Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 08:03 Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun