Bjartara yfir við opnun markaða Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2025 08:01 Markaðir í Ástralíu og Suður-Kóreu hafa örlítið tekið við sér í dag eftir lækkun síðustu daga. AP Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan fór upp um sex prósent og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hækkaði um tvö prósent í fyrstu viðskiptum. Hún hafði þó fallið um heil þrettán prósent í gær, sem er mesta lækkun á einum degi í áratugi. Markaðir í Ástralíu og Suður-Kóreu tóku einnig örlítið við sér í dag, en í Taívan og Singapúr hefur verðfallið þó haldið áfram. Og þegar Evrópumarkaðir opnuðu nú á áttunda tímanum kom í ljós að heldur léttara er yfir þar á bæjum heldur en verið hefur síðustu daga. FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um rúmt prósent, í Frakklandi fór CAC 40 vísitalan upp um tæp tvö prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi upp um rúmt prósent einnig. Greinendur hafa fagnað því að rykið sé nú farið að setjast eftir uppnám síðustu daga en vara þó enn við að ástandið sé afar eldfimt, ekki síst í ljósi þess að Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað að ekki standi til að bakka með tollaálögurnar sem taka gildi á morgun. Donald Trump Japan Hong Kong Þýskaland Bretland Frakkland Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. 7. apríl 2025 22:01 Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áform um að leggja 25 prósent toll á valdar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjali sem Reuters hefur undir höndum. 7. apríl 2025 21:33 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nikkei-vísitalan í Japan fór upp um sex prósent og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hækkaði um tvö prósent í fyrstu viðskiptum. Hún hafði þó fallið um heil þrettán prósent í gær, sem er mesta lækkun á einum degi í áratugi. Markaðir í Ástralíu og Suður-Kóreu tóku einnig örlítið við sér í dag, en í Taívan og Singapúr hefur verðfallið þó haldið áfram. Og þegar Evrópumarkaðir opnuðu nú á áttunda tímanum kom í ljós að heldur léttara er yfir þar á bæjum heldur en verið hefur síðustu daga. FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um rúmt prósent, í Frakklandi fór CAC 40 vísitalan upp um tæp tvö prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi upp um rúmt prósent einnig. Greinendur hafa fagnað því að rykið sé nú farið að setjast eftir uppnám síðustu daga en vara þó enn við að ástandið sé afar eldfimt, ekki síst í ljósi þess að Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað að ekki standi til að bakka með tollaálögurnar sem taka gildi á morgun.
Donald Trump Japan Hong Kong Þýskaland Bretland Frakkland Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. 7. apríl 2025 22:01 Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áform um að leggja 25 prósent toll á valdar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjali sem Reuters hefur undir höndum. 7. apríl 2025 21:33 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34
Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn. 7. apríl 2025 22:01
Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áform um að leggja 25 prósent toll á valdar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjali sem Reuters hefur undir höndum. 7. apríl 2025 21:33