Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 13:50 Gunnar Þór Gíslason er stjórnarmaður í Eik fasteignafélagi, sem á meðal annars Turninn í Kópavogi. Vísir Brimgarðar ehf., sem eru í eigu systkinanna sem kennd eru við Mata, eiga nú tuttugu prósenta hlut í Eik fasteignafélagi. Félagið keypti hluti fyrir alls 238 milljónir króna á föstudag. Systkinin eiga í gegnum önnur félög önnur 13,6 prósent í Eik. Í flöggun til Kauphallar segir að Brimgarðar eigi nú slétt tuttugu prósent í Eik, eða 684.961.880 hluti. Fyrir viðskipti föstudagsins hafi félagið átt sléttum fimmtán milljónum færri hluti. Langstærstu hluthafarnir Þá segir að félög tengd Brimgörðum, Langisjór ehf. og Síldarbein ehf., fari til viðbótar með atkvæðisrétt í Eik, sem tengist beinu eignarhaldi þeirra á hlutum í félaginu sem nemi samtals 465.693.424 hlutum, eða 13,6 prósentum heildarhlutafjár Eikar. Systkinin sem kennd eru við Mata eiga Langasjó saman og Gunnar Þór Gíslason, eitt systkinanna og stjórnarmaður í Eik, á Síldarbein. Þannig er samanlagður hlutur systkinanna 33,6 prósent og þau eru langsamlega stærstu hluthafarnir í félaginu. Í tveimur tilkynningum um viðskipti nákomins aðila stjórnanda í Eik, áðurnefnds Gunnars Þórs, segir að Brimgarðar hafi keypt í Eik í tveimur viðskiptum á föstudag. Annars vegar fyrir 52,8 milljónir króna á genginu 12,3 og hins vegar fyrir 182 milljónir króna á genginu 12,1. Gengi hlutabréfa í Eik stendur nú í tólf krónum. Brú bætir einnig við sig Þetta eru ekki einu tilkynningar sem Eik hefur sent Kauphöllinni í dag. Einnig barst flöggun varðandi það að Brú lífeyrissjóður hafi farið yfir tíu prósenta múrinn og eigi nú 10,176 prósenta hlut í gegnum þrjár deildir sjóðsins. Sjóðurinn keypti 6,65 milljónir hluta í félaginu en gengið liggur ekki fyrir. Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49 Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Í flöggun til Kauphallar segir að Brimgarðar eigi nú slétt tuttugu prósent í Eik, eða 684.961.880 hluti. Fyrir viðskipti föstudagsins hafi félagið átt sléttum fimmtán milljónum færri hluti. Langstærstu hluthafarnir Þá segir að félög tengd Brimgörðum, Langisjór ehf. og Síldarbein ehf., fari til viðbótar með atkvæðisrétt í Eik, sem tengist beinu eignarhaldi þeirra á hlutum í félaginu sem nemi samtals 465.693.424 hlutum, eða 13,6 prósentum heildarhlutafjár Eikar. Systkinin sem kennd eru við Mata eiga Langasjó saman og Gunnar Þór Gíslason, eitt systkinanna og stjórnarmaður í Eik, á Síldarbein. Þannig er samanlagður hlutur systkinanna 33,6 prósent og þau eru langsamlega stærstu hluthafarnir í félaginu. Í tveimur tilkynningum um viðskipti nákomins aðila stjórnanda í Eik, áðurnefnds Gunnars Þórs, segir að Brimgarðar hafi keypt í Eik í tveimur viðskiptum á föstudag. Annars vegar fyrir 52,8 milljónir króna á genginu 12,3 og hins vegar fyrir 182 milljónir króna á genginu 12,1. Gengi hlutabréfa í Eik stendur nú í tólf krónum. Brú bætir einnig við sig Þetta eru ekki einu tilkynningar sem Eik hefur sent Kauphöllinni í dag. Einnig barst flöggun varðandi það að Brú lífeyrissjóður hafi farið yfir tíu prósenta múrinn og eigi nú 10,176 prósenta hlut í gegnum þrjár deildir sjóðsins. Sjóðurinn keypti 6,65 milljónir hluta í félaginu en gengið liggur ekki fyrir.
Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49 Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49
Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54