Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar 12. apríl 2025 09:02 Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu kann að virðast sem Danuta Danielsson eigi fátt sameiginlegt með Bandaríkjamanninum Jello Biafra og Íranum Shane O´Brien. Danuta fæddist í Póllandi 1947 og hafði móðir hennar lifað af vist í útrýmingarbúðunum í Auscwitz. Danuta flutti árið 1982 til Svíþjóðar með sænskum kærasta sínum sem hún svo giftist. Fátt segir af Danutu þar til 13. apríl árið 1985 þegar ganga sænskra nýnasista fór fram í bænum Växjö. Fræg ljósmynd tekin af sænska ljósmyndaranum Hans Runeson sýnir Danutu slengja handtösku sinni í höfuðið á einum nýnasistanum. Stytta af atburðinum var síðar reist og stendur hún í miðbæ Alingsås í Svíþjóð. Jello Biafra söngvari pönksveitarinnar The Dead Kennedys samdi texta og söng lagið Nazi Punks fuck off árið 1981og skaut í textanum illilega á og gagnrýndi nazista/fasista kúlturinn sem ýmsir ungir menn döðruðu við á þeim tíma. Jello gaf út nýja útgáfu af laginu nú í mars og endurskýrði lagið Nazi Trumps fuck off. Deilir hann á nýju stjórnarherrana í bandaríkjunum sem leynt og þá aðallega ljóst aðhyllast margar kennisetningar fasismans/nazismans. Írinn Shane O´Brien er búsettur í Berlín og honum á nú að vísa úr landi ásamt þremur öðrum einstaklingum. Tveim frá EB löndum og einum frá bandaríkjunum. Tveir einstaklingarnir eru trans. Ástæðan fyrir brottvísununum er þátttaka í mótmælagöngum til stuðnings frjálsri Palestínu og mótmælum vegna þjóðarmorðs Zionista í ísrael á palestínsku þjóðinni. Þýska lögreglan hefur tekið mjög harkalega á mótmælendunum og hafa þýsk yfirvöld til að mynda reynt að banna setninguna „From the river to the sea, Palestine will be free“. Brottvísunin er byggð á sömu ástæðu og Trump stjórnin notar gegn námsmanninum Mahmoud Khali eða „vegna hættu á almannaöryggi og reglu“ og ætla þýsk yfirvöld að senda trans manneskju úr landi til bandaríkjanna þar sem þau hafa áður varað transfólk við að ferðast til. Þau Danuta, Jello og Shane eiga það öll sameiginlegt að hafa risið upp gegn yfirgangi nazista og fasista og það er eitthvað sem við öll sem aðhyllumst frjálst samfélag eigum að taka okkur til fyrirmyndar. Spurning hvort 13. apríl eigi að vera alþjóðlegi handtöskudagurinn þar sem sem flestir láti nasista og fasista finna aðeins til tevatnsins. Á morgun 13. apríl eru 40 ár frá því að Danuta danglaði í nýnasista í svíþjóð og því tilefni til að halda daginn hátíðlegan og sveifla handtöskunni því þeim fer fjölgandi sem þurfa að finna til hennar. Og ekki bara þann dag heldur alla daga! „Það eina sem er nauðsynlegt til að hið illa sigri er að gott fólk geri ekki neitt“ sagði írski heimspekingurinn Edmund Burke. Höfundi er meinilla við fasisma og öfgahyggju.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun