Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2025 09:00 Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar