„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. apríl 2025 07:58 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu umsögn um frumvarpsdrög á breytingum á veiðigjald. Samtökin hafa ýmislegt út á frumvarpið að setja. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS. „Íslenskur sjávarútvegur getur og vill áfram leggja ríkulega til samfélagsins, með heilbrigðum rekstri og góðum störfum um allt land, þannig að allir njóti ávaxtanna. Ef rétt verður á spilum haldið má leysa mikla verðmætaaukningu úr læðingi á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Því skora samtökin á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka og hugleiða hvort fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi nái þessu mikilvæga markmiði. Atvinnuvegaráðuneytið birti frumvarpið í Samráðsgátt í byrjun mánaðar og gafst viku frestur til að skila umsögn þar, nokkuð minna en tveggja vikna vinnureglan sem síðasta ríkisstjórn setti sér. Vegna þessa stutta frest lýstu SFS því yfir 3. apríl að þau hyggðust ekki senda umsögn innan tilskilins frests. Hins vegar ætluðu samtökin að skila umsögn „að viku liðinni, jafnvel fyrr.“ Það virðist ekki hafa tekist innan þess vikuramma en í dag, tólf dögum síðar, sendu samtökin atvinnuvegaráðuneytinu umsögn um frumvarpsdrögin. „Stjórnvöld höfðu í litlu reynt að átta sig á íþyngjandi áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja, fólks og sveitarfélaga víða um land áður en það var birt. Því var brýnt að ráðist yrði í þessa vinnu, þó að hún sé fjarri því að teljast tæmandi á svo skömmum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ásökunum um röng verð „alfarið hafnað“ Samtökin segja að í athugasemdum sínum séu færð rök fyrir því að frumvarpsdrögin „gangi í berhögg við stjórnarskrá.“ Þá segjast samtökin sýna fram á að hugtakanotkun ráðherra um leiðréttingu á verðlagningu standist enga skoðun. Greitt aflaverðmæti til skips hafi um áratugaskeið verið í föstum skorðum og byggst á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs, kjarasamningum og ákvæðum tekjuskattslaga um milliverðlagningu. „Verð til skips og uppgjör til sjómanna hafa því verið rétt. Öllum ásökunum um vanmat eða röng verð er því alfarið hafnað,“ segja samtökin. „Alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu fólks víða um land“ Einnig segir að í athugasemdum sé sýnt fram á „mikla ágalla þess að byggja skattstofn á verðum á uppboðsmörkuðum, hvort heldur hér heima eða í Noregi.“ Fráleitt sé að leggja að jöfnu verðmæti sem verði til í Noregi og á Íslandi í tilfelli uppsjávartegunda. Þá vara samtökin við því að tekinn verði upp háttur Norðmanna, sem flytja stærstan hluta bolfisks óunninn úr landi. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu fólks víða um land og byggðafestu. Samkvæmt greiningu KPMG séu tíu sveitarfélög sem hafi yfir þrjátíu prósent af atvinnutekjum frá fiskveiðum og -vinnslu. „Hækkun veiðigjalds kann að auka tekjur ríkisins til skamms tíma, en draga úr mikilvægum tekjum sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg,“ segja samtökin. Vísa fullyrðingum um að sjávarútvegur „mali gull“ til föðurhúsanna Samtökin segjast sýna fram á að arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi sé hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum. Á liðnum árum séu arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði að meðaltali hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Því vísa samtökin fullyrðingum atvinnuvegaráðherra um að sjávarútvegur „mali gull“ til föðurhúsanna. „Samkvæmt greiningu Jakobsson Capital leiðir boðuð hækkun á veiðigjaldi til þess að verðmæti íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja, sem eru skráð á markað, lækkar um 53,1 ma.kr. eða rúmlega 13% og ávöxtun lækkar niður í 7,9% hjá arðbærustu félögunum. Slík ávöxtun er ekki langt yfir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Telur fyrirtækið að áhrifin verði verulegur samdráttur í fjárfestingu, sem svo aftur dragi úr hagvexti,“ segir í tilkynningunni. Samtökin segjast enn hafa til skoðunar áhrif á fleiri sjávarútvegsfyrirtæki, stór sem smá. Skeiki milljörðum í útreikningi Samtökin segja jafnframt að atvinnuvegaráðuneytið hafi enn ekki afhent öll umbeðin gögn, rétt eins og samtökin héldu fram 3. apríl. Ráðuneytið svaraði þeim ásökunum þann 4. apríl og sagði að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. Þar sagði ráðuneytið einnig að SFS hefðu skrópað á fund 1. apríl þar sem fara átti yfir útreikninga að baki ákvörðun veiðigjaldsins. Samtökin segja augljóst að fyrirliggjandi drög uppfylli ekki grundvallarkröfur sem eru gerðar til slíkra skjala um undirbúning, rannsókn, mat á áhrifum og samráð við hagaðila. Allir þessir þættir séu einir og sér alvarlegir ágallar. Samtökin segja þannig rétt að draga fram að atvinnuvegaráðuneytið virðist ekki hafa reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins,“ segir að lokum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, er í stjórn Sýnar sem á Vísi. Sjávarútvegur Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Byggðamál Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS. „Íslenskur sjávarútvegur getur og vill áfram leggja ríkulega til samfélagsins, með heilbrigðum rekstri og góðum störfum um allt land, þannig að allir njóti ávaxtanna. Ef rétt verður á spilum haldið má leysa mikla verðmætaaukningu úr læðingi á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Því skora samtökin á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka og hugleiða hvort fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi nái þessu mikilvæga markmiði. Atvinnuvegaráðuneytið birti frumvarpið í Samráðsgátt í byrjun mánaðar og gafst viku frestur til að skila umsögn þar, nokkuð minna en tveggja vikna vinnureglan sem síðasta ríkisstjórn setti sér. Vegna þessa stutta frest lýstu SFS því yfir 3. apríl að þau hyggðust ekki senda umsögn innan tilskilins frests. Hins vegar ætluðu samtökin að skila umsögn „að viku liðinni, jafnvel fyrr.“ Það virðist ekki hafa tekist innan þess vikuramma en í dag, tólf dögum síðar, sendu samtökin atvinnuvegaráðuneytinu umsögn um frumvarpsdrögin. „Stjórnvöld höfðu í litlu reynt að átta sig á íþyngjandi áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja, fólks og sveitarfélaga víða um land áður en það var birt. Því var brýnt að ráðist yrði í þessa vinnu, þó að hún sé fjarri því að teljast tæmandi á svo skömmum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ásökunum um röng verð „alfarið hafnað“ Samtökin segja að í athugasemdum sínum séu færð rök fyrir því að frumvarpsdrögin „gangi í berhögg við stjórnarskrá.“ Þá segjast samtökin sýna fram á að hugtakanotkun ráðherra um leiðréttingu á verðlagningu standist enga skoðun. Greitt aflaverðmæti til skips hafi um áratugaskeið verið í föstum skorðum og byggst á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs, kjarasamningum og ákvæðum tekjuskattslaga um milliverðlagningu. „Verð til skips og uppgjör til sjómanna hafa því verið rétt. Öllum ásökunum um vanmat eða röng verð er því alfarið hafnað,“ segja samtökin. „Alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu fólks víða um land“ Einnig segir að í athugasemdum sé sýnt fram á „mikla ágalla þess að byggja skattstofn á verðum á uppboðsmörkuðum, hvort heldur hér heima eða í Noregi.“ Fráleitt sé að leggja að jöfnu verðmæti sem verði til í Noregi og á Íslandi í tilfelli uppsjávartegunda. Þá vara samtökin við því að tekinn verði upp háttur Norðmanna, sem flytja stærstan hluta bolfisks óunninn úr landi. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu fólks víða um land og byggðafestu. Samkvæmt greiningu KPMG séu tíu sveitarfélög sem hafi yfir þrjátíu prósent af atvinnutekjum frá fiskveiðum og -vinnslu. „Hækkun veiðigjalds kann að auka tekjur ríkisins til skamms tíma, en draga úr mikilvægum tekjum sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg,“ segja samtökin. Vísa fullyrðingum um að sjávarútvegur „mali gull“ til föðurhúsanna Samtökin segjast sýna fram á að arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi sé hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum. Á liðnum árum séu arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði að meðaltali hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Því vísa samtökin fullyrðingum atvinnuvegaráðherra um að sjávarútvegur „mali gull“ til föðurhúsanna. „Samkvæmt greiningu Jakobsson Capital leiðir boðuð hækkun á veiðigjaldi til þess að verðmæti íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja, sem eru skráð á markað, lækkar um 53,1 ma.kr. eða rúmlega 13% og ávöxtun lækkar niður í 7,9% hjá arðbærustu félögunum. Slík ávöxtun er ekki langt yfir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Telur fyrirtækið að áhrifin verði verulegur samdráttur í fjárfestingu, sem svo aftur dragi úr hagvexti,“ segir í tilkynningunni. Samtökin segjast enn hafa til skoðunar áhrif á fleiri sjávarútvegsfyrirtæki, stór sem smá. Skeiki milljörðum í útreikningi Samtökin segja jafnframt að atvinnuvegaráðuneytið hafi enn ekki afhent öll umbeðin gögn, rétt eins og samtökin héldu fram 3. apríl. Ráðuneytið svaraði þeim ásökunum þann 4. apríl og sagði að gagnabeiðnum frá samtökunum hafi verið svarað innan tilskilinna tímamarka og þær afgreiddar í samræmi við upplýsingalög og stjórnsýslulög. Þar sagði ráðuneytið einnig að SFS hefðu skrópað á fund 1. apríl þar sem fara átti yfir útreikninga að baki ákvörðun veiðigjaldsins. Samtökin segja augljóst að fyrirliggjandi drög uppfylli ekki grundvallarkröfur sem eru gerðar til slíkra skjala um undirbúning, rannsókn, mat á áhrifum og samráð við hagaðila. Allir þessir þættir séu einir og sér alvarlegir ágallar. Samtökin segja þannig rétt að draga fram að atvinnuvegaráðuneytið virðist ekki hafa reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins,“ segir að lokum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, er í stjórn Sýnar sem á Vísi.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Byggðamál Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira