„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2025 09:01 Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun