Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. apríl 2025 06:03 Blóðmerahald er, sem betur fer, komið nokkuð á krítiska dagskrá aftur, þökk sé erlendum dýraverndarsamtökum og Dýraverndar-sambandi Íslands, nýjum öflugum mönnum, sem þar eru nú á ferð. Eins og margir vita, byggist blóðmerahald á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Þetta blóð er síðan notað til að framleiða frjósemislyf fyrir aðallega svín; með þeim er hægt að rjúfa tíðarhring gylta og, þannig, knýja gyltur til að eiga meiri fjölda grísa og oftar, en náttúrlegt er. Auka kjötframleiðsluna. Þetta er því líka illþyrmileg misnotkun svína. Fyrir undirrituðum er þetta ofbeldi og þessi misnotkun þessara varnarlausu dýranna með ólíkindum. Hvert er eiginlega innræti og tilfinningalíf, mannúð, þeirra manna, líka og ekki sízt dýralækna, sem að þessari óiðju standa!? Dýralæknar sverja þess eið, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að tryggja vernd og velferð dýranna. Aðrir eins svikarar. Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í. Í öllum löndum ESB, svo og í Sviss, er blóðmerahald stranglega bannað. Í raun er það bannað um allan heim, nema í einu eða tveimur löndum Suður-Ameríku og svo Kína, auk Íslands. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í minnst 15 mínútur. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á um hundrað bæjum, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt, hvað þá eiðsvarnir dýralæknarnir. Svandís Svavarsdóttir, sem kenndi sig við grænt, kvaðst ætla að taka faglega á þessu á sínum tíma, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B, M og D. Og, því miður, virðist nýr atvinnuvegaráðherra, ný ríkisstjórn, heldur ekki ætla að gera mikið í málinu, þrátt fyrir yfirlýsingar allra stjórnarflokkanna þriggja um það, fyrir kosningar, m.a. á fundi Dýraverndarsambandsins með stjórnmálaflokkunum 7. nóvember 2024, að þeir vildu tryggja bann við blóðmerahaldi. Fyrir kosningar og eftir kosningar virðast því miður oft tvö ólík fyrirbrigði hjá stjórnmálaflokkum og -mönnum. Þar má reyndar líka minna á hvalveiðar, þar þóttist atvinnuvegaráðherra og stjórnarflokkarnir standa föstum fótum fyrir banni, fyrir kosningar, en það virðist mest grafið og gleymt eftir kosningar, og hefði þeirra vegna mátt drepa yfir 400 hvali í sumar, murka lífið úr þeim mörgun. Sem betur fer stoppuðu markaðsástæður fyrir hvalkjöt í Japan þó alla vega langreyðaveiðar, en illt er samt að vita til vanefnda nýrrar ríkistjórnar í þessu stóra dýraverndar- og umhverfismáli. Reyndar má spyrja, hver stefna nýrrar ríkisstjórnar í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd sé. Í fljótu bragði virðist hún ekki beysin. Þetta er þó eitt allra stærsta mál okkar tíma. Þessi hugleiðing snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og afstöðu og framferði okkar gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaður fyrir lyfjaþróun og þróun nýrra lækningaaðferða fyrir okkur, mannfólkið. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var grætt hjarta úr svíni, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnar-lausari, en önnur spendýr. Hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar „systra okkar og bræðra.“ Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Blóðmerahald er, sem betur fer, komið nokkuð á krítiska dagskrá aftur, þökk sé erlendum dýraverndarsamtökum og Dýraverndar-sambandi Íslands, nýjum öflugum mönnum, sem þar eru nú á ferð. Eins og margir vita, byggist blóðmerahald á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, vikulega, 8 sinnum hvert haust, en hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar. Þetta blóð er síðan notað til að framleiða frjósemislyf fyrir aðallega svín; með þeim er hægt að rjúfa tíðarhring gylta og, þannig, knýja gyltur til að eiga meiri fjölda grísa og oftar, en náttúrlegt er. Auka kjötframleiðsluna. Þetta er því líka illþyrmileg misnotkun svína. Fyrir undirrituðum er þetta ofbeldi og þessi misnotkun þessara varnarlausu dýranna með ólíkindum. Hvert er eiginlega innræti og tilfinningalíf, mannúð, þeirra manna, líka og ekki sízt dýralækna, sem að þessari óiðju standa!? Dýralæknar sverja þess eið, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að tryggja vernd og velferð dýranna. Aðrir eins svikarar. Í Þýzkalandi er blóðtaka af fylfullum eða mjólkandi merum stranglega bönnuð, vegna þess viðkvæma ástands, sem merararnar eru þá í. Í öllum löndum ESB, svo og í Sviss, er blóðmerahald stranglega bannað. Í raun er það bannað um allan heim, nema í einu eða tveimur löndum Suður-Ameríku og svo Kína, auk Íslands. Hér er, sem sagt, allt að 8-földu magni þess blóðs, sem eðlilegt væri talið að taka mætti úr fullfrískri meri, sem hvorki væri fylfull né mjólkandi, tappað af hryssum, sem eru bæði fylfullar og mjólkandi! Við þetta bætist svo það ofbeldi og þær meiðingar, sem beita þarf dýrin, til að koma þeim í blóðtökubás og negla þær þar, og svo þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir, vikulega um 8 vikna skeið, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og það í minnst 15 mínútur. Þetta er búið að vera í gangi í 40 ár, hefur blasað við á um hundrað bæjum, og MAST hefur átt að hafa eftirlit með þessu - að dýravelferð væri tryggð -, en nánast enginn hefur gert eitthvað með þetta, ekki einu sinni MAST, sem fremur hefur borið blak af starfseminni, en hitt, hvað þá eiðsvarnir dýralæknarnir. Svandís Svavarsdóttir, sem kenndi sig við grænt, kvaðst ætla að taka faglega á þessu á sínum tíma, í samræmi við gildandi dýraverndarlög, en lét svo þetta illvirki bara halda áfram, í nánast óbreyttu formi. Treysti sér greinilega ekki í slaginn við landbúnaðarklíku B, M og D. Og, því miður, virðist nýr atvinnuvegaráðherra, ný ríkisstjórn, heldur ekki ætla að gera mikið í málinu, þrátt fyrir yfirlýsingar allra stjórnarflokkanna þriggja um það, fyrir kosningar, m.a. á fundi Dýraverndarsambandsins með stjórnmálaflokkunum 7. nóvember 2024, að þeir vildu tryggja bann við blóðmerahaldi. Fyrir kosningar og eftir kosningar virðast því miður oft tvö ólík fyrirbrigði hjá stjórnmálaflokkum og -mönnum. Þar má reyndar líka minna á hvalveiðar, þar þóttist atvinnuvegaráðherra og stjórnarflokkarnir standa föstum fótum fyrir banni, fyrir kosningar, en það virðist mest grafið og gleymt eftir kosningar, og hefði þeirra vegna mátt drepa yfir 400 hvali í sumar, murka lífið úr þeim mörgun. Sem betur fer stoppuðu markaðsástæður fyrir hvalkjöt í Japan þó alla vega langreyðaveiðar, en illt er samt að vita til vanefnda nýrrar ríkistjórnar í þessu stóra dýraverndar- og umhverfismáli. Reyndar má spyrja, hver stefna nýrrar ríkisstjórnar í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd sé. Í fljótu bragði virðist hún ekki beysin. Þetta er þó eitt allra stærsta mál okkar tíma. Þessi hugleiðing snýst þó ekki bara um okkur, mannfólkið, og afstöðu og framferði okkar gagnvart dýrum, heldur líka um dýrin og okkur. Samvist manna og dýra. Öll spendýr, ekki bara maðurinn, eru sköpuð með margslungnu tilfinningalífi, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðslum og áverkum, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt eins og við. Tilraunir eru gerðar á músum, rottum, kanínum, hundum og öpum - oftast reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaður fyrir lyfjaþróun og þróun nýrra lækningaaðferða fyrir okkur, mannfólkið. Nýlegt dæmi um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann. Í 57 ára gamlan Bandaríkjamann, sem var með lífshættulegan hjartasjúkdóm, var grætt hjarta úr svíni, og lifði maðurinn af um nokkurt skeið. Hjartaígræðsla úr svíni í mann virkaði! Áður hafði það gerzt, að hjartalokur úr svínum höfðu verið græddar í menn, húð af svínum grædd á brunasár manna, og svínsnýra grætt í mann. Við, spendýrin, erum semsé í grunninn öll sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er auðvitað gráðugri, grimmari og miskunnar-lausari, en önnur spendýr. Hann einn drepur án þarfar, sér til skemmtunr og gleði, af lægstu hvötum; drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er þessi: Við, menn og önnur spendýr, erum ein stór og margbreytileg fjölskylda, þannig, að þegar við erum að halda, slátra og éta önnur spendýr, erum við, í raun, að halda, slátra og éta nátengdar lífverur. Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum og fallegu steikurnar á grillinu, eru hold og vöðvar „systra okkar og bræðra.“ Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun