Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2025 13:18 Versace var stofnað árið 1978 af Ítalanum Gianni Versace. Getty Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna. AP segir frá því að samkomulag hafi þannig náðst um kaupin á Versace milli Prada og bandaríska lúxusvörufyrirtækisins Capri Holdings. Kaupin marka endalok bandarísks eignarhalds á Versace en Capri Holdings gekk frá kaupum á Versace árið 2018. Kaupverðið þá voru tveir milljarðar Bandaríkjadalir og er því ljóst að félagið er nú selt á umtalsvert lægri upphæð. Capri Holdings á einnig vörumerkin Michael Kors og Jimmy Choo. AP segir frá því að Capri Holdings hafi átt í vandræðum með að staðsetja Versace á markaði í dag þar sem svokallaður „hljóðlátur lúxus“ (e. quiet luxury) nýtur sívaxandi vinsælda. Vörur Versace séu hins vegar taldar annað en „hljóðlátar“. Versace var stofnað árið 1978 af Ítalanum Gianni Versace. Greint var frá því í síðasta mánuði að Donatella Versace hefði ákveðið að stíga til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og að hún yrði nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hafði gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur. Tíska og hönnun Ítalía Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
AP segir frá því að samkomulag hafi þannig náðst um kaupin á Versace milli Prada og bandaríska lúxusvörufyrirtækisins Capri Holdings. Kaupin marka endalok bandarísks eignarhalds á Versace en Capri Holdings gekk frá kaupum á Versace árið 2018. Kaupverðið þá voru tveir milljarðar Bandaríkjadalir og er því ljóst að félagið er nú selt á umtalsvert lægri upphæð. Capri Holdings á einnig vörumerkin Michael Kors og Jimmy Choo. AP segir frá því að Capri Holdings hafi átt í vandræðum með að staðsetja Versace á markaði í dag þar sem svokallaður „hljóðlátur lúxus“ (e. quiet luxury) nýtur sívaxandi vinsælda. Vörur Versace séu hins vegar taldar annað en „hljóðlátar“. Versace var stofnað árið 1978 af Ítalanum Gianni Versace. Greint var frá því í síðasta mánuði að Donatella Versace hefði ákveðið að stíga til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og að hún yrði nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hafði gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur.
Tíska og hönnun Ítalía Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent