Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar 25. apríl 2025 14:45 Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn)
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar