Max svaraði Marko fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 08:00 Hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. Vince Mignott/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, segir marga vera að ræða framtíð hans en hann sé ekki einn af þeim. Á dögunum ræddi Helmut Marko framtíð Hollendingsins hjá Red Bull. Téður Marko telur að fjórfaldi heimsmeistarinn gæti yfirgefið Red Bull takist þeim ekki að finna lausnir á annars slöku gengi sínu. Samningur Verstappen við Red Bull gildir til ársins 2028 en það er talið svo gott sem öruggt að klásúla í samningi ökumannsins geri honum kleift að yfirgefa félagið takist því ekki að uppfylla ákveðin skilyrði. „Í hreinskilni sagt þá veit ég það ekki. Ég held bara áfram að vinna vinnuna mína og reyna að bæta bílinn,“ sagði Verstappen aðspurður hvað lægi að baki ummælum Marko. „Barein var ekki góð helgi fyrir okkur. Ég held að við séum öll frekar ósátt með helgina. Við þurfum að lagfæra bílinn og koma með nýjar hugmundir sem gætu hjálpað okkur að bæta hann. Það er það sem ég er aðallega að pæla í, að reyna koma okkur í betri stöðu.“ „Einbeitið ykkur að því að lýsa og ég einbeiti mér að því að keyra. Þá þurfum við ekki að hugsa um aðrar sviðsmyndir,“ sagði Verstappen og glotti er hann var spurður hvort hann væri að íhuga að yfirgefa Red Bull. F1 keppni helgarinnar fer fram í Sádi-Arabíu. Kappaksturinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 16.30 á sunnudag. Akstursíþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Á dögunum ræddi Helmut Marko framtíð Hollendingsins hjá Red Bull. Téður Marko telur að fjórfaldi heimsmeistarinn gæti yfirgefið Red Bull takist þeim ekki að finna lausnir á annars slöku gengi sínu. Samningur Verstappen við Red Bull gildir til ársins 2028 en það er talið svo gott sem öruggt að klásúla í samningi ökumannsins geri honum kleift að yfirgefa félagið takist því ekki að uppfylla ákveðin skilyrði. „Í hreinskilni sagt þá veit ég það ekki. Ég held bara áfram að vinna vinnuna mína og reyna að bæta bílinn,“ sagði Verstappen aðspurður hvað lægi að baki ummælum Marko. „Barein var ekki góð helgi fyrir okkur. Ég held að við séum öll frekar ósátt með helgina. Við þurfum að lagfæra bílinn og koma með nýjar hugmundir sem gætu hjálpað okkur að bæta hann. Það er það sem ég er aðallega að pæla í, að reyna koma okkur í betri stöðu.“ „Einbeitið ykkur að því að lýsa og ég einbeiti mér að því að keyra. Þá þurfum við ekki að hugsa um aðrar sviðsmyndir,“ sagði Verstappen og glotti er hann var spurður hvort hann væri að íhuga að yfirgefa Red Bull. F1 keppni helgarinnar fer fram í Sádi-Arabíu. Kappaksturinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 16.30 á sunnudag.
Akstursíþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira