Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Markmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Gjarnan hefur verið rætt um Bandaríki Evrópu í þeim efnum. Hreinlega hefur verið leitun að forystumönnum innan sambandsins á liðnum árum og áratugum sem ekki hafa opinberlega stutt markmiðið. Það hafa samtök íslenzkra Evrópusambandssinna einnig gert. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Forseti regnhlífarsamtakanna European Movement International, Guy Verhofstadt sem er fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu sem og fyrrverandi leiðtogi þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, lagði nú síðast áherzlu á það fyrir helgi að sambandið yrði endanlega að Bandaríkjum Evrópu í færslu á samfélagsmiðlinum X. Sagði hann að draga þyrfti úr því hversu háð Evrópusambandið væri Bandaríkjunum. Leiðin til þess væri „að verða fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hefur meginmarkmið European Movement International verið að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, samtök íslenzkra Evrópusambandssinna, undir forystu Jóns Steindórs Valdimarssonar, fyrrverandi þingmanns Viðreisnar, er í aðildarferli að regnhlífarsamtökunum en eldri hreyfingar hérlendra Evrópusambandssinna eins og Já Ísland og Evrópusamtökin voru einnig aðilar að evrópsku samtökunum. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, þar á meðal samtökin ALDE sem flokkurinn er aðili að, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann hann ötullega að því markmiði. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem er í samræmi við þróun þess í átt að einu ríki. Líkt og fjöldi þingmanna hvers ríkis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fer eftir íbúafjölda þeirra eða og fjöldi þingmanna hvers kjördæmis hér á landi miðast við það hversu margir búa í þeim. Innan sambandsins yrði vægi Íslands í ráðherraráði þess þannig allajafna á við 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun