Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 17:44 Donald Trump í garði Hvíta hússins í gær. AP/Evan Vucci Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi. Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi.
Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34