Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar 16. apríl 2025 12:32 Á undanförnum árum og áratugum hafa kröfur um fagleg og skilvirk vinnubrögð í stjórnsýslu sveitarfélaga aukist verulega. Kröfurnar koma úr ýmsum áttum; frá Alþingi og ráðuneytum í lögum og reglugerðum, frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaganna sem vilja sýna metnað í störfum sínum og síðast ekki síst frá íbúunum, sem kalla eftir góðri þjónustu og ábyrgri nýtingu opinberra fjármuna. Stefnumiðuð stjórnun sveitarfélaga Meðal annars hefur verið lögð aukin áhersla á stefnumiðaða stjórnun í starfsemi sveitarfélaga, sem hefur leitt af sér lögbundnar kröfur um stefnumótun á ákveðnum sviðum. Sveitarfélögum ber þannig að móta sér stefnu í skólamálum, jafnréttismálum (jafnréttisáætlun), um landnýtingu og þróun byggðar (aðal- og deiliskipulag), um notkun tungumála í starfseminni (málstefna), í loftslagsmálum og um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags svo eitthvað sé nefnt. Kröfurnar koma ýmist fram í sveitarstjórnarlögum eða sérlögum um viðkomandi málaflokk. Gildi stefnumótunar Í flestum sveitarfélögum eru kjörnir fulltrúar og starfsfólk meðvituð um gagnsemi stefnumótunar, en áherslur fólks eru mismunandi og það er ekki sjálfgefið að áherslan sé lögð á að móta þær stefnur sem lögin kveða á um. Algengt er að einhverja lögbundnar stefnur vanti en að viðkomandi sveitarfélag hafi sett sér stefnu á öðrum sviðum starfseminnar, t.d. í atvinnumálum eða í menningarmálum þar sem ekki er lögbundið að móta stefnu. Þegar stefna er lögbundin er sú hætta fyrir hendi að mótun stefnunnar snúist um að uppfylla lagaskilyrði frekar en að vinna markvisst að úrbótum á viðkomandi sviði. Þannig verður freistandi að byggja á fyrirmyndum án þess að leggja vinnu í að laga stefnuna að aðstæðum viðkomandi sveitarfélags og íbúa þess. Fyrir vikið er hægt að haka við að lagaskilyrðið sé uppfyllt, en sveitarfélagið situr uppi með skjal sem litlar líkur eru á að verði fylgt í starfseminni. Afritun stefnu annarra sveitarfélaga er þannig ekki líkleg til að skila miklum ávinningi fyrir starfsemi sveitarfélagsins og íbúa. Mörkun stefnu á ekki að vera formsatriði. Ávinningur stefnumótunar liggur ekki síst í ferlinu, þ.e. vinnunni við að greina stöðuna, skilgreina markmið og móta framtíðarsýn í samstarfi kjörinna fulltrúa, starfsfólks, íbúa og annarra hagaðila. Þannig má tryggja að stefnan eigi við í starfseminni og að þeir sem eiga að framfylgja henni leggi metnað í að fylgja henni eftir. Þjónustustefna sveitarfélaga Ein af þeim stefnum sem sveitarstjórnum ber að marka sér er stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Ákvæðið er sett í lög sem mótvægi við viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga til að tryggja að sveitarstjórn hugi að þörfum íbúa í dreifðari byggðum eða fámennari byggðarlögum innan sveitarfélagsins, setji sér stefnu um þjónustu við þau og framfylgi henni með skýrum aðgerðum Í lögunum er kveðið á um að þjónustustefna til fjögurra ára skuli unnin samhliða fjárhagsáætlun, sem þýðir í raun að þjónustustefnu á að endurskoða árlega. Enn fremur er kveðið á um að það skuli gert í samráði við íbúa. Mörg sveitarfélög hafa sett sér þjónustustefnu. Oft er um að ræða ítarlegt yfirlit yfir þá þjónustu sem í boði er utan höfuðstaðar viðkomandi sveitarfélags, án þess að sett séu fram markmið um breytingar eða þróun þjónustunnar til framtíðar. Þótt slík markmið megi gjarnan leiða af málefnasamningi flokka sem mynda meirihluta í sveitarstjórn eða af stefnu sveitarstjórnar um einstaka málaflokka, ná þau ekki inn í þjónustustefnuna. Fyrir vikið missir þjónustustefnan marks sem stjórntæki. Þjónustustefna sem lifandi stjórntæki Lagaákvæðinu um mótun stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum utan stærstu þéttbýliskjarna sveitarfélaga er fyrst og fremst ætlað að gefa íbúum dreifbýlis og jaðarsvæða hugmynd um það hvers þau megi vænta af hálfu sveitarfélagsins. Mótun þjónustustefnu gefur hinsvegar kærkomið tækifæri til að gefa öllum íbúum sveitarfélagsins til kynna hver metnaður sveitarstjórnar er í veitingu þjónustu og hvaða breytinga megi vænta í fyrirsjáanlegri framtíð. Ef vel er að verki staðið getur þjónustustefna verið gagnlegt stjórntæki, sem auk þess að gefa íbúum yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði, felur í sér leiðbeiningar til kjörinna fulltrúa, nefndarfólks og starfsfólks þegar taka þarf ákvarðanir um þjónustu til framtíðar. Þjónustustefna sveitarfélaga getur verið öflugt stjórntæki ef hún er unnin af metnaði og í samráði við íbúa. Hún á að vera lifandi skjal sem endurspeglar raunverulegar þarfir og væntingar íbúanna á hverjum tíma. Með því að leggja áherslu á virkt samráð og reglulega endurskoðun þjónustustefnu má stuðla að því að þjónustan sé ávallt í takti við ríkjandi aðstæður og kröfur. Sveitarfélög sem nýta þjónustustefnu sem virkt stjórntæki geta þannig stuðlað að aukinni skilvirkni og fagmennsku í þjónustu sinni, sem skilar sér í betri nýtingu opinberra fjármuna og ánægðari íbúum. Höfundur er verkefnastjóri hjá KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hafa kröfur um fagleg og skilvirk vinnubrögð í stjórnsýslu sveitarfélaga aukist verulega. Kröfurnar koma úr ýmsum áttum; frá Alþingi og ráðuneytum í lögum og reglugerðum, frá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaganna sem vilja sýna metnað í störfum sínum og síðast ekki síst frá íbúunum, sem kalla eftir góðri þjónustu og ábyrgri nýtingu opinberra fjármuna. Stefnumiðuð stjórnun sveitarfélaga Meðal annars hefur verið lögð aukin áhersla á stefnumiðaða stjórnun í starfsemi sveitarfélaga, sem hefur leitt af sér lögbundnar kröfur um stefnumótun á ákveðnum sviðum. Sveitarfélögum ber þannig að móta sér stefnu í skólamálum, jafnréttismálum (jafnréttisáætlun), um landnýtingu og þróun byggðar (aðal- og deiliskipulag), um notkun tungumála í starfseminni (málstefna), í loftslagsmálum og um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags svo eitthvað sé nefnt. Kröfurnar koma ýmist fram í sveitarstjórnarlögum eða sérlögum um viðkomandi málaflokk. Gildi stefnumótunar Í flestum sveitarfélögum eru kjörnir fulltrúar og starfsfólk meðvituð um gagnsemi stefnumótunar, en áherslur fólks eru mismunandi og það er ekki sjálfgefið að áherslan sé lögð á að móta þær stefnur sem lögin kveða á um. Algengt er að einhverja lögbundnar stefnur vanti en að viðkomandi sveitarfélag hafi sett sér stefnu á öðrum sviðum starfseminnar, t.d. í atvinnumálum eða í menningarmálum þar sem ekki er lögbundið að móta stefnu. Þegar stefna er lögbundin er sú hætta fyrir hendi að mótun stefnunnar snúist um að uppfylla lagaskilyrði frekar en að vinna markvisst að úrbótum á viðkomandi sviði. Þannig verður freistandi að byggja á fyrirmyndum án þess að leggja vinnu í að laga stefnuna að aðstæðum viðkomandi sveitarfélags og íbúa þess. Fyrir vikið er hægt að haka við að lagaskilyrðið sé uppfyllt, en sveitarfélagið situr uppi með skjal sem litlar líkur eru á að verði fylgt í starfseminni. Afritun stefnu annarra sveitarfélaga er þannig ekki líkleg til að skila miklum ávinningi fyrir starfsemi sveitarfélagsins og íbúa. Mörkun stefnu á ekki að vera formsatriði. Ávinningur stefnumótunar liggur ekki síst í ferlinu, þ.e. vinnunni við að greina stöðuna, skilgreina markmið og móta framtíðarsýn í samstarfi kjörinna fulltrúa, starfsfólks, íbúa og annarra hagaðila. Þannig má tryggja að stefnan eigi við í starfseminni og að þeir sem eiga að framfylgja henni leggi metnað í að fylgja henni eftir. Þjónustustefna sveitarfélaga Ein af þeim stefnum sem sveitarstjórnum ber að marka sér er stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Ákvæðið er sett í lög sem mótvægi við viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga til að tryggja að sveitarstjórn hugi að þörfum íbúa í dreifðari byggðum eða fámennari byggðarlögum innan sveitarfélagsins, setji sér stefnu um þjónustu við þau og framfylgi henni með skýrum aðgerðum Í lögunum er kveðið á um að þjónustustefna til fjögurra ára skuli unnin samhliða fjárhagsáætlun, sem þýðir í raun að þjónustustefnu á að endurskoða árlega. Enn fremur er kveðið á um að það skuli gert í samráði við íbúa. Mörg sveitarfélög hafa sett sér þjónustustefnu. Oft er um að ræða ítarlegt yfirlit yfir þá þjónustu sem í boði er utan höfuðstaðar viðkomandi sveitarfélags, án þess að sett séu fram markmið um breytingar eða þróun þjónustunnar til framtíðar. Þótt slík markmið megi gjarnan leiða af málefnasamningi flokka sem mynda meirihluta í sveitarstjórn eða af stefnu sveitarstjórnar um einstaka málaflokka, ná þau ekki inn í þjónustustefnuna. Fyrir vikið missir þjónustustefnan marks sem stjórntæki. Þjónustustefna sem lifandi stjórntæki Lagaákvæðinu um mótun stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum utan stærstu þéttbýliskjarna sveitarfélaga er fyrst og fremst ætlað að gefa íbúum dreifbýlis og jaðarsvæða hugmynd um það hvers þau megi vænta af hálfu sveitarfélagsins. Mótun þjónustustefnu gefur hinsvegar kærkomið tækifæri til að gefa öllum íbúum sveitarfélagsins til kynna hver metnaður sveitarstjórnar er í veitingu þjónustu og hvaða breytinga megi vænta í fyrirsjáanlegri framtíð. Ef vel er að verki staðið getur þjónustustefna verið gagnlegt stjórntæki, sem auk þess að gefa íbúum yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði, felur í sér leiðbeiningar til kjörinna fulltrúa, nefndarfólks og starfsfólks þegar taka þarf ákvarðanir um þjónustu til framtíðar. Þjónustustefna sveitarfélaga getur verið öflugt stjórntæki ef hún er unnin af metnaði og í samráði við íbúa. Hún á að vera lifandi skjal sem endurspeglar raunverulegar þarfir og væntingar íbúanna á hverjum tíma. Með því að leggja áherslu á virkt samráð og reglulega endurskoðun þjónustustefnu má stuðla að því að þjónustan sé ávallt í takti við ríkjandi aðstæður og kröfur. Sveitarfélög sem nýta þjónustustefnu sem virkt stjórntæki geta þannig stuðlað að aukinni skilvirkni og fagmennsku í þjónustu sinni, sem skilar sér í betri nýtingu opinberra fjármuna og ánægðari íbúum. Höfundur er verkefnastjóri hjá KPMG.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun