Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Gunnar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 22:39 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, mun ekki dvelja lengi við tap kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira