Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir og Margrét M. Norðdahl skrifa 5. apríl 2025 17:00 Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun