlætisaðstöðu. Nú er maturinn er á þrotum og við erum ráða- og bjargarlaus. Ómögulegt er að flýja með reisn og á mannúðlegan hátt. Í hvert einasta skipti sem ég flúði með dæturnar mínar litlu var það undir sprengjuárásum, stórskotahríð og algjörri eyðileggingu. Í hvert skipti gleymdi ég einhverju, fötum eða nauðsynjum fyrir börnin mín, og við á flótta, aftur og aftur. Einn daginn, sem var sérstaklega erfiður, var ég að biðja. Ég náði ekki að klára bænina því eldflaug lenti á húsi nágranna minna. Börnin mín byrjuðu að gráta og öskra. Ég hafði oft flúið yfir til nágrannanna því þakið hjá þeim er úr steinsteypu og veitir meiri vörn gegn sprengjubrotunum úr þessum villimannslegu árásum. Annar dagur: Ég sit úti um nóttina og eldflaug lendir á byggingu beint á móti húsinu mínu. Ég horfi á sprenginguna og sé börnin hlaupa út – mæðurnar rifnar í sundur. Hræðilegt. Þetta er sjón sem gleymist aldrei. Við höfum upplifað nætur sem enginn ætti að þurfa að lifa – enginn getur þolað slíkar aðstæður. Allir eru ringlaðir, óvissir – á hverri stundu getur hver sem er orðið næsta skotmark. Það sem við höfum lifað og séð getur mannshugurinn ekki ímyndað sér. Hugsaðu þér að sitja og vita að þú gætir verið drepin hvenær sem er, og bíða eftir að eldflaug falli á þig. Það er ólýsanlegt, niðurlægjandi. Lífið í tjöldum er mjög erfitt, á veturna er bítandi kuldi og á sumrin óbærilegur hiti. Það er raunveruleikinn, ofan á allt annað. Þrátt fyrir allt þetta reyndi ég að leita eftir stuðningi. Ég hef notað Facebook til að tengjast fólki, en reikningunum mínum er alltaf lokað. Það er eins og heimurinn hafi snúið baki við okkur. Nú þegar vopnahléð var tilkynnt og fólk fór aftur heim sá ég að húsið mitt hefur verið jafnað við jörðu. Ég missti allt. Núna er ég enn á flótta með dætrum mínum, án hjálpar, á lokuðu svæði þar sem engin aðstoð nær til okkar. Við erum þreyttar, harmi lostnar og gleymdar. Allt sem ég óska fyrir börnin mín er að þau fái að lifa eðlilegu lífi, hljóti menntun, lifi við öryggi og gleði. Til ykkar sem heyrið í mér: við þurfum stuðning ykkar, samkennd ykkar, rödd ykkar. Við erum ekki tölur eða fyrirsagnir í fréttum—við erum mæður, dætur og fjölskyldur sem halda í vonina í heimi sem hefur snúið okkur baki.“ Það er mikilvægt að upplifun vina minna komi fram. Það er líka mikilvægt að standa með þeim, með öllum tiltækum ráðum. Nú þegar tveir mánuðir hafa liðið síðan lokað var á alla aðstoð inn á svæðið og allar birgðir eru á þrotum er mikilvægara en nokkurn tímann að taka þátt á einstaklingsgrundvelli. Löngu ljóst er að samsekt alþjóðlegra stofnana og ríkja heims sem taka ekki til sinna ráða gegn drápsvélum þeim sem lýst er hér frá fyrstu hendi, er mikil. Í raun felst eina mögulega björgin í okkur, venjulegu fólki út um allan heim, sem getur sent pening til þeirra sem þó eru svo lánsöm að eiga hauk í horni í öðru landi. Millifærslur frá einstaklingum eru það eina sem hjálpar eins og er, og það sem meira er, það er bein aðstoð, beint frá þér til þeirra. Úti er hægt að borga fyrir matinn með millifærslum beint til kaupmanna. Því bið ég ykkur, takið þátt. Vingist við Israa og athugið söfnunarsíðuna hennar og/eða fleiri í sömu aðstæðum, gangið til liðs við hópinn Safnanir og styrkir til fólks í Palestínu og gerið það eina sem við getum gert til að sýna hug okkar. Höfundur er þýðandi
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun