Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 3. apríl 2025 14:37 Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar