Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir og Margrét M. Norðdahl skrifa 5. apríl 2025 17:00 Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar