„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 22:09 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“ Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira